Feykir


Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 12

Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 12
Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi_ Knússtund og útitón- leikar í Borgarvirki Aðstandendur og gestir unglistahátfðarinnar Eldur í Húnaþingi létu ieiðinlegt verður ekki stoppa sig f glæsilegu hátíðarhaldi og er skemmst frá því að segja að hátfðin tókst í alla staði mjög vel. Harmonikkuspil, heimsmeist- aramótið í kleppara, dorgveiði- keppni, sýningar, tónleikar og margt margt fleira setti svip sinn á helgina. Á föstudagskvöld spil- aði Hörður Torfason í Borgar- virki og strax á eftir honum spilaði stórsveit Tónlistaskóla A-Hún. Voru tónleikarnir vel sóttir þrátt fyrir rigningu enda var fólk vel búið. Leikhópurinn 2 plús 1 kom og sýndi Ijölskyldu- leikritið Pína Pokastelpa. Það má með sanni segja að leikritið sé alveg ff ábært því bömin lifðu sig inn í leikritið og tóku þátt af einlægni. Á eftir leikritinu buðu leikarar upp á knúsustund með bömunum. Leikhópinn skipa þær Hara-systur, Hildur og Rakel Magnúsardætur og Nikulás Stefán Nikulásson og voru þau með söng-, leik- og dansnámskeið fyrir eldri börn- in að leikriti loknu. Afrakstur barnanna var svo sýndur í lok dags. En eins og svo oft áður eru það myndirnar sem segja fleira en þúsund orð. Þessar skemmtilegu myndir sendi Helga Guðrún Hinriksdóttir. Haldin var mðguð fimleikasýning á hestum. Skrautlegir þátttakendur hátíðarhaldanna. Rigningin aftraði ekki tónleikahaldi I Borgarvirki. Lúðrasveit Húnaþings Vestra var endurvakin. Fútbolti á vatnsdúk er bara skemmtiiegur. Gjömingur við höfnina.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.