Feykir


Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 31.07.2009, Blaðsíða 5
FRÉTTIR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR 28/2009 Feykir 5 íslendingar ferðast innanlands sem aldrei fyrr þetta sumarið og lítur út fyrir að krepputal verði ekki til þess að binda fólk heimavið. Feykir sendi spurningar á tjaldstæði á Norðurlandi vestra og forvitnaðist um aðsóknina í sumar. Svör bárust frá tjaldstæðunumBakkaflöt og Hólum. BAKKAFLÖT Veðrið ræður ferðum íslendinga Hvernig hefur aðsóknin verið í sumar? Góð. Hefur heimsóknum fslendinga fjölgað á tjaldstæðið? Svipuð aðsókn. Ef svo er hver heldur þú að ástæðan sé? Veðrið ræður. Hvernig er með þá erlendu, hefur þeim fjölgað? Finnum ekki mun á því, ef er gott veður þá er margt fólk, þannig er það um helgar og oft virku dagana líka. Hverskonar ferðamenn sækja tjaldstæðið aðallega (fjöl-skyldufólk, húsbílahjón, skuldahaladragarar, (nei þetta var ljótt af mér) útlendir tjaldbúar o.s.f.v.)? Það er allt í bland, oft mælir fólk sér mót hér og er að koma að sunnan og austan, fjölskyldur að hittast. Er að skoða sig um í Skagafirði, fer í rafting hjá okkur, gengur á Mælifellshnjúkinn og fer í Austurdalinn. Sumir dvelja 4 nætur eða fleiri. Hvað kostar að tjalda eða gista á tjaldstæðinu? Það kostar 800 kr á mann, 12 ára og eldri, 400 kr fyrir rafmagn. Eru einhver félagasamtök eða einstaklingar með afslátt af gistingu? Eldri borgarar. Hvaða þjónusta er á staðnum (rafmagn, heitt og kalt vatn, þvottavél, losun úr ferðaklósettum eða annað)? Erum með veitingar, heitt og kalt vatn, rafmagn, afnot af gasgrillum og eldunaraðstöðu (innifalið), sturtuaðstöðu og heita potta, losun úr ferðaklósettum. Hægt að fá þveginn þvott. Vakt allan sólarhringin. Hvar er best að nálgast upplýsingar um tjaldstæðið? Hringja í 453 8245 eða skoða heimasíðuna www. bakkaflot. com eða riverrafting.is HÓLAR í HJALTADAL Aukning á stórum kúlutjöldum Hvernig hefur aðsóknin verið í sumar? Aðsókn hefur verið góð í sumar og töluverð aukning milli ára. Hefur heimsóknum íslendinga fjölgað á tjaldstæðið? Já íslendingar eru mun meira á ferðinni í ár og stoppa lengur. Ef svo er hver heldur þú að ástæðan sé? íslendingar kjósa frekar að skoða ísland í ár þar sem utanlandsferðir eru ekki hagstæðar þetta sumarið. Hvernig er með þá erlendu, hefur þeim fjölgað? Nei þeim hefur ekki fjölgað. Hverskonar ferðamenn sækja tjaldstæðið aðallega (fjölskyldufólk, húsbílahjón, skuldahaladragarar, (nei þetta var ljótt af mér) útlendir tjaldbúar o.s.f.v.)? Heim að Hólum er mest um fjölskyldufólk, Töluvert hefur borið á fjölgun á fjölskyldufólki sem er með stór kúlutjöld, sem hafa jafnvel losað sig við fellihýsið og valið ódýrari ferðamáta. Nú skera tjöldin sig ekki eins út úr eins og síðustu ár Hvað kostar að tjalda eða gista á tjaldstæðinu? Nóttin kostar 700kr pr/mann frítt fýrir 12 ára og yngri, afsláttur er á þriðju nóttinni. Eldri borgarar og öryrkjar fá nóttina á 500 kr. Hvaða þjónusta er á staðnum (rafmagn, heitt og kalt vatn, þvottavél, Iosun úr ferðaklósettum eða annað)? Við erum með heitt og kalt vatn. Sundlaug er í skólahúsinu á Hólum Hvar er best að nálgast upplýsingar um tjaldstæðið? Hægt er að fá nánari upplýsingar um tjaldstæðið á Hólum hjá ferðaþjónustunni á Hólum í síma 4556333 eða hafa beint samband við tjaldvörð í síma 8218757. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? Margt er að skoða á Hólum svo sem Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýabæ, fornleifauppgröft, byggingar skólans og náttúrufegurð. Hóladómkirkja og Auðnarstofa er opinn frá ld. 10-18 alla daga.Nýibær er opinn frá kl. 10-22. Hvöt A leið á Evrópumótið í Futsal I..I. t S> íslandsmeistarar Hvatar f Futsal munu í ágúst halda til Austurnkis þar sem þeir etja kappi víð heimamenn f 1 FC All Stars Wiener Neustadt, Asa Tel-Aviv frá ísrael og Erebuni Yerevan frá Armenfu. Riðillinn verður leikinn á tfmabilinu 18 - 23. ágúst. Hvöt verður annað fslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni en Víðismenn riðu á vaðið í fyrra. Futsal er alþjóðlegur innanhúsfótbolti og er spilaður út um allan heim. Spilað er með bolta sem er þyngri en venjulegur bolti og skoppar þar af leiðandi minna. Strákarnir í Hvöt unnu eins og áður sagði íslandsmeistaratitil í Futsal, sem hefur enn sem komið er ekki notið þeirra virðingar hér á landi sem íþróttin á skilið að mati þeirra sem hana stunda. -Við fórum í þetta verkefhi til þess að hafa gaman að því og mjög óvænt unnum við mótið en um leið og það gerðist sáum við að það yrði gaman að fá að taka þátt í Evrópukeppni því flestir í þessu liði koma ekki til með að hafa mörg tækifæri til þess að keppa í Evrópukeppni. Við erum því virkilega spenntir fýrir þessu verkefni og má segja að spennan aukist hjá okkur dag ff á degi, segir Gissur Jónasson, fýrirliði. Upphaflega voru 11 í Futsal liði Hvatar en Gissur segir að líklega fari 14 út með farastjóra. í Futsal spila fimm menn inni á vellinum í einu og álílka margir eru á bekknum. -Við ætlum að leyfa lesendum á Feyki. is að fýlgjast með mótinu og komum til með að senda heim dagbók um gengi okkar þama úti, segir Gissur. Icelandair hefur styrkt strákana til fararinnar í formi afsláttar á farmiðum auk þess sem liðið fær styrk ffá KSI. -Að öðru leyti koma leikmenn sjálfir til með að fjármagna þetta að hluta auk þess sem við erum að vinna í því þessa dagana að sækja styrki í fýrirtæki. Strákamir fara út þann 18. ágúst og þarf að ffesta einum leik i íslandsmótinu vegna fararinnar en segir Gissur að það sé vel þess virði. Feykir óskar strákunum í Hvöt góðrar ferðar og hlakkar til að fá að fýlgjast með ævintýrum þeirra í Austurríki. Skagafjörður Jón og Sæmundur sigruðu Skagafjarðarrallið Skagafjarðarrallið fór fram um helgina og er óhætt er að segja að keppnin hafi verið virkilega spennandi allt fram á síðustu stundu því einungis munaði einni sekúndu á 1. og 2. sætinu í keppninni. Þegar upp var staðið reyndust Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson á MMC Lancer Evo VII sigurvegarar á tímanum 1:22:38. f öðm sæti urðu Daníel Sigurðarson og Þorgerður Gunnarsdóttir á MMC Lancer Evo V á tímanum 1:22:39 og í þriðja sæti urðu íslandsmeistararnir frá í fýrra, Sigurður Bragi Guðmundsson og ísak Guðjónsson á MMC Lancer Evo VI en þeir voru á tímanum 1:24:41. Verðlaunaafhending fór fr am á laugardagskvöldinu og sömuleiðis afmælishóf Bílaklúbbs Skagafjarðar, en klúbburinn fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.