Feykir


Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 3
29/2009 Feykir 3 Skagafjörður_________ Seldi húfur til styrktar Þuríði AÐSEND GREIN Hlín Manika Jóhannesdóttir skrifar Ibúarmótmæla sorpföigunarsvæði Unnur Rún Sigurpálsdóttir hefur síðustu vikur staðið fyrir utan Skagfirðingabúð og Hlíðakaup auk þess að hafa verið með sölubás á Lummudögum. Var Unnur Rún að selja húfur sem amma hennar Ragna Baldursdóttir, hafði prjónað. Ágóðinn, rúmar 36 þúsund krónur, rann óskiptur til Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur. Spákonuarfur efnir til Þórdfsargöngu á Spákonufell laugardaginn 15.ágúst kl. 10:00 Gangan er tileinkuð Þórdfsi spákonu. Lagt verður af stað frá golfvellinum á Skagaströnd. Að lokinni göngu verður boðið upp á veitingar sem eru innifaldar í verði. Af Þuríði er það að frétta að hún er nú komin til Indlands þar sem hún hefur nú þegar fengið nokkrar stofnfrumusprautur. Þuríður er sjálf ekki frá því að hún sé þegar farin að finna fyrir árangri af sprautunum en hún bloggar um ferð sína á vefslóðinni; www.oskasteinn. com Fararstjóri í göngunni er Ólafur Bernódusson. Á leiðinni mun hann fræða þátttakendur um Þórdísi spákonu og vísa á staði sem tengjast sögu hennar og afrekum. Þátttökugjald er 1.500.-kr en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Upplýsingar í síma 861-5089. Farskóli Norðurlands vestra Félags- náms- og starfsráð- gjafi komin til stafa Margrét Björk Arnardóttir félagsráðgjafi og náms- og starfsráðgjafi kom til starfá hjá Farskólanum - miðstöð sfmenntunar á Norðurlandi vestra nú 1. ágúst. Margrét Björk Arnardóttir lærði félagsráðgjöf við Den Sociale Höjskole í Óðinsvéum í Danmörku. Hún er einnig menntaður náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla íslands og er nú í meistaranámi við sama skóla. Margrét hefur meðal annars starfað hjá Félags- þjónustunni í Kópavogi, við Breiðholtsskóla og við Árskóla á Sauðárkróki. Margrét mun hafa umsjón með háskólanáminu hjá Farskólanum og sinna náms- og starfsráðgjöf, bæði fyrir einstaklinga og á vinnustöðum. íbúar í Viðvíkursveit og Óslandshlfð hafá sent Sveitarfélaginu Skagafirði erindi, þar sem farið er fram á að fyrirhugað sorpförgunarsvæði við Brimnes skammt ofan við Kolkuós verði tekið út af aðalskipulagi sveitafélagsins sem nú er í auglýsingaferli. Allflestir íbúar sem búa nálægt og/ eða eiga land nálægt þessu fyrirhugaða sorpförgunarsvæði rituðu undir mótmælin. 1 ályktun frá hópnum segir; -Kolkuós er einn merkasti sögustaður Skagafjarðar auk þess að vera ein af mesta náttúruperlum Skagafjarðar. Fjöldi útivistarfólks auk ferðamanna nær og íjær leggur leið sína á svæðið til að njóta einstakrar náttúrufegurðar, hreinleika og menningararfs. Svæðið býður upp á frábæra möguleika á frekari eflingu og uppbyggingu sem að engu geta orðið svo lengi sem tillaga að sorpförgunarsvæði er á aðalskipulagi. Auk þess er tillagan afar fráhrindandi fýrir hugsanlega nýbúa (sem hefur fjölgað verulega undanfarið) og sumarbústaðaeigendur sem vilja búa um sig á svæðinu. Tilkoma sorpförgunarsvæðis við Brimes í Viðvíkursveit myndi skaða búsetuskilyði verulegu á svæðinu en hátt í 20 býli eru í innan við 4.5 km farlægð frá fyrirhuguðu sorpurðunarsvæði. Þessi urðunarstaður myndi valda óásættanlegum óþægindum vegna ólyktar, foks og sjónmengunar. Einnig dregur sorpförgunarsvæði að sér mikið af fugli sem getur skaðað framleiðslu á svæðinu og aukið verulega smithættu bústofna. Athygli vekur að áform um sorpförgunarsvæði á þessu svæði voru einnig uppi fyrir tæpum 10 árum og lögðust íbúar þá sem nú, harðlega gegn því enda var þá fallið frá þessum áformum. Nú reynir sveitastjórnin enn að koma sorpurðunarsvæðinu inn, hvað eru þessir menn að hugsa? Furðu vekur einnig sú fásinna að skipuleggja sorpförgunarsvæði samhliða útivistasvæði milli Brimness, Kolkuóss og Ásgarðs sem er, ásamt skíðasvæðinu á Tindastóli, stærsta skilgreinda útivistarsvæði sveitarfélagsins. Því er skorað eindregið á sveitarstjórn Skagafjarðar að fjarlægja með öllu tillögu um fyrirhugað sorpförgunar- svæði. Sveitarstjórnin hlýtur að sjá sóma sinn í því að taka mark á rödd íbúa sveitarfélagsins og tryggja áframhaldandi búsetuskilyrði, hreinleika og náttúrufegurð eins vinsælasta útivistarsvæðis í Skagafirði. Að sama skapi hljótum við Skagfirðingar að sjá sóma okkur í því að standa vörð um jafn sögulegan stað og Kolkuós er. Skagaströnd Spákonuganga á laugardag BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Framtíöaratvinna hjá FISK Seafood hf Vantar fólk í hefðbundin fiskvinnslustörf Vinnutíminn er frá kl. 07:00 -15:30 Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 825 4411 og á staðnum. Ereitthvað að frétta?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.