Feykir


Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 29/2009 íHamarsrétt þar sem Gudrun M.H. Ktoes hafði undirbúið mátningarvinnu á Hamarsbúðinni... Það þurfti að vökva nokkur tré svo þau hringdu íSiökkviliðið og báðu að vökva fyrir sig... Veraldarvinir sumarið 2009 í Húnaþingi vestra Skelfilegar kríur og ógleymanleg lífsreynsla í sumar komu til Hvammstanga ungmenni frá ýmsum löndum en koma þeirra var í samstarfi við Veraldarvini. Hópurinn vann í ýmsum verkefnum í Húnaþing vestra, til dæmis við Unglistarhátíðina Eldur í Húnaþingi, ásamt því að kynnast staðháttum, þjóð og menningu. Þau unnu líka með í Vinnuskólanum og komu þá að verkefnum eins og réttarmálun, gróðursetningu og fleira. Feykir fékk senda frásögn af dvöl Veraldarvina í Húnaþingi. -Þau komu til Hvammstanga á þriðjudeginum 14. júlí, þann dag var lítið gert annað en að finna íverustaðinn og koma sér fyrir. Þau fengu góða aðstöðu í Grunnskóla Húna- þings vestra, skólastofúr til að sofa i og eldhúsaðstöðu. Á miðvikudaginn fór þau inn að Hrútatungurétt, þar sem Matthildur Hjálmarsdóttir á Þóroddsstöðum og Katrín í Brautarholti, höfðu undirbúið góðan dag. Þær höfðu fjárfest í timburolíu og penslum, því það þurfti að bera á réttina. Dagurinn var voða hráslaga- legur, með norðan strekking og þungbúnum skýjum, sem betur fór rigndi þó ekki. í hádeginu höfðu þær Matta og Katrín eldað dýrindis kjötsúpu sem var gott að fá til að ylja sér við. Þeim fannst súpan ekki svo slæm og voru þó nokkrir sem fóru aðra ferð og voru þau ánægð að fá svona íslenskan og þjóðlegan mat. Vinnutími dagsins entist ekki til að klára alla réttina svo þau komu hingað á Hvammstanga og elduðu sér kvöldmat og höfðu notalegt kvöld. Daginn eftir fóru þau og unnu í Kvenfélagsgarðinum Bjarkarási. Þar grisjuðu þau tré með Birni Þorgrímssyni, hann sagaði niður greinar og tré á meðan þau hirtu til eftir hann. Um kvöldið bauð Brynja Bjarnadóttir þeim í fiskisúpu, einnig hlustuðu þau á íslenskar þjóðsögur sem þeim fannst dálítið drungalegar á köflum. Einnig fannst þeim gaman að fá að vera eins og hluti af íslenskri fjölskyldu. Á föstudeginum grisjuðu þau tré í Skólagörðunum og undirbjuggu tyrfingu í kring- um komandi matjurtagarða. Þetta var kærkomin hjálp sem var vel þeginn. Þegar vinnu lauk fóru þau í gönguferð upp í Hvamm og gengu mestan part gönguleiðarinnar. Útsýnið fannst þeim yndislegt og þau fengu gott veður. Eftir heimkomu og sturtur kíktu þau á Café Sirop og var kvöldið hið skemmtilegasta. Á laugardeginum fór þau Vatnsneshringinn og skoðuðu merka staði. Daníel Geir Sigurðsson, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Hafþór Magnús Kristjánsson og Sigurður Hólm Arnarsson keyrðu þau um á tveim bOum, Phillip fækkaði nokkrum fötum og hoppaði alveg ofan íhverinn... Þau fengu að heyra sögu Natans Ketilssonar og siðustu aftökuna... Veraldarvinahópnum fannst mjög gott aðgista ígrunnskólanum... hvíta vinnuskólakagganum og húsbfl sem Sigurður Hólm á. Fyrsta stopp var hjá Ánastaðastapa og fóru þau að hvernum í Skarði þar sem allir stungu tánum ofan í. Reyndar gekk einn aðeins lengra, Phillip fækkaði nokkrum fotum og hoppaði alveg ofan í hverinn. Næsta stopp var hjá Svalbarða þar sem þau fengu að berja seli augum, sem betur fór höfðu þau sjónauka þar sem þeir voru flestir langt í burtu. Á Illugastöðum hlupu þau að kríuvarpinu og höfðu aldrei áður séð slíka „Killer Bird" (drápsfugla). Einnig fannst þeim fyndið að ógnaraðferð kríunnar væri að skíta á viðkomandi til að hræða á brott... enda varð einn þeirra fyrir slíkri árás kríunnar. Sem betur fór var enginn goggaður. Þá fóru þau að Illugastöð- um og voru svo heppin að sjá selina miklu betur þar. Þau fóru inn í húsið og fengu að heyra sögu Natans Ketilssonar og síðustu aftökuna, sem þeim fannst heldur óhugnanleg. Nokkuð merkilegt fannst þeim að sjá Hvítserk en þegar þau komu að Þverárrétt voru þau öll send út úr bílnum og sagt að labba upp í fjall! Þau gengu upp með ánni og upp að fossinum og voru nánast að niðurlotum komin þegar þau sáu ghtta í htla kistu og reyndist sú kista full af mat og góðgæti, öhum til mikfllar ánægju. Um kvöldið var grihaður góður matur og fannst þeim þetta komast næst hápunkti ferðarinnar. Seinna var svo aftur kíkt á Café Sirop þar sem setið var og spjahað framundir rauðan morgun. Á sunnudeginum fóru þau í Hamarsrétt þar sem Gudrun M.H. Kloes hafði undirbúið málningarvinnu á Hamarsbúðinni. Vegna partýsins kvöldinu áður var hópurinn frekar þreyttur í morgunsárið og fram undir hádegi. Verkið gekk þó vel og fóru þau því og skoðuðu skreið sem þau fengu að smakka. Flestir grettu sig og geifluðu vegna óbragðs, nema Etienne frá Frakklandi sem var nánast óstöðvandi. Gudrun hafði undirbúið hádegismat og var aht hráefni séríslenskt eins og gulrætur, kartöflur og kál. Þetta fannst krökkunum einstaklega góð hugmynd og góður matur. Þau fóru á mánudeginum upp í Hvamm þar sem þau löguðu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.