Feykir


Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 7
29/2009 FeykJr 7 4 sundgarpar syntu frá Drangey sl. laugardagskvöld Brjálæói í sjálfu sér Heiða ásamt fjölskyldu sinni. Jóhanni Ingólfssyni og Jónínu Daníelsdóttur foreldrum sínum, Þórónu systur sinni og Louisu Lind dóttur sinni að ógleymdum Árna Gisla Brynleifssyni, unnusta Heiðu. Sjósundkapparnir Heimir Öm Sveinsson, Þórdis Hrönn Pálsdóttir, Þorgeir Sigurðsson og Skagfirðingurinn Heiða Björk Jóhannsdóttir syntu á laugardagskvöldið frá Drangey og í land á Reykjaströnd. Þau þrjú síðast nefndu syntu Drangeyjarsund sem er um 7 km en Heimir Örn gerð sér lítið fyrir og synti Grettissund á tímanum 1 klukkustund og 36 mínútur en Grettissundið er 800 metrum lengra. Heiða Björk hefur fr á því hún var lítil stelpa stefnt á þetta sund en hún er fyrsta konan til þess að ljúka Drangeyjarsundi auk þess að vera fyrsti einstaklingurinn sem syndir þessa leið á bakinu. Sjálf æíði Heiða sund í 10 ár auk þess sem hún þjálfaði í fimm ár og það má því segja að sundið hafi alltaf staðið henni nærri. -Ég veit ekki einu sinni sjálf af hverju það að synda Drangeyjarsund hefur verið draumur hjá mér. Ætli ástæðan hafi ekki bara verið sú að þetta var eitthvað svo stórt og flott að reyna við þetta, segir Heiða og brosir. -Ég held að ég hafi verið 12 ára ef ekki yngri þegar ég ákvað að ég myndi einhvern tímann ná að synda þetta sund, bætir hún við. Þrátt fyrir drauminn stóra fór Heiða ekki að stunda sjósund fyrr en fyrir ári síðan en þá fór hún ásamt Þórdísi vinkonu sinni út að Grettislaug til að busla í sjónum og fara síðan í laugina. Á sama tíma kom Benedikt Hjaltason þangað í þeim erindagjörðum að synda Drangeyjarsund. Hann hafði þá skömmu áður klárað að synda yfir Ermasundið. -Þeir komu þarna Benedikt og félagar og buðu okkur að koma með. Ég sló til og synti smá hluta leiðarinnar með honum. Það var mín fyrsta sjósundreynsla. Síðan er ég aðeins búin að vera að æfa í vetur en það er ekki mikið. Það má segja að áhuginn hafi verið til staðar en Heiða keppti í fyrsta sinn í sjósundi þann 18. júlí þegar hún varð þriðja í svonefndu Hríseyjarsundi á eftir Þórdísi Hrönn og Þorgeiri. -í framhaldinu tóku við stífar æfingar í höfninni við Suðurgarðinn því ég ætlaði í Drangeyjarsundið í sumar. Síðan var ég eiginlega hætt við það. Bar því við að ég hefði ekki tíma en þá lét Ólöf Lovísa, systir mín, í sér heyra og sagði að ég skyldi ekki voga mér að hætta við þennan draum minn og það var því eiginlega hennar vegna að ég á endanum lét mig hafa þetta, segir Heiða og hlær. Hvað finnst fólki um það þegar þú skellir þér út í sjóinn við Suðurgarðinn? -Æi, ég veit það ekki. Þetta er orðin svo eðlilegur hlutur fyrir mér að ég spái ekki mikið í það hvað aðrir haldi. Fólk er örugglega að spá í hvað ég sé klikkuð og auðvitað er þetta brjálæði í sjálfu sér, svarar Heiðar og hlær. Tveimur dögum áður en Heiða náði að synda Drang- eyjarsundið reyndi hún við það í fyrsta sinn en lenti þá í leiðinlegu veðri og hætti sundi eftir að hafa verið tvo tíma í sjónum. -Það varð allt í einu svo rosalega hvasst. Ég var 20 mínútur að synda 1 kílómetra en næsta klukkutímann og íjörutíumínúturnar komst ég ekki nema 2 kílómetra til viðbótar. Aðstæður voru einfaldlega ekki til staðar, útskýrir Heiða. Það var síðan í logni og blíðu á laugardag sem Heiða lét til skarar skríða á nýjan leik og að þessu sinni náði hún að synda alla leið. Varð á undan Þórdísi í land og þar með fyrsta konan til þess að Ijúka Drangeyjarsundi. -Þetta var ekki eins erfitt og ég var búin að búa mig undir að þetta gæti orðið. Ég neita því ekki að mér var orðið verulega kalt síðasta klukkutímann en alls ekki þannig að ég væri að gefast upp. Síðan fór maður bara í laugina, borðaði þrúgusykur og drakk heitt kakó á meðan hiti var að koma í kroppinn aftur. Ég var aðeins eftir mig daginn eftir en strax á mánudag var ég orðin fín, segir Heiða. Aðspurð um frekari afrek í sjósundinu segist Heiða vera að fara í nám í hjúkrunarfræði nú í haust og það komi til með að eiga allan hennar tíma í það minnsta fram að áramótum. -Ef ég fer suður er aldrei að vita nema maður taki Viðeyjarsundið en ég stefni ekki að neinu. Það verður bara að koma í Ijós hvort ég geri eitthvað meira af þessu eða ekki, segir Heiða að lokum. Heiða vill koma á framfæri góðum þökkum til björgunarsveitarinnar fyrir fylgdina en þeir Valdimar og Stefán Valur fylgdu í bæði skiptin. Staðreyndir um sundið á laugardag. Heiða var tyrst kvenna til þess að klára Drangeyjarsund auk þess sem hún var 1. einstaklingurinn til þess að synda á bakinu. Hún synti á 2,25 klst. Þórdís er elst kvenna til þess að ná að synda Drangeyjarsund en hún synti á tímanum 2, 32 klst. Þorgeir var elsti maðurinn til þess að synda sundið auk þess sem hann þáði enga næringu úr bátnum á meðan á sundi stóð. Þorgeir synti á tímanum 2.21 klst. Heimi Öm gerð sér lítið tyrir og synti Grettissund á tímanum 1 klukkustund og 36 mínútur. Heimir Öm synti í samskonar búning og þríþrautariþróttamenn nota. Úthlutun úr Menningarsjóöi KS 9 verkefni hlutu styrk Styrkþegar hlýða á kaupfélagsstjóra. Þórólfur Gíslason Kaupfélags- stjóri úthlutaði þann 5. ágúst sl. úr Menningarsjóði KS. Mennlngarsjóðurinn hefur starfað í 46 ár og hefur hann öll árin veitt styrki til ýmisskonar menningarstarfsemi í héraðinujsönglistar, leiklistar, fþróttamála, heimildasöfnunar og ritstarfa auk annarra verkefna er til menningarauka og framfara heyra. Þessi verkefni hlutu styrk að þessu sinni: 1. Ferðasjóður fatiaðra Skagafirði Menningarsjóður KS úthlutaði 2007 prmunum til að kosta ferðalag fatlaðra. Þetta tókst afar vel og viljum við nú endurtaka þetta með því að veita að nýju fjármunum til að kosta ferðalag fyrirfatlaða í Skagafirði. 2. Maddömur Skagafirði Hópur kvenna á Sauðárkróki sem vilja auka fjölbreytni og efla mannlíf í Skagafirði. Þær hafa tekið í fóstur „( svarta húsið)“Aðalgötu 16B þar sem þær eru að koma sér upp aðstöðu. 3. Viðbragðshópur sjálfboða- liða á Norðurlandi á vegum Rauða krossins Sjálfboðaliðar er starfa á svæðinu frá Sauðárkróki til Kópaskers. Hópnum er ætlað að vera í stakk búinn til að sinna almennri skyndihjálp og 1. stigs áfallahjálp. Styrkurinn erætlaðurtil kostnaðar við þjálfun. 4. Davíð Öm Þorsteinsson Sauðárkróki Fjárstuðningur vegna þjálfunar og keppnisferðar í eðlisfræði unglinga til Mexico í sumar. 5. Styrkur til kaupa á Minja- safni Kristjáns Runólfssonar Menningarsjóður KS styrkir Sveitarfélagið Skagafjörð til kaupa á Minjasafni Kristjáns Runólfssonar. Hjalti Pálsson hafði frumkvæði að því að ná þessu safni aftur til Skagafjarðar og náðst hefur samstaða nokkurra aðila um fjárstuðning svo Skagflrðingar geti aftur eignast um margt þetta merka safn muna. 6. Endurbygging Aðalgötu 16. „Kaffi Krókur" Menningarsjóður KS telur við hæfi að veita þeim Kristínu Magnúsdótt- ur og Sigurpáli Aðalsteinssyni viðurkenningu fyrir sériega vel heppnaða endurbyggingu á Aðal- götu 16 Sauðárkróki. Endurbygging hússins ber vott um góðan smekk og mikinn metnað þeirra er að því standa. 7. Hús Frítímans Samstarfsverkefnis sem Hús Fn'tímans tekur þátt í varðandi ungt fólk frá 4 löndum: Finnlandi, Tyrklandi, Liháen og Möltu auk Islands. Verkefnið tengist menningu og tómstundamálum landanna. Lokaþáttur verkefnis verður hér á Sauðárkróki frá 14. til 22. ágúst. 8. Heimildarmynd um Bjama Haraldsson og Verslun Haraldar Júlíussonar sem nú er 90. ára. Styrkurtil gerðar heimildarmyndar um Bjarna sem starfað hefur hér á Króknum og sett svip sinn á bæjarmyndina um áratuga skeið. Kvikmyndafélag Árna Gunnarssonar ráðgerir að Ijúka gerð myndar í lok þessa árs. 9. Uppbyggingprentmynjasafns á Hólum í Hjaltadal. Menningarsjóður telur rétt að verða að liði með fjárstuðning við að koma upp prentminjasafni að Hólum. Safnið verður á vegum og eign Hóladómkirkju. Saga prentlistar og bókaútgáfu er nátengd Hólastað. Því fögnum við því frumkvæði sem hér er sýnt með að koma upp prentminjasafni á Hólum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.