Feykir


Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 9
29/2009 Feykir 9 girðinguna í kringum kirkjuna. Þau þurftu að skrapa gömlu málninguna af, grunna og mála upp á nýtt. Sigurður Grétar Sigurðsson kom og grillaði æðislegt lambakjöt fyrir hópinn, voru víst sumir að smakka þess háttar kjöt í fyrsta skipti. Fannst þeim nokk sérstakt hvað grillið var nálægt kirkjunni og stóð þeim ekki á sama á stundum. Við þökkum Sigurði Grétari kærlega fyrir aðstoð hans og frábært kjöt. Seinna sama dag fengu þau að fara í Kidka ehf, prjónastofuna og fengu að rölta um verksmiðjunabæðitilskoðunar og kaupa. Á þriðjudeginum kláruðu þau Hrútatunguréttina, verkið gekk svo vel að þau ákváðu að fara í Byggðarsafnið. Þar tók Ingibjörg Jóna Gestsdóttir á móti þeim og veitti þeim frían aðgang sem við þökkum kærlega fyrir. Þeim fannst ekki mikið koma til byggingarinnar að utan og urðu því undrandi að sjá hvað væri mikilfenglegt innandyra. Sama þetta kvöld fengu þau íslenskukennslu hjá Laura Ann Howser þar sem þau lærðu það helsta eins og góðan daginn, góða kvöldið, takk, já, nei og fleira. Seinna hengdu þau upp þvottasnúrur hjá félagsheim- ilinu og hengdu föt á. Þeim fannst það skrítið en skemmtilegt. Svo kom unglistarhátíóin sjálf Miðvikudagurinn fór í undir- búning, þau röðuðu upp í félagsheimilinu fyrir opnun- arhátíðina, settu stomptunnur hjá Nytjamarkaðnum og gerðu vigtarskúrssjoppuna tilbúna. Einnig gerðu þau skilti fyrir harmonikkubattlið og voru dugleg að finna til og hjálpa með það sem þurfti fyrir kvöldið. Á fimmtudeginum fóru nokkrir í leiki á Mjólkur- stöðvartúninu og komu með leiki frá sínum heimalöndum, á meðan aðrir gerðu félags- heimilið klárt fyrir breikdans- námskeið og heimsmeistara- mótið í Kleppara. Gunnhildur tók að sér að kenna þeim Kleppara svo þau gætu átt möguleika á að keppa á móti heimsmeisturunum. Föstudeginum var eytt f undirbúning fyrir fyrirtækja- keppnina, þurfti að redda þrautum, stórum púslum og verkefnum sem þurfti að leysa. Þetta var mjög vel gert og voru þau orðin spennt fyrir næsta degi til að sjá hvernig allt hefði nú heppnast. Seinnipart dagsins fóru þau í Borgarvirki, þar sem þau settu upp tjald, friðarkerti, hljóðkerfi, skilti og fleira. Það rigndi af og til og ekki var ofhlýtt, en Gunnhildur sá við því og bauð þeim heim Pawel (Póllandi), Asier (Spáni), Kira (Mkstjóri, Pýskalandi), Aitor (Spáni), Paulina (Póllandi) ítienne (Frakklandi), Olivier (Belgiu), Héléne (Frakklandi), Karoline (Tjékkóslovakíu), Diego (Spáni), Philipp (Þýskalandi). til foreldra sinna á Stóru-Borg í súpu og brauð. Á tónleikunum um kvöldið skenktu þau heitu kakói handa gestum og hjálpuðu til við frágang og gekk allt mjög vel. Um kvöldið sátu þau á tónleikum Kimi Records á Café Sirop. Á laugardeginum komu þau hoppköstulunum fyrir og sáu um allan undirbúning að sápuboltanum, einnig grilluðu þau pylsur handa gestum og gangandi og sáu um að gefa gos, mála börn í framan, sáu um gæslu á hoppuköstulunum og margt fleira. Fyrirtækja- keppnin gekk vel og fannst Veraldarvinum þetta vera mj ög skemmtilegt og voru vonum framar hvað allt hefði gengið vel. Við tók svo undirbúningur sem gekk vel, því stefnan var tekin á ball um kvöldið með Skítamóral! Fannst þeim stemningin á ekta sveitaballi vera einstök og sérlega skemmtileg. Þau lögðu svo land undir fót á sunnudegi. Á sunnu- daginn stendur líka til að telja seli í samvinnu við Selasetur Islands. Húnaþing vestra bauð þeim á mánadaginn í ferð á hestbak á Gauksmýri. Fyrir nokka var það fyrsti ferð á hestbak og þótti þeim það mjög gaman. Siðasta verkefnið á Hvammstanga var að hreinsa gluggana á grunnskólanum að utan, mála leiki á malbikið fyrir utan og hreinsa grunnskólann þar sem þau höfðu gist. Á þriðjudeginum voru allir farnir. Við kunnum öllum þeim sem að heimsókn þeirra komu, okkar bestu þakkir. Birgit Kositzke Björn Þorgrímsson Brynja Bjarnadóttir Byggðarsafnið íþróttamiðstöð Húnaþings vestra Daníei Geir Sigurðsson Önnu og Villa, foreldrum Gunnhildar Gudrun M.H. Kloes Gunnhiidur Vilhjálmsdóttir Grunnskóii Húnaþings vestra Heimamenn á Ánastöðum Helga Hinriksdóttir Ingibjörg Jóna Gestsdóttir Kathrin Martha Schmitt Laura Ann Howser Matthildur Hjálmarsdóttir Prjónastofan (Kidka ehf) Selasetur Sigurður Grétar Sigurðsson SigurðurHólm Arnarsson og öllum þeirsem lögðu hönd á þlóg, bæði sem komu að unglistarhátíðinni og sem gerðu heimsókn Veraldan/ina eftirminnilega. Karnivalstemning á lokadegi Sumar T.Í.M. Hoppkastalar og furoubúningar Það var líf og fjör þegar Sumar T.Í.M. sló upp Karnival - fjölskylduveislu til þess að fagna sumar- lokum þetta árið. Börnin mættu mörg hver í sinum uppáhalds búningum auk þess sem þeim var boðið upp á andlitsmálningu. Boðið var upp á grillaðar pylsur tú þess að byrja með en síðan hélt hersingin á Flæðarnar þar sem börnin fengu að leika sér í hoppköstulum og öðrum uppblásnum leiktækjum. Krakkamir fengu flotta andlitsmálningu. Brjálæðislegt fjör ikastaianum. Þessir voru ánægðir með Sumar T.Í.M. Snæbjön eða Diljá segir Konráði eitthvað stórmerkilegt. Hann er á svipinn alveg eins og hann sé að reyna að átta sig á þvíhvor tvíburinn þetta sé.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.