Feykir


Feykir - 13.08.2009, Side 5

Feykir - 13.08.2009, Side 5
29/2009 Feykir 5 AÐSEND GREIN Frá félögum á Sturlungaslóð Agætu Blöndhlíðingar, aðrir Skagfirðingar og nærsveitamenn AÐSEND GREIN Bjarni Guðleifsson skrifar I slóð Jónasar Hallgríms- sonar yfir NyjabæjarQall 170 árum siðar Einhverjir hafa rekið augun í það nýlega að búið er að setja upp vegvfsi fyrir Haugsnes við vegamótin á hringveginum og Út- Blönduhiíðarveginum. Vísa skiltin til norðurs og er vegfarendum beint inn á afleggjarana hjá Syðstu- Grund, eða Djúpdal. Vaknað hefur sá orðrómur að nú sé búið að færa Haugsnesið að geðþótta einhverra sérvitringa. Eldra skiltið við suðurenda brúarinnar yfir Djúpadalsá, þar sem á stendur líka Haugsnes, verður þar áfram, en eins og flestir vita er ekki ætlast til að fólk gangi á Haugsnesið þeim megin frá. Sannleikurinn er sá að félagið Á Sturlungaslóð hefur fengið leyfi landeigenda á Syðstu-Grund að leyfa gestum að ganga frá bílaplani hjá þeim upp gamlar götur upp á grundirnar fyrir norðan Haugsnes, utan ár. Á bílastæðinu á Syðstu-Grund verður sett upp skilti þar sem Haugsnesbardagi árið 1246 verður útskýrður og jafnframt sýnt hvar Haugsnesið sjálft er. Þá eru áform um að setja göngubrú á ána svo fólk geti gengið yfir á Haugsnesið, a.m.k. yfir sumartímann. Stutt frá bílaplani á Grund hefur verið komið fyrir róðukrossi, sem er krossmark með Kristslíkneski, eins og sett var upp á Róðugrund, til minningar um Brand Kol- beinsson höfðingja Ásbirn- inga sem féU í bardaganum, en þar með féll veldi þeirra í Skagafirði. Listamaðurinn Jón Adólf Steinólfsson smíðaði krossinn og heimfólk og Sturlungaslóðarfélagar, undir stjórn Helga Sigurðssonar, hlóðu utan um steinstöpul sem undir krossinum stendur. Ofar við gönguleiðina er Sigurður Hansen að koma fyrir grjótliðum sem eiga að tákna þátttakendur í þessum mannskæðasta bardaga íslandssögunnar. Mörg hundruð grjóthnuUungum verður komið fyrir og á hver að tákna mann á vígvellinum. Sagan segir að bardaginn hafi farið fram við Haugsnesið, ekki nákvæmlega hvar, en áin rann út og niður fýrir ofan þar sem Sigurður er að setja bardagann á svið á þennan sjónræna, spennandi hátt. Dagskrá í tali og tónum verður við róðukrossinn kl. 13:30 laugardaginn 15. ágúst, sem er stærsti viðburðadagur sumarsins hjá félaginu. Margt fleira er á boðstólnum Á Sturlungaslóð þann daginn. Við vonum að fólk taki þessa leið að Haugsnesinu í sátt og að sem flestir geti notið dagsins með okkur. FélagarÁ Sturlungaslóð Feróafélag Skagfirðinga og Feróafélagió Hörgur gengust sameiginlega fyrir göngu yfir Nýjabæjarfjall. Var gengið frá Skatastöðum í Austurdal í Skagafírði yfir í Villingadal í Eyjafirði iaugardaginn 25. júlí og tók ferðin 14 b'ma. Leiðsögumenn voru Ágúst Guðmundsson og Bjarni E. Guðleifsson. Þátttakendur voru 38 talsins og komust færri að en vildu. Gengið var úr 240 metra hæð og hæst farið í nærri 1170 metra hæð og var þessi leið talin með hæstu fjallvegum landsins fyrr á öldum. Við Skatastaði var farið á kláf austur yfir Jökulsá og síðan gengið fram að Tinnárseli, inn Tinnárdal og upp Illagil á hásléttuna. Þar hófst löng ganga á stórgrýttu landi þar sem voru snjóskaflar í lægðum og sums staðar þurfti að vaða læki. Var stefna tekin á botn Svardals, sem er afdalur Villingadals, farið þar niður brattan dalbotninn og gengið heim að bænum Villingadal. Daginn fyrir ferðina snjóaði víða í fjöll og var örvænt um að skynsamlegt væri að fara þessa ferð. Hins vegar reyndist hið ágætasta veður þarna á öræfunum, logn allann daginn, og má segja að veðurguðirnir hafi sýnt á sér allar hliðar, stuttan tíma í senn; regn, hundslappadrífa, haglél, þoka og ekld síst glampandi sólskin, allt í logni. Göngunni veður kannski best lýst þannig að dalirnir voru afar fagrir og góðursælir, en á Nýjabæjarfjalli var afskaplega auðnarlegt og seingengið stórgrýti. Jónas Hallgrímsson lenti í hrakningum á þessari leið 20. ágúst 1839 og komst nær dauða en lífi til Eyjafjarðar. Var hann að leita að nýtanlegum brúnkolum í Illagili. Er talið að sviplegur dauðdagi hans eftir fótbrot í Kaupmannahöfn sex árum síðar sé að einhverju leyti afleiðing þeirra meina sem hann bar eftir hrakningana á Nýjabæjarfjalli. í ferðinni kynnti Bjarni E. Guðleifsson ævi og störf Jónasar, einkum þessa afdrifaríku ferð yfir Nýjabæjarfjall. Nú vita þátttakendur í göngunni hve auðvelt er að villast á þessu kennileitalausa og víðáttu- mikla hálendi. Hugleiðingar í ferðinni um hrakninga Jónasar vöktu nokkrar spurn- ingar. Bjarni Guðleifsson náttúrufrœðingur á Möðruvöllum Frá ferö á Sturlungaslóð fyrr i sumar. ( ÁSKORENDAPENNINN ) wmummmmmmmmm Hrafnhildur Marteinsdóttir skrifar Grænland góóur kostur Ósköp líður sumarið alltaf hratt. Mér finnst það rétt byrjað en allt í einu er berjatínsla hafin, sem þýðir aðeins eitt - haustið er á næsta leyti. En þá getur mann aftur farið að hiakka til næsta sumars. Svona gengur þetta. En íslensku sumrin eru samt nokkuð löng miðað við þau grænlensku. í kringum aldamótin bjó ég í fimm ár á Vesturströnd Grænlands. Þar leysti snjóa seint á vorin og haustið var styttra en maður átti að venjast og veturinn skall hrattá. En sumrin voru oft sólrík og hlý. Sumarfríið varsvo notað til að slappa af og breyta gjarnan aðeins um umhverfi. Þá var annaðhvort fiogið eða siglt af stað. Ekki var hægt að keyra af stað enda engir vegir milli grænlenskra bæja. Það er því algengt að fjölskyldur eigi bát sem notaður er til ferðalaga og veiðiferða. Bílaeign er því ekki eins algeng og hérá landi og bílalán nánastóþekkt fyrirbæri. Annars voru veturnir eftirminnilegri, enda lengri og meiri áskorun. Það þýddi ekkert annað en að bera virðingu fyrir náttúrunni og veðráttunni. Ég sá líka að fólk, og þá meina ég allir aldurshópar, klæða sig mjög vel í frostinu. Það sést enginn labba um á gallabuxum í frosti (ekki nema það sé Islendingur nýkominn til landins). Ég hélt að á þessu væru undantekningar, eins og þegar farið er í sparifötunum á árshátíð og slíkt en svo er nú aldeilis ekki. Þá fara konur bara í snjóbuxur yfir pilsið, setja hælaskóna í poka og arka af stað í kuldaskónum út á lífið. Hérá Islandi er sumar- fríi flestra að Ijúka og sú spá gekk eftir að landinn einbeitti sér að ferðalögum innanlands. Ætli næsta sumar verði ekki svipað, fólk mun ferðast um fallega landið sitt, sem er hið besta mál. En mig langar að koma með þá tillögu að næst þegar hugað verður að utanlandsferð verði nágrannaland okkar Grænland skoðað sem sterkur möguleiki. Þarer einstök náttúrufegurð, framandi menning og gestrisið fólk. Þar er hægt að slappa af í fallegu umhverfi, veiða, fara í gönguferðir, skoða bæi og byggðir, sigla um og margt fleira. Grænland er víðáttumikið land og landshlutar þess afar ólíkir. Best væri því að kynna sér hina ólíku landshluta og byrja strax að safna 1 fyrir ævintýraferð fjölskyldunnar. Grænlendingar eru svolítið gjamir á það eins og við að fara til heitra landa fari þeir í sumarfri eriendis, ef þeir fara þá ekki til Danmerkur. En égveit að þeir Grænlendingar sem hafa breytt út af vananum og farið til íslands í sumarfrönu sínu hafa orðið heillaðir af íslandi, náttúrufegurðinni og menningunni. Égveit að íslendingar verða flestir jafnheillaðir sæki þeirGrænland heim. Gestristni er mikil og ferðafólki mjög vel tekið. í lokin langar mig að skila góðri kveðju til Blönduóss en þaðan fluttum við fjölskyldan fyrir nokkrum dögum síðan og leitum nú á vit nýrra ævintýrra á Norðurlandi eystra. Ég skora á Ólöfu Birnu Björnsdóttur, bóndakonu og verkefnisstjóra hjá Félagsþjónustu A-Hún að taka við pennanum góða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.