Feykir


Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 13.08.2009, Blaðsíða 11
29/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Sirrý og Kristján kokka Veisla fyrir bragölaukana Sigríður Svavarsdóttir og Kristján Bjarni Halldórsson eru matgæðingar Feykis að þessu sinni og bjóða þau upp á uppskriftir sem fá munnvatnið hreinlega á fleygi ferð. Þau skora á Margréti Helgu Hallsdóttir, dóttur Sigríðar og hennar ektamaka, körfuboltagúrúinn Helga Frey Margeirsson. FORRÉTTUR Humar í skel á melónubeði FYRIR 4 400 gr. stór humar í skel 50gr. hvítlauks smurostur 70 gr. smjör 2 stk. hvítlauksgeirar, fíntsaxaðir Safi úr hálfri sítrónu Fínt söxuð steinselja (ca 4 stönglar) Saltogpipar Kljúfið humarinn háljfrosinn eftir endilöngu og fiarlægið svörtu röndina (görnina). Brœðið saman ost og smjör og bœtið hvítlauk, steinselju, kryddi og sítrónusafa saman við. Hrœrið vel saman. Þekið humarinn með ostabráðinni. Setjið undir grill í ofni í 4-5 mínútur eða þar til humarkjötið losnar aðeins frá skelinni. Einnig er hcegt að setja humarinn á útigrillið. Berið fram með hvítlauksbrauði ogmelónusalati. Melónusalat: ‘A rauðlaukur 1 lime (safi) 1 krukkafetaostur í kryddolíu (ekki olían) Fersk steinselja, ca. 1 dl. 1 -2 bátar vatnsmelóna Gott er að láta rauðlaukinn liggja í lime safanum í 1 klst. AÐALRÉTTUR Úrbeinaður lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, basiltku ogfuruhnetum FYRIR 4 1 lambahryggur Salt Nýmalaður pipar 6 sólþurrkaðir tómatar 20 basilíkublöð 20fetaostteningar 2 msk.furuhnetur Úrbeinið hrygginn ( Skerið fyrst lundimar undan hryggnum. Losið svo kjötið í heilu lagi ofan af hryggnum: Skerið með rijjunum og upp með hryggjarsúlunni og endurtakið hinum megin. Skerið rétt upp við beinið og losið kjötið frá. Skerið loks megnið affitunni burt og losið herðablaðiðfrá.) Kryddið með salti ogpipar ogsetjið helminginn af fyllingunni á kjötið, eftir miðjunni. Leggið lundirnar á fyllinguna og setjið afganginn af fyllingunni á lundirnar. Vefjið upp og mótið rúllu. Vefjið seglgarni (sláturgarni) utan um rúlluna og festið endana vel. Kryddið með salti og pipar og bakið við 180°C í30-35 mín. Með þessu er gott að hafa sveppasósu, ferskt grcenmeti og ofnbakaðar kartöflur. Kartöfluuppskrift: 800gr. kartöflur, skornar í báta eða sneiðar 400 gr. scetar kartöflur í bátum eða sneiðum 1 krukkafeta-ostur (olían með) Timían stráðyfir. Bakað í ofni í 40 mín við 180°C EFTIRRÉTTUR: Fersk ogfljótleg ostakaka Botn: 120 gr. smjör, brcett 1 kexpakki frá McVites, venjulegt Brceðið smjör ípotti og myljið kexið saman við. Hitið saman og hrcerið íþar til allt hefur samlagast. Látið blönduna í eldfast mót og bakið við 180°C í 7 mín. Fylling: 400 gr. rjómaostur, við stofuhita 1 lítil dós KEA-skyr með vanillubragði 2 ‘A dl. rjómi, þeyttur 1 dl. sykur 2 msk. sítrónusafi Hrœrið allt vel saman þar til fyllingin er orðin mjúk og vel samlöguð. Smyrjiðhennijafntofan á kökubotninn, breiðið plastfilmu yfir ogfrystið. Ofan á: Takið kökuna út u.þ.b. 3 klst. áður en hún er borin fram. Smyrjið bláberjasultu yfir og dreifið skagfirskum bláberjum þar ofan á. Verði ykkur aðgóðu! IÞROTTAFRETTIR 2. deildin í knattspyrnu Tindastóll og Hvöt unnu bæði Sparisjóður Húnaþings ogStranda_ Krakkarnir í GSS að standa sig vel Tindastóll sigraði Hött á heimavelli á þriðjudag en á sama tíma sigraði Hvöt Magna á útivelli, en þessi úrslit urðu til þess að senda Magna frá Grenivík í failsæti það sem Tindastóll hefur vermt undanfarnar vikur. laugardaginn en þá tekur Hvöt á móti toppliði Gróttu á Blönduósvelli en Tindastólsmenn halda vestur á Ísaíjörð þar sem þeir mæta BÍ/ Bolungavík. Staðan í deildinni eftir 16. umferðir er því svona: Þriðja mótið í Norðurlands- mótaröð barna og unglinga fór fram miðvikudaginn 5. ágúst á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði. Golfklúbbur Sauðárkróks átti nokkra keppendur á mótinu og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma. Keppendur frá GSS mættu í roki og rigningu til Ólafsíjarðar kl 8 um morguninn. Okkar fólk stóð sig með sóma að venju og lét kuldalegt veður í morgunsárið ekki hafa of mikil áhrif á sig, enda batnaði veðrið um hádegið og var komin blíða um kvöldið. GSS keppendur náðu ágætis árangi og var hann helstur sem að hér segir. Arnar Geir Hjartarson varð í þriðja sæti í aldursflokki 14- 16 ára og Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð sömuleiðis í þriðj a sæti í sama aldursflokki stúlkna. Munaði aðeins einu höggi á 1-3 sæti í flokki stúlknanna. í flokki 11 ára og yngri drengja sigraði Elvar Ingi Hjartarsson með yfirburðum og sömuleiðis sigraði Matthildur Guðnadóttir með yfirburðum í sama flokki stúlkna. í byrjandaflokki drengja varð Hlynur Freyr Einarsson í öðru sæti og Pálmi Þórsson í þriðja sæti. Að auki fékk Aldís Ósk Unnarsdóttir verðlaun fyrir vippkeppni í flokki stúlkna 12-14 ára og Matthildur Guðnadóttir fékklíka verðlaun fyrir vipp í flokki 11 ára og yngri. Alls mættu 13 keppendur frá GSS á mótið sem fór vel fram og var Golfklúbbi Ólafsfjarðar til sóma. Heildarfjöldi þátttakenda í mótinu var um 90. Bæði liðin eiga leik á Staðan jLeikir og úrslit (Markahæstir Lið [~L~j U j T Mörk mun Stig 1. Grótta 16 9 4 Li 38-20 +18 j" 31 2. Reynir S. 16 10 1 5. 41-30 +11 31 3. Njarðvfk 16 8 5 É 32-17 +15 29 4. BÍ/Bolungarvík 16 6 6 4 : 33-28 ♦5 24 5. Hvöt JL. H 3 [L 39-35 +4 24 6. Höttur 16 5 5 6 24-22 +2 20 7. KS/Leiftur 16 5 J 6 29-29 0 20 8. IH/HV 16 5 [5 6 22-30 •8 20 9. Víöír 16 4 6 6 20-27 •7 18 10. Tlndastóll 16 4 5 7 16-25 •9 17 11. Magnl 16 5 1 10 26-33 •7 16 12. Hamar 16 3 4 9 18-42 -24 13 Frjálsar íþróttir Ragnar Frosti góður ásænska meistara- mótinu Ragnar Frosti Frostason UMSS keppti á sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum í Malmö um helgina. Hann náði sínum besta árangri á árinu í 400m hlaupi og var nálægt því að komast í úrslit. Ragnar Frosti hljóp í undanrásum á49,52sek og átti níunda besta tímann, en átta hlupu til úrslita. Sigurvegari í úrslitahlaupinu var Nil de Olivera sem hljóp á 46,76sek

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.