Feykir


Feykir - 03.12.2009, Síða 9

Feykir - 03.12.2009, Síða 9
45/2009 Feykir 9 0 hópur Heilbrigóisstofnunarinnar á Sauóárkróki skoraói skemmtilega á leióbeinendur sína Lauflétt áskorun Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki hefur síðustu vikur haldið úti sárstöku prógrammi fyrir fólk í yfirþyngd. Prógrammið spannar yfir 5 vikur þar sem farið er yfir mataræði, hreyfmgu og hópurinn aðstoðaður við að breyta um lífsstíl. Eftir þessar fimm vikur tekur síðan við 2 ára eftirfylgni. Nú þegar hafa tveir hópar klárað fimm vikna prógrammið með góðum árangri. í lok þessara fimm vikna skoraði hópurinn á sjúkraþjálfarana á stofnuninni að fara upp tröppurnar frá íþróttahúsi og upp að Nöfum með 30 aukakíló utan á sér. Það er skemmst frá þvi að segja að sjúkraþjálfararnir urðu við áskoruninni og það sem meira er höfuð það upp tröppurnar sem þó eru að verða það illa farnar að þær eru nánast orðnar hættulegar. -Það er alveg synd hvað þessar tröppur eru illa farnar því við vitum að ferðamenn sem dvelja á Hótel Áningu nota þær mikið á sumrin. Næsta áskorun okkar er því á sveitarstjórnina þess efnis að laga tröppurnar, segja fulltrúar hópsins. Undirbúningur hafinn - verið að hlaða hlassinu á. Trappa 101 og enn bros. Sigurinn unninn, á toppnum! ( MITT LIÐ ) Hallbjöm ásamt sonum sínum Hlynir, Reyni Smára og Birki. Líkt og margir þá fyrirlít ég KR Nafn: Hallbjörn Bjömsson. Heimili: Brekkutúni 2, Sauðárkróki. Starf:: Vinn hjá Capacent Ráðgjöf með starfsheitið rekstrarráðgjafi. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Ég tel mig tii Newcastle United aðdáenda með mikiu stolti. Ástæðan er líklega sú að þegar ég byrjaði að fylgjast almennilega með enska boltanum í kringum 1996-7 þá höfðaði til mín þetta hálfgerða „sveita" lið úr norðurhluta Englands með mikla sögu, gott gengi, skemmblegan bolta og klikkaða stuðningsmenn. Ég verð samt að viðurkenna að það tók nokkum b'ma að venjast búningunum þar sem þeim svipar óhemju til KR búninga, en líkt og margir þá fyrirlít ég KR. Reyndarsagði mérgamall KR-ingur fyrir nokkm að þegar KR valdi sér búning í fyrsta skipti (fyrir langa, langa löngu), þá leituðu þeir eftir búningum frá Englandi og fengu þá Newcastle búninga en á þeim tíma var Newcastle að berjast á toppnum. Ekki veit ég hvort sagan er rétt en ef svo þá eru KR-ingar ótýndir þjófar ofan á allt annað. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Auðvitað hefur maður lent í deilum eins og gengur en alltaf á rólegu nótunum þar sem ég er mjög umburðariindur. Reyndar hefur það verið svo undan farin ár að maður hefur því miður orðið meira var við vorkun frá félögunum þar sem gengi míns félags á vellinum hefur ekki verið með besta móti. Það fer mun verr í mig heldur en nokkrar deilur. Hver er uppáhalds leikmaðurinn fyrr og síðar? Af Newcastle-mönnum þá það Alan Sharer sem kemur fyrst upp. Það er löng hefð fyrir hetjudýrkun á framherjum hjá Newcastle og ég fer ekki að bijóta hana. Reyndar kemur annar einnig upp í hugan og það er Peter Beardsley sem ég hélt mikið upp á á mínum yngri ámm. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei, því miður hefur ekki orðið af því ennþá en þetta erspuming um hvenær það verður, ekki hvort. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Ekki er mikið um slíkt. Ég á eina forláta treyju sem ég varð mér úti um og ég flagga henni helst þegar illa gengur til að sýna móralskan stuðning, enda hef ég verið töluvert í henni undanfarið. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Mjög illa. Ég á þrjá syni og tveir eldri hafa frekar fýlgt fjöldanum heldur en ráðum föður síns og em harðir Man Utd aðdáendur. Það hefur síðan verið hörð barátta um þann yngsta sem er að verða þriggja ára en þar virðist ég einnig ætla að verða undir. Konan er algjörlega hlutlaus og sér um að stilla til friðar þegar heitt er í kolunum. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Allir eiga einhversstaðar skugga- lega fortíð og verð ég að svara þessu játandi. Það rekégeingöngu til bemskubreka. Uppáhalds málsháttur? Hlustaðu hundrað sinnum, hugsaðu þúsund sinnum, talaðu einu sinni. Spurning frá Dodda málara. - Hvar er Newcastle? Eftir að hafa farið í gegnum mjög svo stormasamt b'mabil á síðasta ári ekki síður utan vallar en innan þá er verið að safna vopnum og endurskipuleggja liðið. Það gengur mjög vel og Newcastle mun verða í baráttu um Evrópusæb á næsta ári, ekki spuming. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Magnús Thorlacius Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Er ekki pottþétt að Arsenal verður í titilbaráttunni í vor?

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.