Feykir


Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 2
2 Feykir 46/2009 Húnaþing vestra_____ Stofnfjáreigendur stofna samtök Húnaþing vestra_____ Nýtt félag fékk nafnið Spes Stofnfundur Sarrrtaka stofn- fjáreigenda í fyrrum Spari- sjóði Húnaþings og Stranda var haldinn á Staðarflöt á mánudagskvöldið. Það var áhugahópur um stöðu stofnfjáreigenda í sparisjóðnum fyrrverandi sem boðaði til fundarins og var hann vel sóttur. Milli 50 og 60 manns komu til fundarins og aðsögnReimarsMarteinssonar formanns félagsins eru allir samstíga í málinu. -Nú fer af stað vinna hjá nýkjörinni stjórn að finna flöt á þeim vanda sem félagsmenn eiga í, segir Reimar en eins og kunnugt er þá lentu margir í skuldaíjötrum við stofnfjár- aukningu þegar Sparisjóður Húnaþings og Stranda sam- einaðist Sparisjóði Keflavíkur. -Það er ljóst að Sparisjóðurinn stendur illa og framtið hans ræðst af því hvað stjórnvöld vilja aðhafast í málinu og komi að fjármögnun sjóðsins, segir Reimar. Stjórn hins nýja félags er skipuð eftirfarandi mönnum: Reimar Marteinsson, Jón Óskar Pétursson, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Ragnar Pálmason og Skúli Þórðarson. Eins og kunnugt er hefur verið starfræktur sveitamarkaður í sumar í húsnæði Grettistaks á Laugarbakka. Viðtökur voru vonum framar, og varlega áætlað komu um 6.000 gestir á markaðinn og leikvanginn við Grettisból. Söluaðilar hafa verið um fimmtíu og í boði var handverk og heimaframleidd matvæli með áherslu á héraðið og sögu. Söluaðilar gengu um í stíl- færðum víkingabúningum og allt yfirbragð var frekar hrátt og náttúrutengd, með rekaviði, greinum, villigróðri og Grettistökum og gærum til að hvílast á. Samstarfsaðilar markaðarins voru Grettistak ses, Ferðamálafélag V-Hún, Félag slökkviliðsmanna í Skagafirði fagnaði á þriðjudag fimmtán ára afmæli sínu með veislu og hát'ðarhöldum í Slökkvi- stöðinni á Sauðárkróki. Af tilefni þessara tímamóta sendi félagið bréf og skoraði á sveitarstjórn Sv.fél. Skagaijarðar að taka sig á í umferðar og öryggismálum á Sauðárkróki. Bréfið er svohljóðandi: Hestamannafélögin Léttfeti og Sb'gandi óska eftir þvf við Svf. Skagafjörö að fá styrk að upphæð 1.500 þús. kr. til uppbyggingar reiðvegar á milli Sauðárkróks og Varmahlfðar. Unnið hefur verið að því á liðnum árum að leggja reiðveg á milli þessara staða og eru nú nokkrir kaflar á leiðinni þar sem hann er í lagi en fjármagn ekki verið fyrir hendi til að klára verkefnið. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi byggðarráðs og þar viðraði Páll Dagbjartsson þá skoðun sína að ástand reið- vegamála í Skagafirði er og hafi verið Skagfirðingum til vansa um langt skeið og sagði að umhverfis- og samgöngu- nefnd hafi ekki aðhafst nokkuð Verslunarminjasafnið Bardúsa og Laugarbakkinn sögusetur. Mánudaginn 23. nóv. var haldinn stofnfundur áhuga- fólks um sögutengdan markað á Laugarbakka. Fundurinn fór fram í Grettisbóli sem tákn um gott samstarf markaðsaðila og Grettistaks. Alls mættu 16 manns á stofnfundinn og gengu 15 þeirra í félagið, auk þriggja í viðbót sem áttu ekki heimangengt þennan dag. Hlaut félagið nafnið Spes. Eftir mjög góða reynslu af sveitarmarkaði s.l. sumar er stefnt að áframhaldandi starfsemi sumarið 2010. Með tilkomu Spes verði auðveldara að samræma markaðinn og starfsemi í Grettisbóli og á svæðinu í kring. Sveitarstjórn Skagajjarðar. í tilefni af 15 ára afmœli Félags slökkviliðsmanna í Skagafirði, skorum við á sveitarstjórnina að fylgja efiir, eins hratt og unnt er, ákvörðun sem er í nýju deiliskipulagi um að taka niður hámarkshraða í húsagötum, niður í 30 km/klst. Við teljum þetta eitt það brýnasta málefnið til að bceta umferðaröryggi í Skagafirði. varðandi reiðvegamál í héraði. Einnig taldi Páll að skipulags- og byggingarnefnd hafi brugðist í því efni að taka með ábyrgum hætti á þessu verkefni við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Lagði hann til að sveitafélagið verði við erindinu og geri ráð fyrir fjármunum vegna þess í fjárhagsáætlun ársins 2010 Þórdís Friðbjörnsdóttir mótmælti harðlega orðum Páls um vinnubrögð umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli og vísaði til vinnu við aðal- skipulag þar sem reiðvegamálin eru til meðhöndlunar. Meirihluti byggðarráðs samþykkti að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið. Húnavatnshreppur Óbreytt útsvar Hreppsnefnd Húnavatns- hrepps hefur ákveðið að halda óbreyttri útsvars- prósentu fyrir árið 2010 eða 13;28%. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að innheimta leikskóla- gjöld umfram fjögurra b'ma vistun á dag. Var sveitarstjóra falið að gera tillögur að gjaldskrá fyrir leikskóla. Þá er ráðgert að niðurgreiða að hluta hráefniskostnað í mötuneyti vegna grunnskóla- og leik- skólanema. Skagafjördur______ Skemmdar- vargar á ferð Lögregtan hafði samband við Feyki en tvær undanfarnar helgar hafa verið unnin skemmdar- verk á Ijósakrossinum á Nöfunum auk þess sem ártalið sem prýðir Nafírnar hefur verið tekið úr sambandi í tvígang. Að sögn lögreglu eru skemmdarverkin af því taginu að þau séu ekki á færi barna og því ljóst að fullorðið fólk fari um bæinn og skemmi jólaskreytingar. Biður lögregla þá sem hafi einhverja vitneskju um verknaðinn að hafa sam- band. Blönduós____________ Lúsíuhátíð Samkórinn Björk heldur Lúsíuháb'ð og jólatón- leika sunnudaginn 13. des nk. í Félagsheimilinu Blönduósi kl. 18. Þórhallur Barðason og Elínborg Sigurgeirsdóttir stjórna og annast undirleik. Aðgangseyrir er kr. 1500- fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri og innifalið er Lúsíukaffi. Fólk er kvatt til að fýlla húsið og njóta skemmt- unarinnar. Menningarráð Norðurlands vestra styrkir hátíðina Leiðari Hvað þarftil þess að á okkur verði hlustað? Félag slökkviliðsmanna í Skagafirði hélt í vikunni upp á 15 ára afmælifélagsins. Að því tilefni sendifélagið Sveitarfélaginu Skagafirði ályktun þarsem fram kemur að félagið telji afar brýnt að umferðahraði í íbúagötum verði lækkaður niður í 30 km. hámarkshraða. Segir i ályktuninni aðþama teljiþeir vera á ferðþað mál sem hvað mest liggi á að kippa í liðinn. Ganga þeir þar með til liðs við ófáa foreldra auk lögreglu sem hafa undanfarin ár bent á hið sama. Árskóli við Freyjugötu er umkringdur umferðagötum, allt í kringum skólann má aka á 50 km hraða. Þarfara um einhver hundruð böm á hverjum degi. Iþröngri Raftahlíðinni þar sem böm erujafnan að leik má löglega keyra á 50 km hraða. Svona gæti ég haldið áfram. Á Flvammstanga hefur verið tekið á þessum málum og er það vel. Ég tek undir áskoranir og undirskriftir á Sveitarfélagið Skagafjörð og skora á núverandi meirihluta að gera nú loksins eitthvað íþessu aðkallandi máli eða þarfað koma til slys svo á okkur ibúana verði hlustað? En svo ég endiþennan pistil á aðeinsjákvæðari nótum langar mig aðþakka þeimjjölmörgu slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem allan sólahringinn standa vaktina fyrir okkur hin. Þessir menn sjá og upplifa í starfi sínu erfiða hluti en láta aldrei bugast heldur taka hlýlega í hönd sjúklings eða aðstandenda og em þeim stoð og stytta á erfiðum tímum. Fyrirþaðfáum við hin seintfull þakkað. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablad á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykir Útgefandi: Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Áskriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir 275 krónur hvert tölublað Borgarflöt 1 Sauðárkróki feykir@nyprent.is © 455 7176 með vsk. Póstfang Feykis: Blaðamenn: Lausasöluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson 325 krónur með vsk. palli@nyprent.is © 8619842 Áskrift og dreifing Blaðstjórn: Óli Arnar Brynjarsson Arni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprent ehf. Áskell Heiðar Ásgeirsson, Lausapenni: Sími 455 7171 Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Nýprent ehf. Skagafjörður Slökkviliðsmenn vilja 30 km hámarkshraða Skagafjörður Tekist á um reiðveg

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.