Feykir


Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 6
6 Feykir 46/2009 Jóhann Már Jóhannsson gefur út hljómdisk Hvert sem ég fer Jóhann Már é hlaðinu ÍKeflavik. Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Keflavík í Hegranesi stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann er að gefa út hljómdisk sem hann syngur inn á og er sjálfur útgefandi og sölumaður. Jóhann ræddi um tilurð disksins og vinnuna í kringum útgáfuna og segir sögu trillunnar sem hann smíðaði í bílskúrnum og stendur nú á hlaðinu á Keflavík. -Þessi diskur má segja er sá fjórði í röðinni en í gamla daga söng ég inn á tvær vinylplötur sem ég gaf út og þóttist vera ágætur með það, hélt ég væri búinn að fullnægja þörfum mínum á því sviði en ég fékk tækifæri til að gera disk árið 2004 mér að kostnaðarlausu og þáði það með þökkum, segir Jóhann en hann hafði hugsað sér að hafa það síðasta diskinn en hann gekk mjög vel og hefur selst í tæpum sex þúsund eintökum. Þó salan hafi náð þessari tölu segist Jóhann ekki hafa fengið afhenta neina gullplötu en það fá þeir sem náð hafa fimmþúsund seldum eintökum. En Jóhann er ánægður með viðtökurnar á þeim diski og segir að það hafi ldtlað hann að fylgja þeirri velgengni eftir og ákvað þvi að halda áfram og gefa út annan disk. -Þegar þetta fór að söngla inn í mér að gefa út annan disk hafði ég samband við Magnús Kjartansson sem tók upp fyrri diskinn og við gerðum kompaní um þetta og nú erum við búnir að vera í þrjú ár að vinna í þessu. Við vorum eldd með nein tímamörk heldur höfum verið að nudda í þessu smátt og smátt en mestmegnis nú í sumar. Svo er bara komið að þvi, diskurinn er kominn út, segir Jóhann en hann sér sjálfur um útgáfu og dreifingu disksins sem ber heitið Hvert sem ég fer og er það fengið úr texta titillagsins. -Lagið heitir Vals moderato og er eftir Magnús Pétursson en textinn byrjar á þessum orðum, hvert sem ég fer. Ég veit svo sem ekki af hverju mér datt þetta í hug en myndin framan á dislcnum er af mér með Akureyri í baksýn og það getur verið tilvísun í það að hvert sem maður fer þá eru ræturnar alltaf á æskustöðvunum þó maður hafi búið hér mun lengur en á Alcureyri, segir Jóhann en í Skagafjörðinn flutti hann ásamt fjölskyldu 1976. Lögin á dislcnum eru alls þrettán og aðspurður hvernig lögin hefðu valist segist Jóhann hafa farið yfir þau lög sem hann hafi sungið á skemmtunum í gegnum árin og sett þau á lista og farið í að prufa og skoða en listinn tók stöðugum breytingum og á endanum hafi farið svo að fá lög af þeim lista hafi ratað á diskinn. -Þetta smá breyttist. Meðal annars fékk ég ný lög sem eru frumflutt og einnig eru erlend lög þar sem gerðir voru textar fýrir mig þannig að þetta er svipað og með hinn diskinn. Eitt lagið kom til vegna þess að nóttina fyrir þriggja ára afmælisdag dóttursonar míns, sem heitir raunar Jóhann Már Jóhannssonar, vorum við á ferð í sjúkrabíl frá Selfossi til Reykjarvíkur þar sem drengurinn hafði lent í öndunarstoppi vegna bráðabarkabólgu. Við móts við Rauðavatn þurfti að lífga hann við aftur og þegar það tókst hét ég því að tileinka honum fallegt lag á diskinum ef hann hefði þetta af, sem hann gerði. Lagið heitir Megi gæfan þig geyma með texta eftir Bjarna Stefán Konráðsson. Rauövínsdiskur Ég kalla þetta rauðvínsdisk þ.e.a.s. að ég tel það gott að sitja í rólegheitunum við kertaljós með rauðvín og Jrlusta á lögin, segir Jóhann og glottir við. Þetta eru létt lög og hugljúf í bland og má kannski halda því fram að þau séu dægurlagakennd. Segja má að þetta sé nýtt fyrir mér því nú er ekki eingöngu píanóleikur undir heldur hjómsveit. Það er aðeins síðasta lagið sem er hefðbundið í mínum stíl ef svo má segja en það er Draumalandið eftir Sigfús Einarsson og félagar úr karlakórnum Þröstum úr Hafnarfirði syngja það með mér. í öðrum lögum spilar hljómsveit undir þ.e.a.s. bassi, gítar, trommur, liljómborð og píanó, sem er alveg ný upplifun fyrirmig. Mérfannstþettaalveg rosalega gaman, að vera allt í einu kominn með trommara og bassaleikara og allar græjur enda sagði Maggi Kjartans að það væri kominn tími til að poppa kallinn svolítið upp. Eins og áður sagði gefur Jóhann disldnn út sjálfur og þurfti að hafa sig allan við til að klára að rýja rollurnar áður en markaðsstarfið hæfist. En eitthvað kostar þetta. -Þetta er heljarinnar áhætta og dýrt apparat. Maður bara trúir því ekki hvað það er dýrt, segir Jóhann en er ekkert að telja það effir enda gaman að breyta til og er nú að vinna sem sölumaður og útgefandi. -Þetta er að byrja og diskurinn verður seldur í flestum búðum. Maður hringir í innkaupastjórana og fylgir þessu svo eftir með því að árita og jafnvel taka lagið, segir Jóhann en viðurkennir að honum finnist það ekld skemmtilegast í ferlinu að sifja og árita. -Ég má náttúrulega ekki vera feiminn við þetta. Ég er að bjóða almenningi upp á þetta og verð að standa við það. Jóhann hefur í gegnum tíðina sungið mikið, ýmist einn eða í kór. - Já, nú er því þannig háttað að ég er ekki í neinum kór lengur. Ég byrjaði minn söngferil í karlakór á Akureyri og svo síðar í Húnavatnssýslu og Skagafirði. Var smá tíma í Heimi en var lengi í Kirkjukór Sauðárkróks en hætti þar fyrir að verða tveimur árum síðan, segir Jóhann og aðspurður hvort hann sé elcki á leiðinni í kórastarfið aftur segir hann það líldega ekld svo vera. -Ég syng við ýmis tækifæri, jarðafarir og annað og þó það sé kannski ekki nóg til að halda röddinni við þá syng ég mikið uppi í fjárhúsum og bjarga málunum þannig, segir Jóhann. Verið er að ráðgera tónleika eða söngdagskrá f kjölfar útgáfunnar og reyna að púsla þessu saman við bústörfin því þau hafa jú forgang að sögn Jóhanns en hann er nýkominn úr Eyjafirðinum þar sem hann söng bæði á Dalvík og Akureyri. Skipasmiöurinn Jóhann er eldd bara bóndi og söngmaður. Hann er einnig lærður skipasmiður og vann sem slílcur í mörg ár á Alcureyri og á hlaðinu í Keflavík stendur þriggja tonna trilla sem bóndinn snilckaði til i bílskúrnum. -Ég smíðaði þennan bát '82 og gerði út, ef ég má taka svo stórt upp í mig. Ég var með netaleyfi og veiddi á vorin, fýrir sauðburð, segir Jóhann en netaleyfið var skert niður í elcki neitt eins og hann orðar það en félck svo królcaleyfi sem hann seldi af bátnum og fór á frístundaveiðar. -Það var ekki hægt að gera út á krókaleyfið á svona hæggengum bát. Fiskurinn var allur langt úti og maður hefði verið allan daginn að keyra þangað. Núna vildi ég vera með krókaleyfið því fislcurinn er kominn alveg upp i ljöru, segir Jóhann en hann fór ekld í strandveiðarnar sem komið var á í sumar því þá þarf að koma haffæraskíteini á bátinn sem er mjög kostnaðarsamt og myndi ekki borga sig að gera að sögn Jóhanns. Báturinn sem nú hefur staðið á hlaðinu í Keflavík í tvö ár og heitir Fanney eftir móður Jóhanns, þarf á smá lagfæringum að halda áður en hann verður sjósettur aftur segirsldpasmiðurinn. Báturinn var smíðaður fríhendis í bílskúrnum í Keflavík og réði stærð skúrsins, horn í horn, stærð bátsins. -Ég var ekld með neinar teilcningar en ráðfærði mig við Gíma heitinn eða Þorgrím eins og hann hét, sem smíðaði marga báta á Hofsósi því ég hafði eldd smíðað bát án þess að vera með spanta eða mót. Gími sagði mér að það þyrfti ekkert, það væri vel hægt að smíða bát án þess og þannig byrjaði þetta, segir skipasmiðurinn, bóndinn, söngvarinn og útgefandinn, Jóhann Már Jóhannsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.