Feykir


Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 46/2009 Þorsteinn Sæmundsson, forstöóumaður Náttúrustofu Noróurlands vestra Jaröfræóileq ummerki öfanflóöa MyndB Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur starfað á Sauðárkdki frá árinu 2000 og mun því fagna 10 ára afmæli sínu á næsta ári. Á stofunni fara fram margvíslegar náttúrurannsóknir bæði jarðfræði- og líffræðilegar. Starfssvæði stofunnar nær yfir Norðurland vestra, en eins og er þá er Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur einu sveitarfélögin sem taka þátt í rekstri stofunnar, en vonir stofunnar eru að fleiri sveitarfélög komi að rekstrinum og starfsemi hennar eflist. Á þessu ári vinna þrír fastir starfsmenn á stofunni, tveir jarðfræðingar og einn líffræðingur. Eitt það rannsóknarsvið sem hefur verið íyrirferðamikið í starfsemi stofnunarinnar undanfarin ár eru rann- sóknir á jarðfræðilegum ummerkjum ofanflóða. Til ofanflóða teljast skriðuföll eins og aurskriður, grjóthrun og berghlaup, og snjóflóð. Þessar rannsóknir ganga út á að kortleggja og greina ólík landform og setmyndanir ofanflóða. Með því að greina slík landform er hægt að segja til um gerð þeirra ofanflóða sem eru ríkjandi á viðkomandi svæði, en einnig meta tíðni slíkra atburða. Þau ofanflóð sem við höfum mest kannað eru snjóflóð, en snjóflóð er sá flokkur ofanflóða sem hérlendis stafar ein mesta ógn af. Snjóflóð hér á landi hafa fram til þessa ekki verið talin til þeirra ofanflóða sem flytja með sér annað set en snjó. Snjór sem fellur niður hlíðar Ijalla og út á láglendi hefur þann eiginleika að bráðna fljótlega eftir að flóðið fellur (dagar, vikur, mánuðir) og af því stafar sú skoðun að nær ómögulegt sé að greina yfir hvaða svæði snjóflóð hafa fallið. Það hefúr hins vegar komið í ljós að sú er ekki raunin því flest öll snjóflóð bera með sér fleiri jarðefni en snjó en þó mismikið. Snjóflóð hafa verið flokkuð í tvo megin flokka, kófhlaup og þurr snjóflóð MyndA annars vegar og vot snjóflóð og krapahlaup hins vegar. Eðli máls samkvæmt bera þessar ólíku tegundi snjóflóða með sér mismikið af jarðefnum sem eftir sitja þegar snjórinn hefúr bráðnað. Þau snjóflóð sem yfirleitt bera með sér mest af jarðefnum eru vot snjóflóð sem ná að rjúfa undirlag sitt. Með tímanum getur framburður snjóflóða myndað setlög og jafnvel byggt upp heilu landformin, eftir því hversu tíð þau eru. Með því að geta greint og þekkt þessi ummerki er hægt að komast að því hvort snjóflóð hefur fallið yfir ákveðið landssvæði eður ei. Oft á tíðum er hægt að greina framburð sem borinn er með snjóflóðum á yfirborði, en þar sem atburðirnir eru sjaldgæfir geta bæði framburður og landform grafist undir annað set. Því verður að skoða þversnið af setframburðinum, annað hvort í náttúrulegum opnum eða með því að grafa gryfjur á úthlaupsvæðum snjóflóðanna. En hvers vegna erum við að þessu? Með rannsóknum á jarðfræðilegum ummerkjum snjóflóða og annarra ofanflóða er hægt að afla mikilvægra upplýsinga um virkni ofanflóða, bæði á yfirborði (nýliðnir atburðir) og einnig í jarðlagasniðum undir yfirborðinu (eldri atburðir). Slikar upplýsingar er hægt að nota, samfara öðrum aðferðum við gerð hættumats bæði fyrir snjóflóð, aurskriður og grjóthrun hvort sem er í bæjum og þorpum víðs vegar um land og eins í hinum dreifðu byggðum landsins svo sem við bóndabýli og sumarhúsahverfi. í snjóflóðahrinunni á Mið- Norðurlandi og Vestfjörðuni í október árið 1995 barst mikið magn jarðefna fram með snjóflóðum. Víða bárust stórgrýti með flóðunum líkt og á Flateyri (A) og í botni Dýrafjarðar, en þar vó stærsti steinninn sem barst niður með flóðinu um 35 tonn (B) (Ljósm. Þorsteinn Sœmundsson 1996). Gísli Þór skrifar um Sódómu Svo er svifið þöndum vængjum Á dögunum setti Nemendafélag FNV upp söngleikinn Sódóma eftir Felix Bergsson í leikstjórn Stefáns Friðriks Friðrikssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Um er að ræða leikgerð af þekktri íslenskri kvikmynd. Að koma kvikmynd á svið getur reynst erfitt en það var ekki að sjá að það hafi staðið í veginum hér. Var ég hrifinn af mörgum úrlausnum leikstjóranna og almennt af sýningunni i heild. Leikið var á nýju sviði í norðurhluta salar bóknámshúss FNV en hljómsveit var á upprunalega sviðinu. Á milli sviðanna var skjátjald sem sýndi ýmis útiatriði en það var einnig notað til að kynna persónurnar i byrjun leikritsins og til að rifja upp tíðaranda 10. áratugarins en í byrjun þess áratugar gerist leikurinn. Einnig voru kvikmyndaskot þessi notuð til að tengja atriði saman. Þetta gekk vel upp og var gaman að sjá hvað leikararnir voru góðir í þessum kvikmyndasenum og hvað það er dýrmætt fyrir þau að fá reynslu af kvikmyndaleik meðfram reynslunni af sviðsleiknum, en sú reynsla er þónokkur miðað við ungan aldur leikaranna. í senuskiptingum var notast við tónlist, ljós, reyk og áðurnefnd kvikmyndaskot og var það vel að verki staðið og gekk vel upp í einfaldri sviðsmynd. Úrlausnir voru því ferskar og komu oft skemmtilega á óvart. Leikur var heilt yfir jafn og mjög góður. Tók ég sérstaklega eftir því hversu góður bakleikurinn var, leikararnir eðlilegir og afslappaðir og algjörlega lausir við tilgerð. Framsögn var góð og allt skildist vel. í einu atriðinu sá ég hvað þögn getur skilað miklu og fangað áhorfendur. Var það þegar Axel (Sveinn Rúnar Gunnarsson) leysir Unni (Saga Sjöfn Ragnarsdóttir) úr þeim böndum sem Mafía Islands hefur hneppt hana í og þau eru við það að fara að kyssast þegar þau heyra þrusk í verðinum Ella (Ægir Örn Ægisson). Fannst mér þau ná að fanga þetta augnablik rétt á undan kossinum og áhorfendur með sér um leið. Eins var það með Ella þegar Axel og Unnur voru farin, en hann svaf í smástund á stól, algjörlega eðlilegur og enginn var eirðarlaus, enginn að bíða eftir látum, enginn að bíða eftir að hann vaknaði, heldur voru áhorfendur með honum í þögninni. Fannst mér þetta virka vel og sýna að það þarf ekki alltaf læti eða fjör til að framkalla töfra á sviði. Mafía íslands var kostuleg. Bæði svo töff og líka svo fyndin. Þessir þrír leikarar stóðu sig frábærlega, Aggi (Bragi Björn Kristinsson) var skemmtilega öruggur, Gugga (Sara Rut Fannarsdóttir) skemmtilega töff en samt með viðkvæman streng og áðurnefndur Elli, eins og útúr kú í tríóinu og frábær í rappinu í „Pöddulaginú'. En eins og ég sagði áður þá var leikur heilt yfir mjög góður og lifandi tónlistin ýtti skemmtilega undir frábæra sýningu. Sum söngatriði voru mjög skemmtileg og hjó ég eftir sérstöku öryggi og góðri söngrödd Sveins Rúnars og fannst mér unun að hlusta á hann syngja. Einnig naut ýkta týpan Mæja, (sem Silja Ýr Gunnarsdóttir lék svo skemmtilega), sín vel í dansi og söng í laginu „Nostalgíá'. Leikstjórarnir sýna það með þessari sýningu að þau búa yfir mikilli reynslu og núna var uppskera. Fannst mér þetta sniðug hugmynd hjá nemendafélaginu að fá Stefán Friðrik og Sigurlaugu Vordísi til liðs við sig því oft eru ferskar hugmyndir hjá ungum listamönnum og þær þurfa útrás og farveg. í byrjun talaði ég um reynslu ungra leikara. Ber það að þakka uppbyggilegu starfi í leiklist á Sauðárkróki og þessari skemmtilegu hefð sem er að myndast að setja reglulega upp stór leikrit í skólunum, en mér sýnist á þessari sýningu að metnaðurinn og getan fari vaxandi með hverju árinu. Gísli Þór Ólafsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.