Feykir


Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 3
46/2009 Feykir 3 Menning Tónleikar í Blönduós- kirkju og í Miðgarði Kirkjukór Glaumbæjar- prestakalls hefur staðió í ströngu undanfarið. Ekki er langt sfðan að kórínn var með gospeltónleika á Skagaströnd, sem vom vel sóttir og tókust mjög vel. Vom það svipaðir tónleikar og kórínn ffutti á liðnu sumrí í Þorgeirskirkju í Ljósavatns- skarði og í Glerárkirkju á Akureyri. Sfðastliðinn sunnudag söng kórínn við aðventuhátíð á Löngumýri og framundan er söngur við messur um jól og áramót. Sunnudagskvöldið 13. desember mun kórinn halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20.30. Flutt verður verkið Deutsche Messe, Þýsk messa, eftir tónskáldið Franz Schubert. Þar mun Rögnvaldur Valbergsson leika undir á nýtt og glæsilegt pípuorgel kirkj- unnar. Þessir tónleikar verða einnig fluttir í Menningar- húsinu Miðgarði þriðjudags- kvöldið 15. desemberkl. 20.30. Þar spila með kórnum: Gunnar Þorgeirsson óbó, Kristín Halla Bergsdóttir fiðla, Sif Björnsdóttir selló og Rögnvaldur Valbergsson píanó og orgel. Einsöngvari er Margrét S. Stefánsdóttir og stjórnandi er Stefán R. Gíslason. Kynnir er séra Gísli Gunnarsson. Gestir kvöldsins í Miðgarði verða sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Eyþór Árnason frá Uppsölum og munu þeir lesa upp úr bókum sínum Hjartsláttur og Hundgá úr annarri sveit. Kaffiveitingar verða í hléinu. Aðgangseyrir er kr. 1000. Samkomurnar eru styrktar af Menningarsjóði Norðurlands vestra. Stöndum saman * HwT S b - H SPARISJOÐUR Skagafjaröar SPARISJOÐURINN tR VIÐ ARTORG Á SAUBÁRKROKI SIMI 455 5555 Sælla er að gefa en þiggja Samstarfsverkefni Húss frítímans Rauða kross Skagaflarðar. Sunnudagmn 13. des ámiUiM. 15:00-18:00 verður teMð á móti j ólapöMcum í Húsi frítímans, paMcannir verða síðan sendir til þeirra sem minna mega sín, hér innanlands, yflr jóláhátíðina. Pólk mætir einfaldlega í Hús frítímans með pakka, setur hann undir jólatré, fær sér svo kákóbolla og piparkökur, hlustar á jólalög og eiga góða stund saman. Rauði kross Skagafjarðar og Hús frítímans Rauði kross íslands Skagafjarðardeild YojO rRíTínflNJ Tengill fíytur starfsemi sína í Kjarnann Kjarninn í nýju Ijósi Á mánudag jukust umsvifin í Kjamanum en þá fluttu Tengilsmenn sitt hafurtask út eftir eins og sagt er. Verslun tölvudeildar var reyndar komin á staðinn síósumars en nú elta adrir starfsmenn Bjöm Inga í Kjarnann og á það bæði við um rafverktakana og tölvudeildina og Tengill þvf kominn undir eitt þak. Hin feykistóra verkstæðis- bygging Kaupfélags Skagfirð- inga var tekin í gagnið á árinu og þar eru Bifreiðaverkstæði KS og Vélaverkstæði KS til húsa sem og útibú Intrum í Skagafirði. Starfsmenn Tengils á Sauðárkróki, sem eru 40 talsins, bætast nú við og það ætti því að færast enn meira líf í tuskurnar á Eyrinni. Þá má geta þess að nú hefur húsið verið Iýst upp eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, en á haustdögum og í byrjun vetrar leist mörgum Króks- aranum ekki á blikuna þegar húsið stóra var nánast orðið að griðarlegu svartholi á Eyrinni þegar farið var að kvölda. En nú er Kjarninn i nýju ljósi. SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrírgóðir kostir tií að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 3,5% vexti,bundin f 3 ór og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 6,5% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð ogóbundin 6,2%vextir Hafið þið séð betri vexti?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.