Feykir - 10.12.2009, Blaðsíða 7
46/2009 Feykir 7
Vinaverkefni í Skagafirói
Allir þurfa aó
eiga góðan vin
Selma Barðdal uppeldis-
og sálfræðiráðgjafi
hjá fræðsluskrifstofu
Skagafjarðar hefur
undanfama mánuði starfað
ívinnuhóp sem undirbúið
hefur svokallað Vinaverkefni
en Vinaverkefnið er
samstarfsverkefni leik-,
gmnn- og framhaldsskóla,
frístundadeildar og foreldra
í Skagafirði. Bns og nafn
verkefnisins gefur til kynna
gengur það út á að engin
böm eða ungmenni þurfi
að upplifa æskuárín án
vina. Undanfamar vikur og
mánuði hefurveríð unnið
hörðum höndum að því að
kynna verkefnið sem víðast
í dag fimmtudag er öllum
þeim sem koma að íþrótta
- og tómstundastarfi með
bömum og unglingum boðið á
námskeið í Húsi fríbmans þar
sem Þórkatla Aðalsteinsdóttir,
sálfræðingur, ætlar að fjalla
m.a. um þroska bama og
unglinga, samstarfvið
foreldra, aga - að setja mörk
á uppbyggjandi hátt og að
nálgast erfið og viðkvæm mál.
Vinaverkefnið, hvaðan kemur
hugmyndin? -Svo virðist vera
sem vinaleysi sé oft á tíðum
fylgifiskur annarra vandmála
sem koma upp hjá börnum og
unglingum og hingað til hefur
það ekki reynst auðvelt að
finna leiðir eða lausnir þar sem
um vinaleysi er að ræða og við
sem vinnum með börum og
unglingum oft á tíðum staðið
framrni fyrir ákv. úrræðaleysi.
En svo erum við auðvitað alltaf
að horfa í kringum okkur og
fylgjast með því hvað aðrir eru
að gera í þessu sem öðru. Ég
lærði í Danmörku og finnst
margt áhugavert að gerast þar
í þessum efnum . Á þessum
tíma var ég að skoða ffábært
efni þar sem Danir einblína á
foreldrahópinn í skólanum, og
fékk margar góðar hugmyndir
þaðan. Einnig tengist þessari
vinnu ástralskt efni, Friends for
life eða félagar sem hefur það að
markmiði að stuðla að auknu
sjálfsmati, þrautalausnaþjálfim,
tilfinningalegri þrautseigju,
tjáningu og það að kenna
aðferðir til að byggja upp
jákvæð sambönd við jafnaldra
og fullorðna. Mér fannst þetta
frábært efni og tilvalið að koma
því inn í skólana. Eftir að hafa
skoðað eitt og annað og rætt
þessar hugmyndir við mína
samstarfsmenn má í rauninni
segja að við höfum hrokkið
í gang og tekið þá ákvörðun
að vinna saman að þessum
málum.
Nú í rauninni leiddi svo eitt af
öðru, farsælt samstarf fór í gang
meðal þeirra aðifa sem vinna
enn aðþessu verkefni í dagþ.e.a.s
leik - grunn- og framhaldsskóla
i Skagafirði, frístundadeildar,
íþróttahreyfingar og foreldra.
Stór fundur var haldinn á
vordögum 2008 þar sem kallað
var til fólk úr öllum áttum þ.e.a.s.
frá öllum skólastigum, íþrótta
og tómstundageiranum,
foreldrafélögum o.s.f. Á
þessum fundi var varpað fram
spurningunni, hvað getum við
gert til þess að koma í veg fyrir
vinaleysi barna og unglinga í
okkar samfélagi. Heill hellingur
af hugmyndum og vangaveltum
kom út úr þessari vinnu og má
í raun segja að það sé það efni
sem við erum svo að vinna
áfram með og þar af leiðandi
myndi ég segja að verkefnið
eins og það er í dag sé hugmynd
okkar allra sem komum að
börnum og unglingum hér í
Skagafirði.
Eruð þið búin að vinna lengi
að undirbúningi verkefnis-
ins? -Eins og ég nefndi áðan þá
var þessi stóri fundur haldinn á
vordögum 2008 og við sem að
höfum verið í kringum þetta
ffá upphafi vorum búin að vera
að hittast af og til eitthvað fyrir
þann tíma, ég myndi segja að
verkefnið sé búið að vera til
með einum eða örðum hætti
í ca. tvö ár og mjög markviss
vinna í gangi núna síðasta eina
og hálfa árið.
Hverjir sitja í starfshópnum
auk þín? -Þar eru sem sagt
fulltrúar allra samstarfsaðila. Ég
stýri teyminu sem starfsmaður
á vegum fræðsluskrifstofú.
Valbjörg Pálmarsdóttir leik-
skólakennari, fyrir hönd leik-
skólanna, Helga Harðardóttir,
kennsluráðgjafi grunnskólanna
í Skagafirði, Hrafnhildur
Guðjónsdóttir námsráðgjafi
Árskóla og starfsmaður Húss
frítímans, Ivano Tasin for-
stöðumaður í Húsi frítímans.
Herdís Pálmadóttir námsráð-
gjafi FNV, hún er reyndar í
fæðingarorlofi í augnablikinu.
Og síðast en ekki síst hefur
starfað með okkur fulltrúi
foreldra, um skeið var það
Þorsteinn Broddason en hann
hefur látið af störfúm sökum
annríkis og auglýsi ég hér með
eftir áhugasömum foreldrum
inn í teymið.
Einhver spuming um fjár-
mögnun verkefnisins? -Fyrst
ber að nefna fræðslu - og
frístundasvið Skagafjarðar
sem leggja til vinnuframlag
okkar sem störfum á vegum
sveitarfélagsins, fjölbrautaskól-
inn leggur einnig til vinnu-
ffamlag. Við höfúm sótt um
styrk í Sáttmálasjóðinn og
fengið úthlutað þaðan tvisvar
sinnum og síðast en ekki síst
leggja foreldrar til sína vinnu.
Hver em helstu markmið
verkefnisins? -Markmið verk-
efnisins eru mjög skýr, þau eru
eftirfarandi:
*Að fjalla á jákvæðan hátt um
virðingu í samskiptum, vináttu
og velferð barna og unglinga.
*Að samræma áherslur þeirra
sem koma að leik og starfi
með börnum og unglingum
í því skyni að búa börnum og
unglingum hvetjandi umhverfi.
*Að leggja áherslu á styrkleika
og möguleika hvers og eins
einstaklings svo allir fái notið sín
á eigin forsendum í samfélagi
við aðra.
*Að efla samstarf og samkennd
allra þeirra sem koma að
uppeldi barna og unglinga.
*Að bjóða upp á úrræði geng
vinaleysi.
Hvemig hyggist þið ná þeim
fram? -Fyrst og fremst með því
að vinna saman. Þessi vinna
byggist mest á forvörnum. Við
viljum stuðla að þvi að í öllum
skólum, á öllum stigum verði
unnið að forvamarverkefnum
um vináttu. Einnig beitum
við okkur fýrir því að skoða
og samræma þau verkefni
sem unnin eru. Þá á ég við að
í sameiningu búum við til ákv.
samfellu í þeirri fræðslu sem
börnin okkar eru að fá, alveg
frá leikskólaaldri og uppúr, í þvi
sem kallast lífsleikni í dag.
Lögð verður mikil áhersla
á aukna foreldrafræðslu um
samskipti og vináttu.Við
viljum reyna að virkja foreldra
eins mikið og hægt er. Lögð
er áhersla á að efla samstöðu
meðal þeirra og sömuleiðis
virkja þá til þess að efla
félagstengsl barna og unglinga,
máttur foreldrahópsins er
gríðarlegur þegar að vel tekst til
og samstaða næst í hópnum.
Síðast en ekki síst
ætlum við að nýta okkur þá
viðbragðsáætlun sem við
höfúm unnið í sameiningu og
gengur út á það að geta brugðist
á skipulagðan og markvissan
hátt við vinaleysi. En þetta er
sem sagt úrræði sem allir geta
nýtt sér. Kallið getur komið úr
hvaða átt sem er en ekkert er
aðhafist nema með samþykki
og undirskrift foreldra. Gerð
er áætlun um meðferð máls
og er hún að sjálfsögðu
einstaklingsbundin, metin er
þörf á samstarfi við aðra aðila
í samstarfi við foreldra og að
sjálfsögðu alltaf fýllsta trúnaðar
gætt.
Eru að þínu mati mörg böm
sem í dag eru að upplifa
vinalausa æsku?
-Ég verð eiginlega að svara því
þannig að það eru í rauninni
mun fleiri en ég gerði mér
grein fýrir, nú hef ég svo sem
ekki áralanga reynslu en það
er margt í þessum efnum sem
kemur mikið á óvart.
Hvert eiga foreldrar þessara
bama að snúa sér? -Eins og
áður kom fram þá höfúm við
viðbragðsáætlunina og geta
foreldrar haft samband við
Fjölskylduþjónustu Skaga-
fjarðar í síma 455 6000 og
óskað eftir viðtali við tengilið
vinateymis.
Það skal tekið mjög skýrt
fram að það er oft á tíðum afar
erfitt fýrir foreldra að standa
í þessum sporum. Svona til
samanburðar þá myndi ég segja
að það væri mun auðveldara að
eiga barn með námserfiðleika en
barn sem er algerlega vinalaust.
Þetta eru aðstæður sem erfitt
er að eiga við sem foreldri, það
erfitt að skikkað börn til þess
að vera og foreldrar vinalausra
barna óttast stöðugt við höfnun
og særindi. Foreldrar eiga
gjarnan erfitt með að ræða
þessi mál opinskátt og leita sér
aðstoðar en em engu að síður
í lykilhlutverki eins og svo oft
áður. Því langar mig aðeins til
þess að koma inn á hlutverk
hinna foreldranna, ég er þeirrar
skoðunar að við berum öll
ábyrgð og getum haft gríðarleg
áhrif í svona málum, ég minni
jafnframt á þá staðreynd að það
er mun auðveldara að bjóða
fram aðstoð í stað þess að vera
foreldri sem þarf að leita eftir
aðstoðinni.
Hvað geta foreldrar ahnennt
gert til þess að passa upp á að
bekkjarfélagar bama þeirra
séu ekki hafðir útundan?
-Fyrst of fremst skiptir máli
að foreldrar séu meðvitaðir
um félagslega stöðu barnanna
innan bekkjarins. Þá á ég
við að við spyrjum hvernig
málunum sé háttað í bekknum
og látum okkur þessi mál varða.
Vinahópar og afmælisboð er
eitt af því sem við höfúm verið
að ræða um á ffæðslufúndum
í skólunum, hversu miklu
máli einfaldir hlutir sem þessir
geta skip máli fýrir þá sem
eru vinafáir eða vinalausir. Nú
öll samskipti meðal foreldra
og samheldni hefúr mikið að
segja og frábært að sjá hvað
foreldrahópurinn hefúr í raun
mikil og sterk áhrif þar sem að
fólk er að tala saman. Eins og
einhver sagði: “þegar öllu er á
botninn hvolft þá eru þetta svo
sem engin geimvísindi, eftir því
sem við þekkjumst betur þeim
mun betur komum við fram
við hvert annað og látum okkur
hvert annað varða.
Eitthvað að lokum? -Já ég vil
nýta tækifærið og hvetja alla
Skagfirðinga til þess að láta
sig þessi mál varða. Einnig
vO ég hvetja alla þá sem hafa
áhuga á verkefninu á einhver
hátt, hugmyndir, vangaveltur,
ábendingar o.s.frv. að hafa
sambandi við okkur í teyminu,
öllum er tekið fagnandi.
Því eins og áður sagði þá
er þetta samvinnuverkefni
okkar aOra og afar heilbrigt að
hafa það í huga að öll börn í
Skagafirði eru okkar börn.