Feykir


Feykir - 17.12.2009, Síða 2

Feykir - 17.12.2009, Síða 2
2 Feykir 47/2009 Norðurland vestra________________ Ásbjöm ósáttur við niður- skurðarhníf ríkisstjórnar Asbjörn Ottarsson fyrsti þingmaóur Nv- kjördæmis gagnrýnir í aðsendri grein á Feyki.is, nkisstjórnina fyrir ósanngjarna beitingu niðurskurðarhnífsins á landsbyggðinni og spyr eftir Jóni Bjarnasyni. Ásbjörn segir að lands- byggðin komi verst út úr þessumniðurskurðaaðgerðum ríkisstjórnarinnar og telur að seint verði hægt að segja að ríkisstjórnin sé allra lands- manna. Tekur hann dæmi um að á meðan verið er að draga úr framlögum til heil- brigðisstofnana á Patreksfirði, Blönduósi og Sauðárkróki aukast útgjöld aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytis í Reykjavík. -Þessi svokallaða velferð eru að sjálfsögðu öfugmæli. Það er a.m.k. ekki velferð fyrir alla, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, segir Ásbjörn Leiðari Fyrirmyndar vinnubrögð Mikið varð ég glöð að lesa í Vikudegifyrr í vikunni að Akureyringar hafa tekið höndum saman í sveitastjóm það er minni og meirihlud og unnið saman að gerð fjárhagsáætlunar. í samtali við minnihluta kemurfram aðþað sé matþeirra sem þar sitji aðþegar illa áriþurfi allir að leggjast á áramar og róa bátnum í takt að takmarkinu. Sama hafa menn gert með góðum árangri á Blönduósi. Mikið vildi ég óska að þeir sem fara með völd á alþingi og einsþeir sem þarfara ekki með völd í dag gæti sest niður, lagt deilur til hliðar og unnið saman að markmiðinu okkar allar, það er að rétta þjóðarskútima við og stefna henni afturfram á við. Mérfinnst blóðugt að núna þessum 14 mánuðum eftir hmn séu menn enn að takast á um leiðir að takmarkinu og lítið finnst mér hafa þokast í rétta átt. Hinu og þessu er kastaðfram, eða öllu heldur lekið ífjölmiðla úr öllum áttum og umræðan er mglandi. Einn segir okkur stefiia þráðbeint íþjóðargjaldþrot á meðan sá næsti segir stöðuna betri en margir héldu. Spekingar tala eftirfyrirframpöntuðumflokkslínum og við hin vitum ekki hvað við eigum að halda. Á endanum hættum við að halda nokkurn skapaðan hlutog hellum okkur í undirbúning jólanna, kreppan og rifrildið verðurjú þarna enn eftir jólin. Ég skora á alþingismenn hvar sem íflokkiþeir standa að taka nú upp boðskap jólanna, leggja deilur til hliðar, snúa bökum saman og vinna þetta saman. Enn og aftur kalla ég eftir Þjóðstjóm nú eða bara samstöðu Guáný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablad á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Askell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaðun Guðný Jóhannesdóttir gudny@feykir.is © 455 7176 feykir@feykir.is Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@feykir.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Áskriftarverð: 275 krónurhvert tbl. með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7176 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Húnaþing vestra_________ Jólasveinar bardúsa ýmislegt Það er margt að gerast í Bardúsu á Hvammstanga nú fyrir jólin. Heyrst hefur að uppi á lofti hafi jólasveinar vinnustofu í einu horninu. Hægt verður að skoða jólasveinahornið og gæða sér á nokkrum piparkökum í leiðinni. Þar kennir ýmissa grasa, en sagt er að þar sé hangikjötið hans Ketkróks, bjúgun hans Bjúgnakrækis, mjólkurbrúsar Skyrgáms, kerti sem Kertasníkir hefur sankað að sér og sjónauki Glugga- gægis. Sögustund var fyrir börnin síðasta laugardag og þann 19. desember verður önnur sögustund og byrjar kl. 14:00. Bardúsa fær þá til sín sögumann sem les sögur fyrir börnin í jólasveinahorninu. Kvenfélagið Freyja verður svo með hýasintusölu í Bardúsu rétt fyrir jólin. Þá er Verslunarminjasafn Bardúsu, Grettistak og Ferða- málafélagVestur-Húnvetninga í samstarfsverkefni sem styrkt er af Menningarráði Norður- lands vestra. Á vegum þessa verkefnis verða haldin námskeið í fornu handverki á næsta ári. Kaupfélag Skagfirðinga Vogabær og Mjólka sameinast KS Samkeppniseftirlitið telur að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólku ehf. sé andstæður markmióum samkeppnislaga og geti haft skaðleg áhrif á samkeppni. Þrátt fyrir það ætlar eftirlrtið ekki að aðhafast neitt. Þetta kemur fram í áliti Samkeppniseftirlitsins en þar á bæ segjast menn ekki hafa heimild til að stöðva samrunaferli KS og Mjólku þar sem það fellur ekki undir gildissvið samkeppnislaga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Samkeppnis- eftirlitinu skortir því laga- heimild til að grípa til íhlutunar á grundvelli laganna. Samruni afurðastöðva í mjólkuriðnaði fellur undir landbúnaðarráðu- neytið og þar segir í 71. gr. búvörulaga að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga sé afurðastöðvum í mjólkuriðn- aði heimilt að sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkur- samlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólk- urvara og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifmgu mjólk- urafurða. Það sem Sam- keppniseftirlitið setur aðallega fyrir sig í samrunanum er 7,5% eignarhlutur KS í Mjólkur- samsölunni ásamt því að Þórólfur Gíslason kaupfél- agsstjóri KS er varaformaður stjórnar MS. Hlutur KS í Mjólku er 87,5%. -Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Vogabæjar en KS keypti 50% hlut í fýrirtæk- inu fyrr á þessu ári. Skagaströnd Leitað að lagi fýrir Höfðaskóla í tilefni af 70 ára afmæli Höfðaskóla á Skagaströnd efnir skólinn til samkeppni um skólasöng, bæði lag og texta, og einnig merki skólans. Á heimasíðu skólans segir að lagið þurfi að vera í þægilegri söngtóntegund og textinn að einhverjum hluta að passa einkennisorðum skólans en þau eru; styrkur, vinsemd, virðing. Merki skólans verður notað sem táknmynd hans á opinberum vettvangi. Þátttakendur skila hug- myndum sínum til skólastjóra fyrir 1. febrúar 2010 en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans. Sparkvöllur Varmahlíð Hyíiír undir verklok Það hyllir undir það að sparkvöllurinn í Varmahlíð verði fullgerður en Ungmennafélagið Smári félagið sótti um styrk til sveitarstjórnar til þess verkefnis. Byggðarráð samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu sveitarstjóra að fjármagn til að ljúka framkvæmdinni yrði tekið af fram- kvæmdaliðum sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2009 og ekki verður farið í á árinu. Áætluð fjárhæð er kr. 3.000.000. Norðurland vestra 194 án atvinnu 194 einstaklingar eru nú að einhverju eða öliu leyti án atvinnu á Norðurlandi vestra. Er þarna um að ræða 114 karlmenn og 80 konur. Eitthvað er um laus störf hjá starfatorgi Vinnumála- stofnunnar. Hólar___________ Vilja kaupa íbúðir sínar Guðmundur B. Eyþórsson, fjármálastjóri Háskólans á Hólum hefur sent Byggðarráði Skagafjarðar erindi fyrir hönd fbúa við Nátthaga á Hólum þar sem falast er eftir þvf hvort mögulegt sé að fbúarnir geti fengið að kaupa íbúðir þær sem þeir búa í af sveitarfélaginu. Byggðarráð tók jákvætt í erindið og hefur Guðmundi Guðlaugssyni, sveitarstjóra, verið falið að vinna að framgangi málsins.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.