Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 8

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 8
6 Manntal 1729 Tilgangur þessa rits er að liirta nokkrar töflur með niðurstöðum inanntals, sem tekið var á íslaudi árið 1729. Það fór fram í þremur sýsluin, Rangárvalla-, Árnes- og Hnappadalssýslum, en um 8000 einstaklingar alls voru teknir á skýrslu. Mamital þetta notaði höfundur í tilraunaskyni til samningar á tölvuvinnslukerfi, er nota megi til að vinna úr manntalslistum7). Hér á eftir verður gerð grein fyrir baksviði þessara manntalsupplýsinga og lagt mat á traustleika þeirra, bæði eins og þær sjálfar liggja fyrir og með samanburði við manntalið 1703, sem Hagstofa íslands vann úr og birti bún niðurstöðurnar á prenti árið 19608). Þar eð nothæf gögn uin brcytingar mannfjöldans á íslandi á fyrri helmingi 18. aldar vantar, mundi grann- skoðun á báðum manntölum krefjast miklu víðari könnunar en möguleg er á þessum vettvangi. lnnan dansk-norska kouuugsríkisins á 18. öld voru á íslandi að sumu leyti sérstök skilyrði til þess, að mannfjöldagögn yrðu til. lllfært var að sigla skipum þess tíina milli íslands og annarra landa, nema að sumarlagi. Erfiðar samgöngur innanlands, ásamt fjarlægð og einangrun eylandsins, torvelduðu stjórnarvöldum í Kaupmannaböfn að fylgjast stöðuglega með bögum lands og þjóðar. Á 18. öld urðu landsmenn fyrir ógnarlegum áfölluin, svo sem af völdum drepsótta og eldgosa. Yið það bættist, að veðurfarsbreyting til bins verra, sem staðið liafði lengi, náði semii- lega liámarki á þessari öld9). Til þess að danska stjórnin gæti betur glöggvað sig á aðsteðjandi vandamálum, lét húu taka sérstakt almennt manntal á íslandi 1703 og 178510). Manntalið á íslandi 1703, sem náði til alls landsins og 50 358 einstaklinga, er fyrsta manntal í nútíma skilningi orðsins, sem tekið var á Norðurlöndum. — Nafna- listar liafa varðveist frá sérstakri skattskráningu, sem framkvæmd var um 176311). Þessir listar eru sennilega eins og manntalsskrár, en töflur hafa auðsjáanlega aldrei verið unnar úr þeim. ísland var með í binni dönsku heildartalningu íbúa 1769. Birt liafa verið yfirlit með niðurstöðum hennar12). Hinir uppbaflegu nafnalistar manntalsins 1785 eru semiilega glataðir, en útdráttur úr þeim hefur verið unninn úr óbirtum mannf jöldagögnum í Þjóðskjalasafni íslands, og tekinn sarnan í töflu, þar sem fram kemur heildaríbúatala, með flokkun eftir kyni, aldri (í tíu ára bópum) og sýslum13). Þessi tafla er nú birt hér í fyrsta sinn (tafla 15). Söguleg tildrög manntalanna 1703 og 1729 liafa verið rakin annars staðar og verður ekki frekar um það fjallað hér11). Nægir að skýra frá því, að árin næst fyrir 1703 bárust stjóruarvöldum í Kaupmannaböfn miklar umkvartanir frá íslandi 7) Sjú Iluns Oluf Hanseu, Computer Methods for Production of Socio-Demographic Statistics, Cuadernos de Historia Kconomicu de Cataluna, VII, Barcelonaháskóli 1972. 8) Sjálfir nafnalistar mauntalsins hafa verið gefnir út á preuti af liagstofu íslands: Manntal á íslandi árid 1703, tekiá ad tilhlutun Arna Magnússonar og Páls Vídalíns ásamt manntali 1729 í þrem sýslum (1924—47). Töflur unnar úr nnfnulistum manntalsius 1703 birtust í riti Hagstofu Islauds: Manntalid 1703y Hagskýrslur Islands II, 21 (1960). 9) Sigurður Þórarinsson: Tefrokronologiske studier pá Island, bls. 153 (1944). 10) Crindisbréf Árna Magnússonar og Páls Vídalíns scm criudreka konungs á íslandi, Lovsamling for Island, Bd. I, bls. 586 (1853). 11) Frumskrárnar eru hjá Þjóðskjalasafni lslands. I*essi skráning vur hyggð á umburðarbréfi, sem gcfið var út fyrir Norcg 23. september 1762, 4.—9. gr. Sjá Lovsamling for Island, Bd. III, lds. 452—55. Svo virðist sem orðið bafi að undan- skilja börn yugri en 12 ára. 12) Statistisch-Tabellarische Uebcrsicht der Volksmenge in den Kiiniglich-Danischen Staaten, Beylage in dcm xweiten Theile der Materialicn sar Dánischen Statistik, Flcnsburg und Lcipzig 1787. Aufsutzc betreffend dic im Jabrc 1769 in den Königlichen Dunischc Stanten iu Europa vorgenommene Volkszáhlung; von dcm Hcrrn Stiftsamtmann von Oeder zu Oldcnburg. (Aus der dem Herausgeber von dem Vcrfasscr initgcthcilteu Handselirift). V. A. Hcinzc, Sammlungen zur Ceschichte und Staatswisscnschaft, lstcr Baud, pp. 1—138, Göttingen 1789. Um tildrög manntalsins 1785 vísast til (Þsk. ísl., 572), Islandske kommissionsprotokol, 16. og 23. marts 1785. 13) Manntalstóflur 1768—1785, Þjóðskjalasafn íslands. 14) Þorsteinn Þorsteinsson, Manutalió 1703, Andvari, tímarit Hins íslenska l>jódvinafélags LXXII, bls. 26—50 (1947). Manntal á fslandi árid 1703, bls. VII—XVII, inngungur. Hagskýrslur íslands II, 21, bls. 5—7, inngangsorð. Hannes Þorsteinsson, Um fyrirhugaðau flutning íslcnskra mannu til Grænlands 1729—1730. Blanda, útg. af Sögufélaginu, bls. 192—211 (1932).

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.