Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 12
10 Manntal 1729
1703 1729 1703 1729 1703 1729
0— 4 ára ... 960,0 969,8 35—39 ára . . 761,5 828,3 65—69 ára ... 567,7 628,4
5— 9 » ... 953,8 935,4 40—44 . 762,1 808,3 70—74 „ ... 511,4 614,4
10—14 »» ... 926,4 1066,2 45—49 . 803,4 887,8 75—79 „ ... 492,5 571,4
15—19 »» ... 889,6 880,3 50—54 . 761,4 992,1 80—84 „ ... 434,6 732,1
20—24 ii • • • 896,9 970,5 55—59 . 696.7 611,5 85—89 „ ... 576,9 333,3
25—29 30—34 »» • • • »» • • • 897.1 876.2 838,8 810,2 60—64 . 583,5 674,4 90 ára og eldri 444,4 133,3
Hér koma í’ram samverkandi álirif gallaðrar manntalsskráningar og breytilegra
heilsufarsástæðna á liðnum árum. Sömu öfl eru að verki ]>ar, sem er áberandi munur
á tölu karla eða kvenna í samlæguin aldurshópum.
Af ákvæðum umburðarbréfsins með fyrirmælum um töku manntalsins 1703 inátti
ráða, að lijúskaparstétt skyldi skráð á skýrslu og var húsbóndi á heimili nefndur
sérstaklega í því sambandi. Það, sem áður hefur verið sagt um heldur slælega
framkvæmd manntalsskráningar 1729 í Rangárvallasýslu, er augljóst einnig að því
er varðar skráningu þar á giftum og ekki-giftum. Þar í sýslu verður oftsinnis að
ráða það af samhenginu, hvort fólk er gift eða ekki, t. d. af orðalagi eins og „böm
þeirra“, „kona hans“ o. s. frv. í töflu 2 cr þess vegna gerður greinarmunur á því
fólki, sem beinlinis er sagt gift, og á því, sem af samlienginu má ráða, að sé gift.
Það rýrir nokkuð gildi beggja þessara manntala, að iðulega verður að ráða það af
líkum, ht ar skipa skuli fólki í hjúskaparstétt. — í eftirfarandi yfirliti er húsráðend-
um 1703 og 1729 skipt eftir kyni og hjúskaparstétt, í beinum tölum og lilutfalls-
lega, og þar kemur einnig fram tala húsráðenda á hverja 100 íbúa í hverri tegund
hjiiskaparstéttar fyrir sig:
1703 1729
(1) (2) (3) (1) (2) (3)
Karlar, kvæntir 5 673 69,4 97,3 1 072 77,7 95,5
Karlar, ókvæntir 983 12,0 6,0 191 13,8 7,3
Ekklar 390 4,8 69,8 4 0,3 *
Konur, ógiftar 714 8,7 3,6 12 0,9 0,4
Ekkjur 417 5,1 24,0 101 7,3 *
Saratals 8 177 100,0 1 380 100,0
Karlar saratals 7 046 86,2 30,8 1 267 91,8 34,3
Konur samtals 1 131 13,8 4,1 113 8,2 2,6
Skýringar: (1): Fjöldi húsbænda. (2): Hundraðshluti af heildartulu liúsbænda. (3): Hundraðs-
hluti af Iieildartölu einstaklinga í hverri tegund hjúskaparstéttar.
*: Tala ekki fyrir liendi.
Stofnunarheimili voru nær engin á íslandi 1703 og 1729. Samkvæmt yfirlitinu
hér fyrir ofan voru 97,3% þeirra karla, sem skráðir voru kvæntir 1703, húsbændur
(1729: 95,5%), og 69,4% þeirra karla, sem voru húsbændur 1703, voru kvæntir
(1729: 77,7%). I hinu gamalgróna íslenska þjóðfélagi jafngilti það að vera
kvæntur rnaður að verulegu leyti því að vera húsbóndi, og gagnkvæmt. Af þessu
má þó að sjálfsögðu ekki draga þá ályktun, að skráning hjúskaparstéttar hafi
verið rétt og tæmandi við manntölin 1703 og 1729. Birtar töflur manntala á 19.
öld fela ekki í sér flokkun húsbænda eftir kynferði og hjúskaparstétt, sem er sam-
ltærileg við þá flokkun, sem er í yfirlitinu hér fyrir ofan. Sú spurning getur vaknað,
hvort hlutfall giftra samkvæmt manntöhim 1703 og 1729 sé rétt. Tala fólks, sem
skráð er gift, beinlínis eða óbeinlínis, er lágmarkstala, á sama hátt og sá fjöldi
fólks, sem er skráður alls í hverjum aldursflokki, er það. Hlutfall gifts fólks ætti þó