Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Page 10

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Page 10
8 Manntal 1729 nöfuuin í aldaraðir. Islendingar hafa allt fram á okkar daga verið ákaflega fastheldn- ir á nöfn býla sinna. Samanburður á jarðatöluin frá því um 1695, 1702—14 og frá flmmta tug uítjándu aldar við manutölin úr sýslunum þremur 1703 og 1729 leiðir í ljós, að hver einasta jörð, að lieita má, er tekin með í manntalinu 172920). Manntalslistarnir í Hnappadalssýslu 1729 voru vottfestir af þingvitnismönn- um21). Gagnstætt því, sem átti sér stað í Árnessýslu og Hnappadalssýslu, kom það oft fyrir í Rangárvallasýslu, að sleppt væri skrásetningu á heimilisfólki embættis- manna (veraldlcgra og andlegra), og virðist sem það hafi verið gert vísvitandi í því skyni að koina í veg fyrir, að slíkt fólk yrði flutt til Grænlands22). Árið 1703 liafði ekki verið nein beiu ástæða til þess að koma sér undan skráningu. Miðað við þá afkomumöguleika, sem ríktu á landinu fram yfir miðja 19. öld, var það mjög þéttbýlt árið 1703. Búið var á liverju því býli, sem gaf af sér lágmark nauðþurfta til framfærslu, en af því hlýtur að liafa leitt, að þegar harðnaði í ári, t. d. í illu árferði eða þegar eldgos urðu, hafa þeir, sem lijuggu við verstar aðstæður, átt mjög erfitt uppdráttar. Jarðabók áður nefndra erindreka konungs var tekin saman á árunum 1702—14, þ. e. á áraskeiði, er óskaplega mannskæður bólusóttar- faraldur gekk yfir landið, en það var um 1707. Samanburður á Jarðabókinni við manntalslistana 1703 og 1729, hvora fyrir sig, gefur nokkra liugmynd um afleið- ingar drepsóttarinnar23). Fólkinu fækkaði verulega og mörg býli, sem áður voru byggð, iögðust í eyði24). Samanliurður Jarðabókar 1702—14 við manntalslistana 1729 leiðir í Ijós, að því fór mjög fjarri, að íbúum sýslnanna þriggja hefði árið 1729 fjölgað aftur upp í íbúatölur þeirra áður en drepsóttin gekk yfir. Heildartala íbúa í hinum þremur sýsluin var scm hér segir 1703 og 1729: 1703 1729 Fækkun 1703—1729 Árnessýsla 5 216 4 607 11,7% Rangárvallasýsla 4 251 2 855 33,0% Hnappadalssýsla 640 615 3,9% Samtals í liinum 3 sýslum .. .. Saintals á Islandi öllu 10 107 50 358 8 077 20,1% Mikill inmiur er á breytingum inannfjöldaus í sýslunum þremur frá 1703 til 1729. Hin mikla mannfækkuii í Rangárvallasýslu á tímabilinu frá 1707 til 1729 kann, auk bólufaraldursins og vantalningar í manutalinu 1729, að hafa stafað af uppblæstri og sandfoki þar í sýslunni á þessum árum. Talan 8 077 gefur til kynna lágmarksfjölda þess fólks, sem bjó í sýslunum þremur 1729. Þar sem breytingar á niannfjöldanuni í hiuum ýmsu byggðarlögum landsins kuima að hafa verið mjög mismunandi, er áætlun um íbúatölu alls landsins 1729 mjög mikilli óvissu bundin. 20) Jarðatalið 1695 er birt í riti Björns Lárussonar, The Old Icelandic Land Registcrs (1967). Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns, bd. I—II, útg. af Hinu íslcuska frœðafélagi í Kaupmannaköfn (1913—1943). Ormur Daðason, Jaróabók yfir Dalasýslu 1731, útg. af Magnúsi Má Lárussyni (1965). Jardatal á íslandi, útg. af J. Johnsen (1847). Skrá yfir meiri háttar óbirt íslensk jarðatöl cr að finna í RA 167 fol., Kíkisskjalasafu Danmerkur (Arkivafleveringerne fra Rigs- arkivct til Island í árene 1904 og 1927). Af jarðatöluuum ber að ncfna skrár Skúla Mugnússonar (1760—69, 23 bindi) og jarðatalið frá 1802—04 (23. bindi). l>cssi gögu eru nú varðveitt í Þjóðskjalasafni íslands. í formálanum að Jarðatali Jobn- scns og í Lýsingu íslands, bd. III, eftir Þorvald Thoroddsen, bls. 77—90 (1919), er að finna frekari vitneskju um óprentuð jarðatöl ísíensk cftir l703. 21) Manntal á íslandi árid 1703, bls. 639, 640, 643. 22) Tala heimila, þar scm slík vantalning átti sér stað var sem hér segir í hinum þrcmur sýslum: Rangárvallasýsla 14, Árnessýsla 2, Hnappadalssýsla 0. 23) Bréf frá Árna Magnússyni til dönsku stjórnarinnar, dugs. 20. júní 1709, birt í Arne Magnusscn, Embedsskrivelser og andrc offcntlige aktstykker, nr. 10—11, bls. 327, útg. af P. E. K. K&lund (1916). 24) Jón Steffensen, Líkamsvöxtur og lífsafkomu íslcndinga, tafla III—V, bls. 295 og 297—98, Saga, tímarit Sögu- élags II. 1 (1954—58).

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.