Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 11

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 11
Manntal 1729 9 Hvort samræmis gætir í skráningu upplýsinga, er vitaskuld undir því komið, að hve miklu leyti hefur verið lagður sami skilningur í þau atriði, er upplýst skyldu við manntalsskráninguna. Areiðanleiki skráningar fer auk þess eftir því, hve satt og rétt hver einstaklingur liefur svarað þeim spurningum, sein fyrir hann vorn lagðar, og að hve miklu leyti teljendur komu þeim svörum réttilega til skila á inanntalslistunum. Prentuð eyðublöð voru ekki notuð við manntölin 1703 og 1729. Samkvæmt umburðarbréfinu, sem erindrekar kommgs sendu öllum sýslumönnum landsins í október 1702, skyldi skrá nafn og föðurnafn, aldur og atvinnu húsbónda hvers heimilis, eiginkonu hans, barna og annars heimilisfólks. Það fólk, er dveldist á heimilinu um stundarsakir, skyldi skráð þar, sem Jiað væri hcimilisfast. Manntalið 1703 var greinilega haft til fyrirmyndar, Jiegar manntalið 1729 var tekið. Upplýs- ingaratriði beggja manntala voru svo að segja alveg Jiau sömu. Manntalið 1729 var í rauninni skráning „de jure“. Augljóst er, að túlkun sumra fyrirmæla umburðarbréfsins hefur vafist mjög fyrir mönnum. Teljurum var að nokkru leyti í sjálfsvald sett að ákveða, hvernig skilgreina bæri það, er upplýsinga skyldi afiað um. Þetta átti við um atriði, sem voru ekki skilgrcind sérstaklega í umburðarbréfinu, svo sem „stöðu í fjölskyldu“, „stöðu á lieimili“ og „lijúskaparstétt“. Stundum voru látnar í té upplýsingar um atriði, sem ekki var óskað eftir, svo sem um heilsufar og fleira. Hér á eftir er sýnt, að hve miklu leyti upplýst var um kyn, aldur, heilsufar og starf einstaklinga í manntölum 1703 og 1729, hvoru um sig: 1703 1729 Kynferði ............................................. 100,0% 100,0% Aldur ................................................. 99,3% 99,0% Heilsufar .............................................. 4,6% 1,0% Atvinna ................................................ 3,4% 17,9% Upplýsingar um aldur og heilsufar eru tiltölulega fyllri 1703 en 1729. Um starf er þessm öfugt farið. Heilsufarsupplýsingar eru mjög mistíðar í hinum þremur sýslum. Um það bil 95% allra upplýsinga um heilsufar cru úr Hnappadalssýslu, en í henni bjuggu 7,6% alls þess mannfjölda, sem tckinn var á skrá í manntalinu 1729. Að bera við vanheilsu kann að liafa verið ein leiðin til að komast hjá Jiví að verða fluttur nauðugur til Grænlands. Aldur í manntölunum 1703 og 1729 miðast við síðasta afmælisdag, J>. e. tilfærð eru „fullnuð ár“. Aldur barna á fyrsta ári cr oft talinn í dögum, vikum, mánuðum eða J>au sögð veturgömul. Fyrir fólk, sem náð hefur fertugsaldri, er Jiað áberandi, að of margir eru með aldursár, sem enda á 0 eða 5. Og enn meira áberandi er — fyrir þrítugt fólk og eldra — að aldursár stendur frekar á jafnri tölu en oddatölu. Það er einnig áberandi, að börnum á fyrsta ári er slengt saman í aldurshópa. Mjög fá börn eru skráð með aldur á bilinu 29 til 52 vikur. Sjá töflur 2 og 3. Mikill munur er á tölu karla og kvenna á sumum aldursskeiðum 1703 og 1729, eins og kemur fram í eftirfarandi yfirliti, er sýnir tölu karla á 1 000 konur fyrir 5 ára aldursflokka:

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.