Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 14

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Blaðsíða 14
12 Manntal 1729 séu skráðir sem slíkir. I yfirlitinu næst hér á undan munu því eilítið of fáir vera taldir til hjáleigna, en of margir til hændabýla að sama skapi. Ljóst er þó, að hús- fólki hefur fjölgað í sýsltmum þreniur frá 1703 til 1729 og hjáleigubændum fækkað. Meðalstærð og -skipan lieimila 1703 og 1729 er því ekki vel sambærileg og sama á við um samanburð inilli flokka heimila í yfirliti liér á undan. Fjöldi eins manns lieimila húsfólks veldur því, að meðalstærð fjölskyldna var aðeins 4,13 manns 1729. í yfirlitinu hér á eftir er sýnd heimilisskipanin 1703 og 1729 á tveggja manna heimilum og stærri. Það sést af síðasta yfirliti, að meðaltalsvogin, þ. e. skipting mannfjöldans eftir flokkun heimila, er svipuð á öllu landinu 1703 og í Rangár- valla-, Árnes- og Hnappadalssýsluin 1729. Allt lnndift Sýslumar þtjár Heimiliastaða 1703 1729 Ilúsráðandi ................................. 1,00 1,00 Húsmæður.............................. 0,74 0,82 Bðrn innan 15 úra ........................... 1,39 1,72 Aðrir ættingjar ............................. 1,19 0,77 Fjölskyldan sjálf 4,32 4,31 Vinnufólk og lausafólk ...................... 1,25 1,06 Samtals 5,57 5,37 Sveitarómagar (og Oakkarar 1703) ............ 0,94 0,67*) Alls 6,51 6,04 Texti næst fyrir neðan efra yfirlit á bls. 11 (heimilisfólk í Skálholti o. (1.) á einnig við þetta yfirlit. *) Reiknuð nfgangsstærð. Með hliðsjón af áður nefndum annmörkum á samanburði, er furðu mikið sam- ræmi milli meðalstærðar fjölskyldu í 2ja manna keimilum og stærri 1703 (4,32) og 1729 (4,31). Eins manns heimili hænda og hjáleiguhænda voru mjög fá 1729 og á því þetta sama við báða þá fjölskylduflokka (meðalfjölskvlda 4,33 manns). Börn innan 15 ára voru að meðaltali fleiri á fjölskyldu 1729 en 1703, en „aðrir ættingjar“ færri. Vinnufólk og lausafólk að meðaltali á heimili var hins vegar allmiklu fleira 1703 en 1729, 1,25 við fyrra manntalið og 1,06 við hið síðara. Hugsanlegt er, að fleiri börn hafi vegið á móti færra vinnu- og lausafólki. Tala sveitarómaga er reiknuð afgangsstærð 1729. Virðast þeir hafa verið færri í sýshinum þremur 1729 en á öllu landinu 1703. Nokkur vauskráning er möguleg við maimtalið 1729 og er meðal- stærð heiinilis þess vegna láginark þess, sem rétt er. Einkum er líklegt, að vinnu- fólk, lausafólk og sveitarómagar hafi fallið undan skráningu. — Að öllu þessu athuguðu mun mega álykta, að stærð og skipan heimila á Islandi liafi verið lítið háð breytilegri dánartíðni og brevttum vtri skilyrðum, svo sem árferði og jarð- vegsröskun. Blóðtengsl milh fjölskyldumeðlima koma fjarri því alltaf fram á manntals- listum. Þess vegna er engan greinarmun hægt að gera í töflum 4—6 á alsystkinum og hálfsystkinum. Líkurnar á því, að barn sé talið afkvæmi annarrar konu en þeirrar, »em það ól, fara vafalaust vaxandi með aldri barnsins.

x

Hagskýrslur um manntöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.