Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Page 9

Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1975, Page 9
Manntal 1729 7 vegna óvenjumikils harðæris í landinu15). Manntalinu 1729 var ætlað að afla stift- amtmanni konungs á íslandi cinkagagna, er liann gæti stuðst við, ef til þess kæmi, að konungur fyrirskipaði lionum að afla — með fortölum og e. t. v. ineð valdi — nokkurra íslenskra útflytjenda til Grænlands, í sambandi við áform um nýtt land- nám þar16). Ef þéttbýlisstaður er skilgreindur sem liúsaþyrpiug með a. m. k. 300 íbúum, þá var enginn slíkur staður til á íslandi utan Ilevkjavíkur fyrr en á ofanverðri nítjándu öld. Meira en 80% íbúanna unnu að staðaldri við landbúnað. í liinu gamla bænda- samfélagi var hver einstök jörð oftast nær einangruð frá öðrum bæjum, og stafaði það bæði af landfræðilegum ástæðum og ríkjandi búskaparlagi og erfðavenjum. A 18. og 19. öld var það ekki fátítt, að á hverri jörð væru nokkur smábýli cða kot, sein fengið höfðu skika af landi höfuðbólsins, og var oft drjúgur spölur á milli þeirra. Höfuðbóhð ásamt með hjáleigunuin og kotunum voru frá fornu fari tahn til einnar og sömu jarðar, enda þótt öll jarðareignin væri stundum ekki á einni hendi. Þeir hlutar jarðarinnar, sem voru ekki nytjaðir af eigandanuin (eigendunuin) \oru leigðir út. Ef ,,hcimih“ er skilgreint sem heild eins eða fleiri einstaklinga í sambýli og með sameiginlegt liúshald, gátu því verið citt eða fieiri lieimili á liverri íslenskri jörð. Smábýlin í útjaðri jarðarinnar nefndust hjálcigur, en kotbændurnir, sem oft höfðu ekkert jarðnæði, nefndust „húsfólk“. Þess kunna að hafa verið dæmi, að leiguhðar hafi aftur leigt út frá sér. Það orkar raunar tvímæhs, hvort telja beri, að húsfólk, sem hafði ekkert jarðnæði sér til viðurværis, myndi sérstök heimili. Til samræinis við töflur manntals 1703 er liúsfólk þó talið inynda sérstök heimili í töflmium hér á eftir. í umburðarbréfum, sem gefin voru út á Helgafehi í Helgafehssveit 5. október 1702 og á Staðarstað 21. október sama ór, fyrirskipuðu erindrekar konungs, Árni Magnússon og Páll Vídalín, sýslumönnum landsins að sjá um, að almennt mauntal yrrði tekið í hverri sýslu17). Að manntalslistuuum fuUgerðum skyldu þeir afhentir eriudrekunum, þegar Alþingi kæmi næst saman, þ. e. sumarið 1703. Skráningin fór fram að mestu leyti í mars og apríl það ár. Á næstkomandi langaföstu skvldi í hverjum hreppi skrá þá sveitarómaga og utansveitarhúsgangsmenn, er 6taddir væru í hreppnum. Sérstakar skrár skyldu gerðar um aðkomið ölmusufólk. Amtmaður konungs, Niels Fuhrmann, sendi út umburðarbréf 3. septeinber 1729, að því er virðist upp á sitt eindæmi, og fvrirskipaði í þ\ í sýslumönnum í Snæfellsnes-, Mýra-, Borgarfjarðar-, Hnajipadals-, Árnes-, og Rangárvallasýsluin að láta skrá heimihsfólk, sem búsett væri í þessum sýsluin18). Það er óvíst, livort manntalslistar bárust frá öðruin sýslum cn þeim þremur, sem síðast voru taldar. Manntalið var tekið í Rangárvalla- og Árnessýslum fyrir jól 1729, og heimilisfólk í Hnappadalssýslu var skrásett í september sama ár. Því má telja, að skrásetningarnar 1703 og 1729 hafi farið fram á vel skilgreindum tíma. í manntah 1703 voru tæplega 500 einstaklingar, einkurn flakkarar, skráðir á tveimur eða fleiri stöðum19). Hrcppstjórarnir vildu ekki gera lítið úr sveitarþyngsl- unum, sem á þeim hvíldu. En í inanntali 1729 kemur það varla fyrir, að flakkarar séu skráðir. Manntalslistar bárust frá hverjum einasta hreppi landsins 1703 og frá öllum Iireppum sýslnanna þriggja 1729. Flestar jarðir á íslandi hafa lialdið sömu 15) Gcrð cr grcin fyrir sumum tildrögum uð crindrckstri Árna Magnússonar og Púls Vídalíns í greiu Jóns Jónssouur. Fæstcbondcns kár pá Island i dct 18. árhundrcdc, (Dansk) Historisk Tidsskrift, 6. fl., 4. bd. bls. 618 og úfrum (1892—94), 16) Hanncs Þorsteinsson, s. st., bls. 205—06. 17) Manntal á íslandi árid 1703, bls. XVII. 18) Bréfubók amtmanns árið 1729, bls. 263—69 (tilvitnun eftir Hanncsi Þorstciussyni, s. st., bls. 205, nths. 1). 19) Hagskýrslur íslands II, 21, bls. 6. ÍNáttúrufrsðistofnun lslands Dókasafnið

x

Hagskýrslur um manntöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um manntöl
https://timarit.is/publication/1171

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.