Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Blaðsíða 19
Alþingiskosningar 191G
17
að koma enn greinilegar í ljós við landskosningarnar um sumarið,
en þá urðu einmitt mjög fá atkvæði ógild. Aftur á móti munu all-
mörg atkvæði hafa orðið ógild um liaustið vegna þegnskylduvinnu-
atkvæðagreiðslunnar. Fór hún fram um leið og kosningin og fjekk
hver kjósandi 2 seðla, sem hann átti að merkja hvorn með sínu
móti, annan með stimpli en hinn með blýanti. Munu ekki allfáir
kjósendur hafa vilst á þessu og merkt með blýanti á kjörseðilinn,
en stimplað þegnskylduvinnuseðilinn, og gert þá þannig báða ógilda.
Meðal 107 ógildra ágreiningsseðla úr Reykjavík, sem sendir voru
þinginu til úrskurðar, voru þannig 50 merktir með blýanti í stað
slimpils, þar af 6 að eins með merki við einn þingmann, en auk
þess voru 53 seðlar að eins með stimpilmerki við einn þingmann.
Þingið fjellst á úrskurð kjörstjórnar, að allir þessir seðlar væru ógildir.
t 3. yfirlitstöflu (bls. 16) er sýnt, hvernig ógildu atkvæðin
skiftust á kjördæmin og hve miklum hluta þau námu af öllum
greiddum atkvæðum i kjördæminu. Tiltölulega flest hafa ógild at-
kvæði verið í Norður-ísafjarðarsýslu (11.7%) og í Vestur-ísafjarðar-
sj’slu (10.5%). í einu kjördæmi, Austur-Skaftafellssýslu, hafa engin
atkvæði orðið ógild, en að því sleptu hafa liltölulega fæst atkvæði
orðið ógild í Mýrasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu (l.i°/o).
6. Frambjóðendur og þingmenn.
Candidats et représentants élns.
Við kosningarnar haustið 1916 voru alls í kjöri 77 frambjóð-
endur. Er það fleira en áður hefur verið, þvi að 1914 voru að eins
63 í kjöri, en 73 árið 1911. 1916 voru í 2 eins manns kjördæmum
(Strandasýslu og Suður-Þingeyjarsýslu) að eins einn frambjóðandi og
fór þar því engin kosning fram. 3 frambjóðendur voru í 1 tveggja
manna kjördæmi (Rangárvallasýslu), en tvöföld frambjóðendatala á
við þingmannssæti var í 12 kjördæmum. 5 frambjóðendur voru í 4
tveggja manna kjördæmum, en þreföld frambjóðendatala var í 5
kjördæmum (Reykjavik, Borgarfjarðarsýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu,
Akureyri og Vestur-Skaftafellss^'slu) og fjórföld frambjóðendatala í 1
kjördæmi (Snæfellsnessýslu).
Af 34 þjóðkjörnum þingmönnum, sem sæti áttu á þinginu 1915
huðu 27 sig fram aftur í sama kjördæmi og voru 20 þeirra endur-
kosnir, 1 bauð sig fram í öðru kjördæmi, en náði þar ekki kosn-
ingu, 3 höfðu verið kosnir landsþingmenn við kosningarnar um
sumarið, 1 var dáinn, en 2 drógu sig í lilje.
Haustið 1916 voru kosnir 14 nýir þingmenn. Af þeim höfðu
10 aldrei setið á þingi fyr, en 4 höfðu verið þingmenn áður, þólt
3