Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Blaðsíða 23
AlþingiskosnÍDgar 1916
21
B. Hlutbundnar landskosningar 5. ágúst 1916.
FAeclions d’aprcs lc nombrc proportionnel le .1 aoiil 19111.
I. Landskosningarnar.
I/clections.
Með stjórnarskrárbreytingunni 19. júní 1915 voru konungkjörnu
Itingmennirnir afnumdir, en í stað þess ákveðið, að 6 þingmenn
skyldu kosnir hlutbundnum kosningum um landið alt í einu lagi og
jafnmargir varamenn. Kosningin gildir til 12 ára, en lielmingurinn
fer frá 6. hvert ár. Þingrof nær ekki til þessara þingmanna. Ef sæti
landskjörins þingmanns verður ault, tekur það sá varaþingmaður,
sem næsta hafði atkvæðatölu á þeim lista, sem hinn fráfarni þing-
maður var kosinn á. Hinar fyrstu hlutbundnu landskosningar sam-
kvæml þessu á 0 þingmönum og 6 varamönnum fór fram 5. ágúsl 1916.
2. Tala kjósenda.
Kombre des élccteurs.
Kosningarrjellur til landskostiinga er bundinn sömu skilyrðum
sem kosningarrjettur til kjördæmakosninga nema aldurslakmarkið
er 10 árum hærra við landskosningarnar eða 35 ár. Fyrir nýju
kjósendurna (konur og hjú) er þó aldurslakmarkið fyrst 40 ár, en
lækkar svo smámsaman eins og við kjördæmakosningarnar (sjá hls.
7). Yið landskosningarnar 5. ágúst 1916 voru kjósendur á kjörskrá
24 189 eða 26,s°/o af landsbúum. Af þeim voru álíka margir karlar
og konur, 12 139 karlar. og 12 050 konur.
Tala kjósenda til landskosninga í hverju kjördæmi og hverj-
um lireppi sjesl á töllu 1 B (bls. 32) og tötlu II B (hls. 41 — 48).
3. Kosningahluttaka.
Participation dcs électeurs.
Við landskosningarnar greiddu alls atkvæði 5 873 kjósendur
eða 24.:i°/o af þeim, sem á kjörskrá stóðu. Hefur hluttaka í alþingis-
kosningum aldrei verið tillölulega jafnlítil síðan 1880. Þó var
afarmikill munur á hlullöku karla og hvenna í kosningunum. Af
körlum greiddu atkvæði 4 628 eða 38.i°/o, en af konum að eins
1 245 eða 10,:i°/o. Hefur því hluttaka kvenna ekki verið nema rúm-
lega */* á móls við hlultöku karla. Þó hefur hlultaka karla í kosn-
ingum aldrei verið jafnlitil síðan um aldainót. Þessi litla hlutlaka í
landskosningunutn 1916 stafar sjálfsagt nokkuð af því, að þær fóru
fram um hásumar, er annir voru miklar bæði til sveita og sjávar.
En sennilega hefur líka áhugi manna fyrir kosningunum verið rninni