Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Qupperneq 28

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Qupperneq 28
26 Alþingiskosningnr 1916 Hvanneyrar-, Þóroddsstaðar-, Árskógs-, Svalbarðsstrandar-, Flatej’jar- í Þingeyjarsýslu, Fjalla-, Svalbarðs-, Fáskrúðsfjarðar- og Stöðvar- hreppar. í einum hreppi (Skefilsstaðahreppi) hefur kosningahluttaka karla og kvenna verið jafnmikil, en annars hefur kosningahluttaka kvenna í öllum hreppum verið minni heldur en karla. 4. Atkvæði utanhreppsmanna. Votants hors de leur district. Við landskosningarnar er alt landið eitt kjördæmi og geta menn því fengið að greiða atkvæði utan þess hrepps, þar sem þeir standa á kjörskrá, eigi að eins í sömu sýslu heldur livar sem er á landinu, ef menn sýna votlorð sýslumanns síns eða bæjarfógeta um að þeir standi á kjörskrá og haíi afsalað sjer þar kosningarrjetti. Sumarið 1916 greiddu 62 menn atkvæði utan þess hrepps, þar sem þeir stóðu á kjörskrá og er það l.i°/o af öllum þeim, sem atkvæði greiddu við kosninguna. í töflu I B (bls. 32) er sýnt, hve margir notuðu sjer þetta í liverju kjördæmi á landinu, og 4. yfirliti (bls. 22) er sýnt, hve margir það voru í hlutfalli við þá, sem atkvæði greiddu i hverju kjördæmi. Tiltölulega flestir aðkomumenn hafa greitt atkvæði í Húnavatnssýslu (3.2°/o af öllum sem atkvæði greiddu). í töflu II B (bls. 41—48) sjest í hvaða hreppum aðkomu- menn hafa greitt atkvæði. Víðast hvar er þess getið í athugasemd neðanmáls, hvaðan þessir aðkomumenn voru. 5. Brjefleg atkvæði fjarverandi kjósenda. Voles par lettre des clecteurs absentes. Við landskosningarnar 1916 komu fyrst til framkvæmda fyrir- mæli laga nr. 47, 30. nóv. 1914 um brjeflega atkvæðagreiðslu fjar- staddra kjósenda. 138 menn eða 2.3°/o af þeim, sem atkvæði greiddu, notuðu þennan rjett og greiddu atkvæði brjeflega samkvæmt fyrir- mælum laganna. Þar af voru að eins 7 konur. í töllu I B (bls. 32) er sýnt, hve inörg af hinum greiddu atkvæðum í hverri sýslu voru brjeíleg atkvæði, og á 4. yfirliti (bls. 22) sjest, hve mörg þau voru hlut- fallslega við greidd atkvæði. Tillölulega langflest voru þau í Vestur- ísafjarðarsýslu, 13.s0/0 af greiddum atkvæðum þar, og í Reykjavík 9%. Auk hinna brjeflegu atkvæða, sem talin voru með greiddum at- kvæðum, komu fram nokkur alkvæðabrjef, sem alls ekki voru tekin til greina sem alkvæði vegna þess, að þau fóru á ýmsan liátt í bága við fyrirmæli laganna frá 1914. Bárusl Iandskjörstjórninni 40 slík ógild atkvæðabrjef, en lleiri munu hafa borist kjörstjórnum eftir kjör- dag án þess að þær hafi sent þau áfram til landskjörstjórnar. Mis-

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.