Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1918, Side 31
Alþingiskosningar 1P10
20
C. Þjóðaratkvæðagreiðsla um þegnskylduvinnu.
1‘lebiscitc sur élablissement d'un service civil obligaloire.
Á alþingi 1915 var samþykt þingsályktun um að skora á stjórn-
ina að Iáta fara fram atkvæðagreiðslu allra kosningabærra manna á
landinu um það, hvort lögbjóða skyldi skylduvinnu fyrir alla heil-
brigða karlmenn, við verk í þarfir hins opinbera, einhverntíma á
aldrinum 17—25 ára, alt að 3 mánaða tíma, i eitt skifti. Atkvæða-
greiðslan skyldi vera leynileg og fara fram samhliða næstu almenn-
um kosningum. Samkvæmt þessu var slik atkvæðagreiðsla látin fara
fram 21. okt. 1916 um leið og kjördæmakosningarnar. Fengu kjós-
endur auk kosningaseðilsins atkvæðaseðil um þegnskylduvinnuna,
sem á stóð »já« og »nei«. Þeir sem vildu koma á slíkri vinnu áttu
að setja merki við »já«, en þeir sem voru því mótfallnir við »nei«.
Úrslit alkvæðagreiðslunnar urðu þessi:
Já 1 016 eða 7.2»/o
N e i 11313 — OO © T
Auðir seðlar 1 080 — 7.7—
Ogildir seðlar.... 696 — 4.;)—
Samtats.. 11105 eða 100.o°/o
Tala greiddra atkvæða alls kemur ekki heim við atkvæðatöluna
við alþingiskosningarnar haustið 1916. Stafar það annarsvegar af því,
að nokkrir kjósendur munu liafa lálið vera að taka á móti þegn-
skylduvinnuatkvæðaseðli, og hins vegar af því, að í þeim tveim sýsl-
um, sem engin alþingiskosning fór fram í, Strandasýslu og Suður-
Þingeyjarsýslu, fór fram sjerstaklega atkvæðagreiðsla um þegnskyldu-
vinnu. Þó voru úr 2 hreppum í Suður-Þingeyjarsýslu (Ljósavatns-
lireppi og Húsavíkurlireppi) allir seðlar endursendir ónotaðir, svo að
atkvæðagreiðsla hefur alveg farist þar fvrir.
í tötlu V (bls. 55) er sýnt, hvernig atkvæði fjellu um þegnskyldu-
vinnuna í hverju kjördæmi, og i 6. yfirliti (bls. 30) ei sýnt hvernig
atkvæðin skiftust ldutfallslega. Þar sjest, að þegnskylduvinnan hefur
fengið tiltölulega inest fylgi í Reykjavík, þar sem 14.o°/o af greiddum
atkvæðum þar hafa verið með henni, og úr Reykjavík er meir en
allra þeirra atkvæða, sem greidd eru með henni á öllu landinu.
Aðeins í 3 kjördæmum utan Reykjavíkur,- hefur meir en x/io atkvæða
orðið með þegnskylduvinnunni, á Seyðisfirði ll.:i°/o, í Vestinannaeyj-
um 10.8°/o og í Vestur-ísafjarðarsy'slu 10.i°/o. í Dalasýslu hefur ekk-
ert atkvæði verið greitt með þegnskylduvinnu, en tiltölulega fæst
hafa atkvæðin orðið með henni í Skaftafellssýslunum, i Vestur-Skafta-
fellssýslu 2.2°/o og í Austur-Skaftafellssýslu 2.o°/°.