Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Side 5
For mál i.
Avant-propos.
Frumvarp það til dansk-íslenskra sambandslaga, sem nefndir
af hálfu Daca og íslendinga, er fund áttu með sjer í Reykjavík
sumarið 1918, höfðu orðið sammála um, var samkvæmt 21. gr.
stjórnskipunarlaga 19. júní 1915 lagt undir atkvæði allra kosningar-
bærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar eftir að alþingi
liafði fallist á það. Fór atkvæðagreiðsla þessi fram 19. október 1918
á líkan hátt sem kjördæmakosningar til alþingis. Þá var með aug-
lýsingu stjórnarráðsins 10. sept. 1918 rýmkað nokkuð um skilyrðin
fyrir atkvæðagreiðslu utanhjeraðsmanna og mönnum, sem eigi voru
heimanfærir til kjörstaðar, leyft að kjósa brjeflega heima hjá sjer.
Nokkru fyrir atkvæðagreiðsluna sendi hagstofan öllum yfir-
kjörstjórnum á landinu eyðublöð undir skýrslur um úrslit atkvæða-
greiðslunnar, sem þær áttu sjálfar að útfylla, og ennfremur eyðu-
blöð undir skýrslur um sjálfa atkvæðagreiðsluna, sem sendast áttu
áfram til undirkjörstjórna og iitfyllast af þeim. Sex mánuðum eftir
atkvæðagreiðsluna hafði hagstofan loks fengið skýrslur þessar úr
öllum hreppum í viðunanlegu formi og eru skýrslur þær, sem hjer
birtast bygðar á þeim.
Bráðabirgðayfirlit um hluttöku í atkvæðagreiðslunni og úrslit
hennar hefur áður verið birt í Hagtíðindum 4. árg. nr. 3 (maí 1919).
Hagstofa íslands i ágúst 1919.
Porsteinn Porsteinsson.