Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1919, Side 10
8
Atkvæðagreiðsla um sambandslög 191S
21
2. Hluttaka í atkvæðagreiðslunni.
Parlicipation des électeurs.
í atkvæðagreiðslunni um sambandslögin tóku alls þátt 13 653
kjósendur eða 43.s % af kjósendatölunni á öllu landinu. Hefur
hluttaka i alþingiskosningum aldrei verið jafnlítil síðan um aldamót,
að undanskildum landskosningunum 1916, er hluttakan var að eins
24.3 °/o. Við kjördæmakosningarnar sama ár var hluttakan aftur á
móti 52.6 °/o að meðaltali í þeim kjördæmum, sem kosning fór fram
í. En mest hefur kosningahluttakan verið 78.4 °/o árið 1911.
Þegar litið er sjerstaklega á hluttöku karla og kvenna í at-
kvæðagreiðslunni sjest það, að það stafar frá kvenfólkinu, hve hlut-
takan er lítil. Af karlmönnum greiddu atkvæði 10 352 eða 59.3 °/o
af öllum karlkjósendum, en af kvenfólkinu greiddu að eins 3 301
atkvæði eða 24.i °/o af öllum kvenkjósendum. Við kjördæmakosn-
ingarnar 1916 var hluttaka bæði karla og kvenna nokkru meiri,
karla 69.í °/o og kvenna 30.2 °/o, en við landskosningarnar sama ár
miklu minni, karla 38.í °/o og kvenna 10.3 °/o.
Á þrem siðustu dálkunum í töflu I (bls. 20—21) sjest, hve rnargir
af kjósendum hvers alþingiskjördæmis hafa tekið þátt í atkvæða-
greiðslunni. Er þar hver kjósandi talinn þar sem. hann hefur verið
á kjörskrá, en ekki þar sem hann hefur greitt atkvæði, ef hann
hefur greitt atkvæði utan kjördæmis síns. í 1. yfirlitstöflu (bls. 9)
er sýnt með hlutfallstölum hvernig hluttakan í atkvæðagreiðslunni
var í liverju kjördæmi. í þrem kjördæmum greiddu meir en 2/3
kjósenda atkvæði, Vestmannaeyjum (76.i °/°)> Austur-Skaftafellssýslu
(71.o °/o) og Strandasýslu (69.9 °/o). Minst var hluttakan í atkvæða-
greiðslunni í Vestur-Skaftafellssýslu (27.4 %), enda stóð þá Kötlu-
gosið yfir um þær mundir, en í tveim öðrum kjördæmum náði
hluttakan heldur ekki þriðjungi kjósenda, Eyjafjarðarsýslu (28.s °/o)
og Akureyri (32.i °/0)- 1 Vestmannaeyjum var mest hluttaka í at-
kvæðagreiðslunni bæði af körlum og konum (85.i °/o af körlum og
62.5 °/o af konum). Minst hluttaka karla var í Eyjafjarðarsýslu
(43.o °/o), en kvenna í Vestur-Skaftafellssýslu (7.5 °/o). í eftirfarandi
yfirliti er kjördæmunum skift i flokka eftir hluttökunni í atkvæða-
greiðslunni.
Tala kjördæma
Karlar Konur Alls
Yfir 90 °/o.... » » »
80—90 —........ 2 » »
70-80 — ....... 4 » 2