Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Blaðsíða 9
Alþingiskosningar 1919—1923 7 haustið 1919 og í 3 kjördæmum 1923 vegna þess, að þar var aðeins einn frambjóðendi og því sjálfkjörinn, svo að kosningahluttakan var til- tölulega meiri í þeim kjördæmum, þar sem kosning fór fram, þegar að- eins er miðað við kjósendur þeirra, eða 58,7 °/o árið 1919 og 75.6 °/o árið 1923. í 2 kjördæmum, Borgarfjarðarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, fór hvorki fram kosning 1919 nje 1923. En auk þess fór engin kosning fram 1919 í Snæfellsnessýslu, Norður-ísafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjar- sýslu, Seyðisfirði, Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vest- mannaeyjum, og 1923 í Mýrasýslu. Síðan 1874 hefur kosningahluttakan verið: Á öll u Þar sem atkv«öa* Á öllu landinu greiösla fór fram landinu 1874 .... ... 19.6 o/o 1908 .. 75.7 o/o 72.4 % 1880 .... . . . 24.7 — 1911 ... 78.4 — 78.4 — 1886 .... . .. 30.6 — 1914 ... .... 70.0 — 55.8 - 1892 .... ... 30.5 — 1916 ... 52.6 — 49.2 — 1894 .... ... 26.4 — 1918 ..: 43.8 — 43.8 — 1900 .... . . . 48.7 — 1919 ... 58.7 — 45.4 — 1902 .... . . . 52.6 — 1923 ... 75.6 — 70.9 — 1903 .... . .. 53.4 — Árið 1908 var fyrst farið að kjósa skriflega í hverjum hreppi, en áður var kosið munnlega á einum stað í hverju kjördæmi. Var þá auð- vitað erfiðara að sækja kjörfund og kosningahluttaka því fremur lítil. Þó kemst hún upp í um og yfir helming kjósenda við síðustu munnlegu kosningarnar um og eftir aldamótin. En þegar farið er að kjósa í hverj- um hreppi vex hluttakan mikið og mest var hún 78.4 °/o við kosning arnar 1911. Síðan minkar hún aftur, einkum 1916, er kvenfólkið bætist við í kjósendatöluna. Minst var hluttakan við atkvæðagreiðsluna um sam- bandslögin 1918, sem stafaði af því, hve mótstaðan gegn þeim var lítil. Við kosningarnar 1919 var kosningahluttakan á öllu landinu minni en við nokkrar aðrar alþingiskosningar síðan um aldamót. Stafar það einkum af því, í hve mörgum kjördæmum aðeins einn frambjóðandi var í kjöri, svo að eigi var tilefni til kosningar í þeim kjördæmum. Ef aftur á móti er litið á kosningahluttökuna í þeim kjördæmum aðeins, þar sem kosning fór fram, þá hefur hún verið meiri en 1916. Við kosningarnar 1923 er kosningahluttakan aftur á móti miklu meiri, svo að hún hefur aldrei meiri verið nema árið 1911 og lítið eitt 1908. Hefur þó enn bæst við mikið af nýjum kjósendum, en aftur á móti voru líka brjeflegar kosningar leyfðar í miklu ríkari mæli en áður. Þegar litið er sjerstaklega á hluttöku karla og kvenna í kosningun- um, þá sjest, að hluttaka kvenna er miklu minni en hluttaka karla. Við kosningarnar haustið 1919 greiddu atkvæði 74.1 °/o af karlkjósendum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.