Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Side 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Side 9
Alþingiskosningar 1919—1923 7 haustið 1919 og í 3 kjördæmum 1923 vegna þess, að þar var aðeins einn frambjóðendi og því sjálfkjörinn, svo að kosningahluttakan var til- tölulega meiri í þeim kjördæmum, þar sem kosning fór fram, þegar að- eins er miðað við kjósendur þeirra, eða 58,7 °/o árið 1919 og 75.6 °/o árið 1923. í 2 kjördæmum, Borgarfjarðarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, fór hvorki fram kosning 1919 nje 1923. En auk þess fór engin kosning fram 1919 í Snæfellsnessýslu, Norður-ísafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjar- sýslu, Seyðisfirði, Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vest- mannaeyjum, og 1923 í Mýrasýslu. Síðan 1874 hefur kosningahluttakan verið: Á öll u Þar sem atkv«öa* Á öllu landinu greiösla fór fram landinu 1874 .... ... 19.6 o/o 1908 .. 75.7 o/o 72.4 % 1880 .... . . . 24.7 — 1911 ... 78.4 — 78.4 — 1886 .... . .. 30.6 — 1914 ... .... 70.0 — 55.8 - 1892 .... ... 30.5 — 1916 ... 52.6 — 49.2 — 1894 .... ... 26.4 — 1918 ..: 43.8 — 43.8 — 1900 .... . . . 48.7 — 1919 ... 58.7 — 45.4 — 1902 .... . . . 52.6 — 1923 ... 75.6 — 70.9 — 1903 .... . .. 53.4 — Árið 1908 var fyrst farið að kjósa skriflega í hverjum hreppi, en áður var kosið munnlega á einum stað í hverju kjördæmi. Var þá auð- vitað erfiðara að sækja kjörfund og kosningahluttaka því fremur lítil. Þó kemst hún upp í um og yfir helming kjósenda við síðustu munnlegu kosningarnar um og eftir aldamótin. En þegar farið er að kjósa í hverj- um hreppi vex hluttakan mikið og mest var hún 78.4 °/o við kosning arnar 1911. Síðan minkar hún aftur, einkum 1916, er kvenfólkið bætist við í kjósendatöluna. Minst var hluttakan við atkvæðagreiðsluna um sam- bandslögin 1918, sem stafaði af því, hve mótstaðan gegn þeim var lítil. Við kosningarnar 1919 var kosningahluttakan á öllu landinu minni en við nokkrar aðrar alþingiskosningar síðan um aldamót. Stafar það einkum af því, í hve mörgum kjördæmum aðeins einn frambjóðandi var í kjöri, svo að eigi var tilefni til kosningar í þeim kjördæmum. Ef aftur á móti er litið á kosningahluttökuna í þeim kjördæmum aðeins, þar sem kosning fór fram, þá hefur hún verið meiri en 1916. Við kosningarnar 1923 er kosningahluttakan aftur á móti miklu meiri, svo að hún hefur aldrei meiri verið nema árið 1911 og lítið eitt 1908. Hefur þó enn bæst við mikið af nýjum kjósendum, en aftur á móti voru líka brjeflegar kosningar leyfðar í miklu ríkari mæli en áður. Þegar litið er sjerstaklega á hluttöku karla og kvenna í kosningun- um, þá sjest, að hluttaka kvenna er miklu minni en hluttaka karla. Við kosningarnar haustið 1919 greiddu atkvæði 74.1 °/o af karlkjósendum,

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.