Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Side 20
18
Alþingiskosningar 1919—1923
frambjóðendur, er ekki gátu fyllilega talist til neinnar þeirra. Fyrir þessar
kosningar gerðu andstæðingar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins
bandalag með sjer og tóku þátt í því Sjálfstæðisflokkurinn og hið svo-
kallaða Sparnaðarbandalag, sem verið hafði á þinginu 1923, og yfirleitt
aðrir andstæðingar Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Ekki hafði
bandalag þetta neitt nafn, sem viðurkent væri af öllum, en alment var
það kallað Borgaraflokkur, að minsta kosti sunnanlands, og hefur það
nafn því verið notað hjer. Þegar á þing kom, var bandalagi þessu lokið.
Kom þá Sjálfstæðisflokkurinn aftur fram sem sjálfstæður flokkur, en af
öðrum, sem þátt höfðu tekið í bandalaginu, var stofnaður nýr flokkur,
sem nefndist íhaldsflokkur.
Eftirfarandi yfirlit sýnir í hve mörgum kjördæmum hver flokkur
hafði frambjóðendur við kosningarnar 1919 og 1923 og hve marga,
hversu margir af þeim náðu kosningu og hversu mörg atkvæði fjellu á
frambjóðendur hvers flokks. Við kosningarnar 1919 er einnig aukadálkur,
sem sýnir atkvæðatölu flokkanna, ef atkvæðum utanflokkaframbjóðenda
er skift á milli flokkanna.
í hve mörgum Tala Atkvæöatala
kjðrdæmum fram- aO viöbættum
1919 frambjóöendur bjóöenda Kosnir Atkvæöatala utanfl.atkv.
Heimastjórnarflokkur (H) 16 26 9 4 120 >/2 6 423
Sjálfstæ&isflokkur (S) 10 11 7 1 5631/2 3 548
Framsóknarflokkur (F) 9 11 6 1 873V2 3 115
Alþý&uftokkur (A) 2 3 » 949 949
Utan flokka (U(H)) 5 6 4 2 3021/2 —
- - (U(S)) 5 7 4 1 984V2 —
- - (U(F)) 2 4 4 1 2411/2 —
Samtals . — 68 34 14 035 14 035
1923
Ðorgaraflokkur (B) 23 39 21 16 272 —
Framsóknarflokkur (F) 16 22 13 8 062 —
Alþýðuflokkur (A) 9 13 1 4 9121/2 —
Utan flokka (U) 3 3 1 1 115 '/2 —
Samtals . — 77 36 . 30 362 —
Atkvæðin eru hjer talin þannig í tveggjamannakjördæmum, að at-
kvæðatala hvers frambjóðanda er helminguð. Þau atkvæði, sem fallið hafa
á frambjóðendur sinn úr hvorum flokki, teljast því að hálfu til hvors
flokksins. I þeim kjördæmum, þar sem þingmenn eru kosnir án atkvæða-
greiðslu, væri ef til vill rjettast að telja þá kosna með atkvæðum allra
kjósenda í kjördæminu. Ef svo væri gert, þá bættust við atkvæðatöluna
7 217 atkvæði 1919 og 2 727 atkvæði 1923 og skiftast þau þannig
á flokkana: