Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Page 22

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Page 22
20 Alþinglskosningar 1919—1923 Árið 1922 var útrunnið hálft kjörtímabilið og áttu þá að fara frá þeir 3 landskjörnir þingmenn, sem hlutkesti alþingis 1917 ákvað, og fóru fram Iandskosningar á nýjum mönnum í stað þeirra 8. júlí 1922. En með sjórnarskránni 1920 var kjörtímabil landskjörinna þingmanna fært niður í 8 ár og jafnframt ákveðið, að þeir 3 landskjörnu þingmenn, sem kosnir voru 1916 og áfram sitja, skuli fara frá 1926. 2. Tala kjósenda. Nombre des électeurs. Kosningarrjettur til landskosninga er bundinn sömu skilyrðum sem kosningarrjettur til kjördæmakosninga, nema aldurstakmarkið er 10 árum hærra við Iandskosningarnar eða 35 ár. Við kosningarnar 1922 var tala kjósenda 29 094 eða 30.2 °/o af landsbúum. Við kosningarnar 1916 var kjósendatalan 24 189 eða 26.8 °/o af landsmönnum, en þá var aldurstak- mark kvenna líka ekki komið nema niður í 39 ár. Af kjósendunum 1922 voru 13 445 eða 46.2 °/o karlar, en 15 649 eða 53.8 o/o konur. Er það mjög svipað hlutfall eins og við kjördæmakosningarnar síðustu. Þó eru konurnar tiltölulega heldur fjölmennari við landskosningarnar. Tala kjósenda til landskosninga 1922 í hverju kjördæmi og hverjum hreppi sjest á töflu III (bls. 28) og töflu IV (bls. 29—35). 3. Kosningahluttaka. Participation des électeurs. Við landskosningarnar 1922 greiddu alls atkvæði 11 962 kjósendur eða 41.1 o/o af þeim, sem á kjörskrá stóðu. Er það miklu meiri hluttaka heldur en við fyrstu landskosningarnar, er aðeins 24.3 °/o af kjósendum greiddu atkvæði, en samt minni hluttaka heldur en við nokkrar kjör- dæmakosningar síðan um aldamót. Mikill munur var á hluttöku karla og kvenna í kosningunum. Af körlum greiddu atkvæði 7 033 eða 52.7 °/o, en af konum 4 879 eða aðeins 32.2 °/o. í töflu III (bls. 28) er sýnt, hve margir hafa greitt atkvæði í hverju kjördæmi við landskosningarnar 1922, en í 4. yfirliti er sýnt með hlut- fallstölum, hve kosningahluttakan hefur verið mikil í samanburði við tölu kjósenda í hverju kjördæmi. Kosningahluttakan hefur verið mest á ísa- firði (57.6 o/o), en minst í Húnavatnssýslu (25.8 °/o). Hluttaka karla var líka mest á ísafirði (69.1 °/o) og minst í Húnavatnssýslu (36.8 °/o). En hluttaka kvenna var mest í Reykjavík (48.2 °/o), en minst í Húnavatns- sýslu (16.2 o/o). í eftirfarandi yfirliti er kjördæmunum skift í flokka eftir kosningahluttöku karla, kvenna og allra kjósenda.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.