Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Page 25

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Page 25
Alþingiskosningar 1919—1923 23 Kosningahluttaka Karlar Konur Alls 40—50 — 44 19 45 30-40 — 43 39 50 20—30 — 18 54 51 10—20 - 6 45 23 Undir 10 % )) 36 )) Samtals . , , 211 211 211 f 187 hreppum var hluttaka karla í kosningunum meiri en 30 °/o, en i 24 hreppum minni. Aftur á móti var hluttaka kvenna aðeins í 76 hreppum meiri en 30 °/o, en í 135 hreppum minni. Hvernig hrepparnir innan hverrar sýslu skiftast eftir kosningahlut- töku sjest í 5. yfirliti (bls. 22). Mest var kosningahluttakan í heild sinni í Oxarfjarðarhreppi (75.4 o/0) og í Norðfjarðarhreppi (72.3 °/o), en minst var hún í Snæfjallahrappi (10.9 °/o), Akrahreppi (11.8 «/o), Hörgslands- hreppi (12.0 °/o) og Kirkjuhvammshreppi (12.3 °/o). Meðal karlmanna var kosningahluttakan mest í Lóðmundarfjarðarhreppi (91 °/o), en minst í Hörgslandshreppi og Tálknafjarðarhreppi (15 °/o). En meðal kvenna var hluttakan mest í Norðfjarðarhreppi (76 °/o), en minst í Miðdalahreppi, Bæjarhreppi í Strandasýslu, Tjörneshreppi og Leiðvallarhreppi (2 o/o). 4. Atkvæðagreiðsla utanhreppsmanna. Votants hors de leur district. Við landskosningarnar er alt landið eitt kjördæmi og geta menn því fengið að greiða atkvæði utan þess hrepps, þar sem þeir standa á kjörskrá, eigi aðeins í sömu sýslu heldur hvar sem er á landinu, ef þeir sýna vottorð sýslumanns síns eða bæjarfógeta um að þeir standi á kjörskrá og hafi afsalað sjer kosningarrjetti þar. Sumarið 1922 greiddu 142 menn atkvæði á kjörstað utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir stóðu á kjörskrá, og er það 1.2 o/o af öllum, sem atkvæði greiddu við kosn- inguna. í töflu III (bls. 28) er sýnt, hve margir notuðu sjer þetta í hverju kjördæmi á landinu og í 4. yfirliti (bls. 21) er sýnt, hve margir það voru í hlutfalli við þá sem atkvæði greiddu í hverju kjördæmi 5. Brjefleg atkvæði. Votes par lettre. Við landskosningarnar 1922 voru brjefleg atkvæði alls 273 eða 2.3 o/o af þeim, sem atkvæði greiddu. Er það alveg sama hlutfall eins og við landskosningarnar 1916. Ástæðurnar til þessara brjeflegu kosninga voru einungis fjarvera úr hreppnum eða kaupstaðnum, þegar kosningin

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.