Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1924, Qupperneq 26
24
Alþíngiskosningar 1919—1923
fór fram, því að heimildin til heimakosninga vegna elli og lasleika var
þá ekki komin í lög. í töflu III (bls. 28) er sýnt, hve mörg af hinum
greiddu atkvæðum í hverri sýslu voru brjefleg atkvæði, og á 4. yfirliti
(bls. 21) sjest hve mörg þau voru hlutfallslega við greidd atkvæði. Til-
tölulega flest voru þau í Reykjavík (4.7 °/o) og í Austur-Skaftafellssýslu
(4.5 o/o). í töflu IV (bls. 29—35) sjest hve mörg atkvæði hafa verið
greidd brjeflega í hverjum hreppi á landinu.
6. Ógild atkvæði.
Bulletins nuls.
Við landskosninguna 1922 urðu ógildir atkvæðaseðlar alls 168 eða
1.4 o/o af atkvæðatölunni. Við landskosninguna 1916 urðu ekki ógildir
seðlar nema 0.7 °/o af greiddum atkvæðum. Framundir tye hluti af ógildu
atkvæðaseðlunum 1922, 23 atkvæðaseðlar, voru auðir.
7. Frambjóðendur og þingmenn.
Candidats et représentants élus.
Við landskosningarnar 1922 komu fram 5 listar. Á fjórum voru 6
nöfn, en á einum 4, svo að alls voru 28 nöfn á öllum listunum, þar á
meðal 4 konur á sjerstökum kvennalista.
Við kosningarnar skiftust atkvæðin þannig:
Heimastjórnarmenn 27.2 »/o
Framsóknarflokkur 3 196 — — 26.7 —
Kvennalisti 2 674 — — 22.4 —
AlþíÖuflokkur 2 033 — — 17.0 —
Sjálfstæðismenn 633 — — 5.3 —
Ógild atkvæði 168 — — 1.4 —
Samtals . . 11 962 atkv. eða lOO.o %
Heimastjórnarmenn, Framsóknarflokkur og kvennalisti komu að
einum þingmanni og varamanni hver, en hinir listarnir komu engum að.
Hvaða menn á þeim listum, sem að komast, verða fyrir kosningu,
er undir því komið, hvernig atkvæði falla á nöfnin á listunum. Ef röðin
er látin haldast óbreytt fær sá, sem efstur stendur, 1 atkvæði, en þeir
sem neðar standa, brot úr atkvæði, sem er því minna sem þeir standa
neðar. En kjósendum er frjálst að breyta um röð nafnanna á listanum
og reiknast þá atkvæðin eftir því, og eftir atkvæðatölu hvers eins fer
endanlega röðin á listanum, er ræður því, hve snemma hver maður á
listanum kemur til greina til kosningar. Atkvæði einstakra frambjóðenda
voru aðeins upp talin á þeim listum, sem að komust. Hafði röðinni að