Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1929, Side 12
10
Alþingiskosningar 1926—1927
dalshreppi og Hofshreppi í Skaftafellssýslu, greiddu atkvæði allir karl-
menn, sem á kjörskrá stóðu, en í Borgarhafnarhreppi var kosningahlut-
taka kvenna tiltölulega mest, 94.4 °/o. Minst kosningahluttaka meðal karla
var í Grýtubakkahreppi 41.5 o/o, en meðal kvenna í Gnúpverjahreppi, 12.1 °/o.
I töflu VI (bls. 37—38) er sýnd atkvæðatalan við aukakosningar þær,
sem fram fóru 1926 í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Reykjavík, Dalasýslu
og Rangárvallasýslu.
3. Atkvæðagreiðsla utanhreppsmanna.
t/otants hors de leur district.
Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki
stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vott-
orði sýslumanns, að hann standi á annari kjörskrá í kjördæminu og að
hann hafi afsalað sjer þar kosningarrjetti. Við kosningarnar haustið 1927
greiddu 459 menn atkvæði í öðrum hreppi eða kaupstað heldur en þar
sem þeir stóðu á kjörskrá, eða 1.4 °/o af öllum þeim, sem atkvæði greiddu
við kosningarnar. Við undanfarnar kosningar hefur þetta hlutfall verið:
1916............ l.o o/o 1923 ........... l.i %
1919 ........... 1.7 — 1927 ........... 1.4 —
Af þeim, sem notuðu sjer þennan rjett árið 1927, voru 180 konur
eða um 39 °/o. í töflu I (bls. 21) er sýnt, hve margir kusu á þennan
hátt í hverju kjördæmi á landinu og í 1. yfirliti (bls. 8) sjest, hve margir
það hafi verið í samanburði við þá, sem atkvæði greiddu í hverju kjör-
dæmi. Tiltölulega flestir hafa það verið í Skagafjarðarsýslu (5.8 °/o af
öllum, sem atkvæði greiddu).
4. Brjefleg atkvæði.
Votes per lettre.
Sjómenn og aðrir, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaup-
staðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki
neyta hins almenna rjettar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað
í sama kjördæmi, mega greiða atkvæði brjefiega, þannig að þeir sendi
hreppstjóra eða bæjarfógeta á þeim stað, þar sem þeir standa á kjörskrá,
fyrir kjörfund atkvæðaseðil í brjefi. Við kosningarnar haustið 1927 neyttu
2112 menn þess rjettar að kjósa brjeflega, eða 6.4 o/o af öllum þeim, sem
atkvæði greiddu. Við undanfarandi kosningar hefur þetta hlutfall verið
1916............. 1.9 % 1923 ............ 13.0 %
1919 ............ 2.6 — 1927 ............ 6.4 —