Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1932, Blaðsíða 8
6
Alþingisliosningar 1930—1931
alveg fellt burtu og hækkaði þá kjósendatalan svo, að hún komst upp í
hérumbil 45 °/o og hefur það hlutfall haldist síðan að heita má.
Af kjósendatölunni 1931 voru 24314 eða 48.0 °/o karlar, en 26 303
eða 52.0 o/o konur. Koma þá 1082 kvenkjósendur á móts við hvert 1000
karlkjósenda. Er það meiri munur heldur en er á iölu allra karla og
kvenna á landinu. Stafar það af því, að innan við kosningaraldur (25
ár) eru heldur fleiri karlar heldur en konur, en á kosningaraldri eru
konur þeim mun fleiri heldur en karlar.
Þegar kjósendatölunni er deilt með tölu kosinna þingmanna, koma
á hvern þingmann 1279 kjósendur árið 1927, 1220 árið 1923, 937 árið
1919, 394 árið 1914, 260 árið 1903 og 206 árið 1874.
Tala kjósenda í hverju kjörkæmi við kosningarnar 1931 sést á
töflu II (bls. 21). Sést þar, að kjósendatala kjördæmanna er mjög mis-
jöfn, enda kjósa sum einn þingmann, önnur tvo og eitt (Reykjavík) fjóra.
En þótt tillit sé tekið til þingmannatölunnar í hverju kjördæmi, verður
samt mjög mishá kjósendatala, sem kemur á hvern þingmann. Að baki
sér höfðu þingmennirnir 1931
færri en 800 kjósendur....... 5 þingmenn
800-1000 — 9 —
1000—1500 — 9 —
1500—2000 — 7 —
yfir 2000 — 5 —
Minnst kjósendatala á þingmann kemur á Seyðisfirði, 492, og þar
næst í Austur-Skaftafellssýslu 649. Aftur á móti kemur hæst kjósenda-
tala á þingmann í Reykjavík, 3118 á hvern, og þar næst á Akureyri
2042. í Reykjavík eru 12 473 kjósendur, sem senda 4 menn á þing, en
í 12 kjördæmum (Seyðisfirði, Austur-Skaftafellssýslu, Norður-Múlasýslu,
Strandasýslu, Norður-Þingeyjarsýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Dalasýslu,
Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu, Mýrasýslu, Skagafjarðarsýslu og
ísafirði) eru samtals 12 430 kjósendur, sem senda 15 menn á þing.
2. Kosningahluttaka.
Participation des électeurs.
Við kosningarnar sumarið 1931 greiddu alls atkvæði 39 605 manns
eða 78.2 °/o af allri kjósendatölunni á landinu. I þetta sinn fór atkvæða-
greiðsla fram í öllum kjördæmum á landinu, en áður hefur það eigi all-
sjaldan komið fyrir, að engin atkvæðagreiðsla hefur farið fram í fleiri
eða færri kjördæmum, vegna þess að þar hefur verið aðeins einn fram-
bjóðandi.
Síðan 1874 hefur kosningahluttakan verið: