Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1947, Blaðsíða 17
Alþingiskosningar 1946
15
8. Úthlutun uppbótarþingsæta.
Distribution des mandats supplémentaires.
Hvernig atkvæði hafa fallið i hverju kjördæmi, sést á töflu IV (bls.
25—31). En þegar landskjörstjórn hafa borizt skýrslur um kosning-
arnar í kjördæmunurii, skal hún úthluta allt að 11 uppbótai'þingsætum
til jöfnunar milli þingflokka þannig, að hver þeirra fái þingsæti í sem
fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við kosningarnar. En þingflokkur
telst í þessu sambandi aðeins sá flokkur, sem komið hefur að þingmanni
i einhverju kjördæmi.
Atkvæðatala þeirra 4 flokka, scm fengu þingmenn kosna i kjördæm-
um og tala hinna kosnu þingmanna var þessi:
Kosnir Meðaltal
Atk\æði þingmcnn á þingmann
Sjálfstæðisflokkur ........ 26 428 19 1 ;!90IS/m
Framsóknarflokkur........ 15 429 13 1 186n/n
Sósialistaflokkur ......... 13 049 5 2 6094/s
Alþj’ðuflokkur ............ 11 914 4 2 978'/>
Lægsta meðaltalið leTst hlutfallstala kosningarinnar og miðast lit-
hlutun uppbótarþingsæta við liana. Hve mörg uppbótarþingsæti hver
þingflokkur skuli hljóta, finnst með því að deila í atkvæðatölu hans
með tölu þingmanna flokksins kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbættum
1, síðan 2, þá 3 o. s. frv., unz síðustu útkomurnar geta á þennan hátt
ekki orðið jafnari hlutfallstölunni. Uppbótarþingsætunum er nú úthlut-
að lil þingflokka eftir útkomunum við þessar deilingar, þannig að fyrsta
uppbótarþingsætið fellur til þess þingflokks, sem hæsta á útkomuna,
annað til þess, sem á hana næsthæsta, og síðan áfram eftir hæð út-
komutalnanna, unz eitt uppbótarþingsæti hefur fallið á hverja þeirra. Þó
er hér á gerð sú takmörkun, að ekki er úthlutað nema 11 uppbótarþing-
sætum, hversu mörgum sætum sem þá kynni að vera eftir að úthluta til
þess að ná sem mestum jöfnuði við hlutfallstöluna fyrir alla þingflokka.
í töflu V A (bls. 31) er sýnt, hvernig uppbótarþingsætum hefur verið
úthlutað til flokkanna við kosningarnar 1946 og jafnframt sýnl,
hvernig úthlutunin hefði orðið, ef haldið hefði verið áfram að úthluta
uppbótarþingsætum þangað lil fenginn hefði verið sem mestur jöfnuður
við Frainsóknarflokkinn.
Af uppbótarþingsætunum, sem úthlutað var 1946 hlaut Alþýðul'Iokk-
urinn 5, Sósialistaflokkurinn 5 og Sjálfstæðisflokkurinn 1. Varð þá þing-
mannatala þessarra flokka og meðaltal atkvæða á hvern þingmann svo
sem hér segir:
Pingmcnn
Sjálfstæðisflokkur........... 20
Framsóknartlokkur ........... 13
Sósialistaflokkur............ 10
Alþýðuflokkur ................ 9
Atkvæöi
á þiugmnnn
1 321’/fi
1 186"/is
1 3049/io
1 3237/»