Bændablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 25.06.2015, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. júní 2015 Gróffóður – gras og grænfóður – eru ein af meginundirstöðum búvöruframleiðslu af nautgripum og sauðfé. Á nýliðnum vetri hafa margir bændur, víðs vegar um land glímt við slök heygæði, – einkum að því er varðar fóðurorku (meltanleika). Á síðastliðnu sumri var grasþroskinn mun fyrr á ferðinni en við flest reiknuðum með. Helstu vaxtarþættir jarðargróða, s.s. jarðraki, varmi og plöntunæring voru í stórum dráttum með ákjósanlegasta móti. Klassíska viðmiðið um heppilegan sláttutíma; – við byrjun skriðs á vallarfoxgrasi – stóðst því miður ekki. Það kom í ljós þegar niðurstöður heysýna fóru að berast að þroskinn var mun fyrr á ferðinni. Þetta leiddi að einhverju leyti til þess, að sláttur hófst of seint og í sumum tilvikum alltof seint. Því til viðbótar var heyskapartíð afar erfið víða um land; þurrkleysur, forþurrkun gekk fremur illa í votviðrasömu og sólarlausu tíðarfari. Hey hröktust víða. Þessar aðstæður höfðu einnig neikvæð áhrif á gæði heyverkunar. Þeim bændum sem létu taka heysýni til fóðurgildismælinga komu heygæðin ekki svo mjög á óvart, – niðurstöðurnar sýndu það – en öðru máli gegndi um hina sem ekki gerðu það. Þessi snöggsoðna og mjög svo einfaldaða lýsing á heyskapar- aðstæðum síðasta sumars ætti að verða bændum hvatning til þess að gera nú betur í ár og láta efnagreina heysýni a.m.k. úr hluta af sínum heyfeng. Efnagreiningaþjónusta RML með samningi við BLGG í Hollandi: Undanfarin tvö ár hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins RML boðið bændum um allt land töku heysýna til efnagreininga, sem gerðar eru í gegnum þjónustusamning við Hollenska efnagreininga- og rannsóknafyrirtækið BLGG AgroXpertus AB. Samningurinn tryggir mjög víðtæka og einkar hraðvirka efnagreiningaþjónustu á hagstæðu verði. Þeir bændur sem hafa notfært sér þjónustuna eru almennt ánægðir með hana. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Gunnar Guðmundsson Verkefnisstjóri hjá RML gg@rml.isÞað er mikilvægt að þekkja heygæðin − fóðurefnagreining er forsenda þess að þekkja gróffóðurgæðin og að fóðra rétt Í grein sem ég birti í Bændablaðinu fyrir nokkru gaf ég í skyn að framleiðslugeta kúa í 60% af íslenskum fjósum væri vannýtt, m.a. vegna þess að tíminn milli burða væri of langur. Þá staðhæfingu byggði ég á niðurstöðum athugana á frjósemisupplýsingum frá 58 búum sem valin voru þannig að tíunda hvert bú var valið úr lista yfir bú sem voru skráð í Huppu með 20 eða fleiri sæðingar á einu ári. Á 24 af þessum búum var tíminn á milli burða 12–13 mánuðir og á 34 búum var þessi tími lengri en 13 mánuðir. Nytin undanfarna 12 mánuði var að meðaltali 6.022 kg á þeim búum sem höfðu innan við 14 mánuði á milli burða og 5.380 kg á þeim búum sem höfðu meira en 14 mánuði á milli burða. Munurinn á nytinni er 642 kg sem ræðst vissulega af mörgum öðrum þáttum en mislöngum tíma á milli burða. Ég hef ekki gögn til þess að meta hvaða þættir það eru, en ég leyfði mér að giska á að helmingurinn af þessum mun lægi í tímanum á milli burða, þ.e. 321 kg á kú. Afurðastöðvarverðið fyrir þetta mjólkurmagn er 26.617 kr. Að meðaltali eru 45 kýr á hverju búi, þannig að þessi afurðaaukning gæfi 1,2 milljónir í auknar tekjur á meðalstóru búi með sáralítið meiri fóðurkostnaði vegna þess að þar sem tíminn milli burða er styttri verður dagsnytin hærri að meðaltali þó að hæsta nyt framan af hverju mjaltaskeiði sé svipuð. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert fyrir bændur að auka nytina ef hægt er að gera það með einföldum aðgerðum og markvissari vinnubrögðum. Hvers vegna er frjósemin ekki betri en hún er? Það sem kemur mér mest á óvart er hve margir bændur byrja ekki að huga að sæðingu fyrr en liðnir eru tveir mánuðir eða meira frá burði. Oft er ráðlagt að byrjað sé að sæða þegar liðnar eru 6 vikur eða 42 dagar frá burði. Ýmsum kann að virðast þetta vera stuttur tími frá burði, ef kýr heldur 42 dögum eftir burð verður tíminn á milli burða um 328 dagar. Staðreyndin er aftur á móti að ef byrjað er að sæða eftir 42 daga eru mjög fáar kýr sem verða sæddar og festa fang á næstu þremur vikum. Ýmsar athuganir sýna að talsverður hluti kúnna er ekki farinn að beiða innan 6 til 9 vikna frá burði og verða ekki sæddar þess vegna. Þá er vitað að þegar á heildina er litið uppgötva kúahirðar aðeins innan við 50% beiðslanna. Auk þess heldur líklega aðeins um helmingur kúnna við hverja sæðingu. Í ofangreindu úrtaki var skoðað hvað leið langur tími á milli fyrstu sæðingar og næstu sæðingar hjá 384 kúm sem sæddar voru tvisvar. Þá kom í ljós að aðeins 36% af kúnum sem beiddu upp voru sæddar aftur eftir 17 til 24 daga, eitt gangmál, og 32% voru ekki sæddar aftur fyrr en liðnir voru meira en 46 dagar, tvö gangmál, frá fyrri sæðingu. Það bendir til þess að meirihluti beiðslanna sjáist ekki. Mesta vandamálið í fjósum er að bóndinn sér ekki beiðslin og of fáir bændur hafa skýr markmið varðandi frjósemina. Markmið sem bóndinn ætti að hafa: Byrja að sæða fyrstu kýrnar þegar liðnir eru 42 dagar frá burði. Láta dýralækni skoða þær kýr sem ekki hafa sýnt beiðsliseinkenni þegar liðnir eru 60 dagar frá burði, fyrir þann tíma er erfitt að koma eggjastokkunum af stað. Að allar kýrnar hafi verið sæddar innan 90 daga frá burði. Láta fangskoða kýrnar eins fljótt og hægt er. Dýralæknir eða frjótæknir sem er í þjálfun getur fangskoðað eftir 5 til 6 vikur. Dýralæknir með sónar getur fangskoðað eftir 28 daga. Það á að vera hægt að staðfesta fang í öllum kúm innan 9 vikna frá síðustu sæðingu. Áherslur Gefa sér tíma við að leita uppi yxna kýr. Vita hvaða kýr er tímabært að sæða og fylgjast sérstaklega vel með þeim. Hafa einhvers staðar lista yfir kýrnar í þeirri röð sem þær báru. Þannig listi getur verið handskrifaður í minnisbók eða á gangmáladagatal. Hann á einnig að vera aðgengilegur í skýrsluhaldsforritinu Huppu og í tölvuforritum mjaltakerfanna. Það er mikilvægt að hafa það í huga að það eru talsvert miklar líkur á því að kýr sem hefur verið sædd, beiði upp eftir þrjár vikur. Vera alltaf meðvitaður um hvaða kýr er tímabært að fangskoða og láta fangskoða þær við fysta tækifæri þegar dýralæknir eða frjótæknir kemur í fjósið. Skrá niður í hvaða kúm er búið að staðfesta fang. Til að ná sem bestum árangri í verki Til þess að sjá helminginn af beiðslunum í fjósinu þarf að fylgjast með kúnum að minnsta kosti þrisvar á dag gagngert til að leita að beiðslum í 20 mínútur í senn. Skilvirkast er að koma í fjósið á þeim tímum sem flestar kýrnar liggja og horfa yfir hópinn. Kýrnar sem eru að beiða eru þá iðulega standandi eða eru snöggar að rísa upp. Það er mikilvægt að kýrnar tengi þessar ferðir ekki við gjöf eða mjaltir. Það er góð fjarfesting að kaupa sjálfvirkan rofa sem kveikir ljós í fjósinu hálftíma áður en komið er í fjósið og láta ljósið loga í 16 klst. Þá vakna kýrnar og eru svo komnar í ró þegar komið er í fjósið. Byrja á því að virða kýrnar fyrir sér og láta þær venjast því áður en farið er að gefa og mjólka. Kýrnar sem eru að beiða eru þá ókyrrar, árvökular og skimandi. Í lausagöngu er óróleiki í kringum þær. Annar tími sem skilar árangri við að finna beiðsli er eftir morgunmjaltir og um miðjan dag á milli mála. Kvöldferðin undir nóttina er einnig mikilvæg, þá er mikil ró í fjósinu og kýrnar sem eru yxna eru oft standandi og á ferðinni í lausagöngufjósunum. Þær kýr sem er líklegt að séu að beiða þarf að skoða sérstaklega vel, það eru þær sem voru sæddar eða sýndu einhver einkenni fyrir þremur vikum. Beiðsli og sæðing Eitt er að sjá einhver beiðsliseinkenni, annað er að lesa í þau, finna rétta sæðingatímann. Líklega er algengt að kýrnar eru sæddar degi fyrr en ætti að sæða þær. Það fer frá kúnni þykkt gráleitt slím jafnvel 1–3 dögum áður en hún fer að beiða. Útferðin verður þynnri og kýrin fer smám saman að gefa sig að öðrum kúm og vera óróleg en það er of snemmt að sæða hana. Kýrin fer að gefa sig að öðrum kúm en mikilvægt einkenni er þegar hún reynir að riðlast á öðrum kúm. Hollensk athugun segir að egglosið verði að meðaltali 30 klst eftir að sjálft beiðslið hefst með riðli og 19 klst eftir að ró færist yfir kýrnar og þær hætta að sýna beiðsliseinkenni. Besti tíminn til þess að sæða er nokkrum klukkustundum eftir að kýrin sýnir mestu einkennin og fyrst eftir að beiðslið er farið af henni. Þegar kýrin hefur verið sædd er mikilvægt að halda áfram að fylgjast með henni, sé hún ennþá að beiða daginn eftir, bendir það til þess að hún hafi verið sædd í forbeiðsli og rétt sé að sæða hana aftur. Það er ástæða til þess að halda að margir bændur geri sér ekki grein fyrir að aðdragandinn að beiðslinu getur verið tveir dagar. Það er mjög mikilvægt að skrá niður öll einkenni sem geta bent til þess að kýrin sé nálægt beiðsli, bæði á þeim kúm sem voru sæddar og einnig á þeim kúm sem ekki voru sæddar. Þegar beiðslið fer af kúnni færist yfir hana ró, hún er þreytt og vill liggja og hvíla sig. Það fer blóð frá u.þ.b. helmingi kúnna 1-2 dögum eftir að hábeiðslinu lýkur hvort sem kýrin hélt eða ekki. Sjáist blóðið koma þremur dögum eftir að kýrin var sædd bendir það til þess að hún hafi verið sædd heldur of snemma á beiðslinu. Komi blóð frá kú þremur vikum eftir að hún var sædd er hún ekki með fangi og það er mikilvægt að fylgjast sérstaklega vel með henni eftir tæpar þrjár vikur eða fá dýralækni eftir viku til 10 daga til þess að framkalla beiðsli. Þá er rétt að sæða kúna þremur og fjórum dögum eftir sprautu. Lokaorð • Skráið niður það sem sést og bendir til að kýrnar séu að ganga. • Byrjið að sæða þegar liðnar eru 6 vikur frá burði. • Fylgist með þeim kúm sem voru sæddar fyrir þremur vikum. • Látið skoða kýr sem ekki hafa beitt þegar liðnir eru tveir mánuðir frá burði. • Látið fangskoða allar kýr eins fljótt og hægt er. Mikilvægi þess að fylgjast enn betur með beiðslum kúa Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Nautastöð BÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.