Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Page 15

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1957, Page 15
Alþingiskosningar 1956 13 liti (bls. 12). í töflu IV eru einnig sýnd til samanburðar kosningaúrslitin í hverju kjördæmi við næstu kosningar á undan, 1953. Gild atkvæði voru alls 82 678, og skiptust þau þannig á flokkana, en til saman- burðar eru tilsvarandi tölur frá næstu kosningum á undan: 1956 1953 Atkvæði Hlutfall Atkvæði Illutfall Sjálfstæðisflokkur ........................................ 35 027 42,4 % 28 738 37,1 % Alþýðubandalag ............................................ 15 859 19,2 „ Alþýðuflokkur ............................................. 15 153 18,3 „ 12 093 15,6 „ Framsóknarflokkur ......................................... 12 925 15,6 „ 16 959 21,9 „ Þjóðvarnarflokkur .......................................... 3 706 4,5 „ 4 667 6,0 „ Utan flokka ......................................... 8 0,0 „ Sósíalistaflokkur ................................... 12 422 16,1 „ Lýðveldisflokkur .................................... 2 531 3,3 „ Samtals 82 678 100,0 % 77 410 100,0 % í öllum kjördæmum féllu nokkur atkvæði á landslista, en ekki voru þau samt fleiri en 4 474 eða 5,4% af gildum atkvæðum. Hvernig þau skiptast á flokkana, sést í 4. yfirliti (bls. 14). Við samanburð á atkvæðatölum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins við kosningarnar 1956 og fyrri kosningar, verður að hafa í buga, að þessir flokkar höfðu kosningasamvinnu sín á milli 1956, eins og getið er um í 6. kafla inngangsins. 8. Úthlutun uppbótarþingsæta. Apportionment of supplementary seats. Hvernig atkvæði hafa fallið í hverju kjördæmi, sést í töflu IV (bls. 24—33). En þegar landskjörstjórn hafa borizt skýrslur um kosningarnar í kjördæmunum, skal hún úthluta allt að 11 uppbótarþingsætum til jöfnunar milli þingflokka, þannig að hver þeirra fái þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við kosn- ingarnar. En þingflokkur telst í þessu sambandi aðeins sá flokkur, sem komið hefur að þingmanni í einhverju kjördæmi. Eins og áður er sagt, höfðu Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með sér kosningasamvinnu í öllum kjördæmum landsins, en hvor flokkurinn um sig lagði fram landslista með nöfnum allra frambjóðenda sinna. Með bréfi til lands- kjörstjórnar, dags. 25. maí 1956, kærðu umboðsmenn landslista Sjálfstæðisflokks- ins yfir framboðum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins við komandi alþingis- kosningar og kröfðust þess, „að nefndir flokkar eða kosningabandalag þeirra hafi einn og sameiginlegan landslista í kjöri við kosningarnar 24. júní n. k. eða a. m. k. að þeim verði sameiginlega úthlutað uppbótarþingsætum, ef til kemur, svo sem um einn flokk sé að ræða“, eins og segir í kærunni. Umboðsmenn landslista Alþýðu- bandalagsins og Þjóðvarnarflokksins studdu þessa kröfu. Úrskurður landskjör- stjórnar, er samþykktur var á fundi hennar 28. maí 1956, með 3 atkvæðum gegn 2, var á þá leið, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skyldu hafa, hvor um sig, landslista og þeir merktir samkvæmt 39. gr. kosningalaga, svo og að lands- Ustum þessum skyldi úthlutað uppbótarþingsætum, ef til kæmi, hvorum um sig samkvæmt 126. gr. kosningalaga. Kæra umboðsmanna Sjálfstæðisflokksins náði þannig ekki fram að ganga. Á fundi landskjörstjórnar 9. júlí 1956 var uppbótar- þingsætum úthlutað í samræmi við fyrr nefndan úrskurð og kjörbréf uppbótar- þingmanna gefin út, en tveir landskjörstjórnarmenn vísuðu um úthlutun uppbótar-

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.