Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Side 7
Inngangur.
Introduction.
1. Tala kjósenda.
Number of voters on register.
Með lögum útgefnum 7. apríl 1971 var ákveðið, að almennar kosningar til
Alþingis skyldu fara fram sunnudaginn 13. júní 1971. Nœstu alþingiskosningar á
undan höfðu farið fram 11. júní 1967.
Við alþingiskosningar 13. júní 1971 var tala kjósenda á kjörskrá 118 289 eða
57,6% af íbúatölu landsins. Hér er miðað við, að íbúatalan hafi verið 205 200 í júní
1971. Síðan kosningaaldur var færður niður í 21 ár og 20 ár með stjórnarskrár-
breytingum 1934 og 1968, hefui kjósendatalan verið sem hér segir:
Tala 1 % af
kjósenda íbúatölu
1934, alþingiskosmngar.......................... 64 338 56,4
1937, alþingiskosningar......................... 67 195 57,1
1942, alþingiskosningar 5. júlí ............... 73 440 59,7
1942, alþingiskosningar 18. október ........... 73 560 59,7
1944, þjóðaratkvæðagreiðsla .................... 74 272 58,5
1946, alþingiskosningar......................... 77 670 59,0
1949, alþingiskosningar......................... 82 481 58,7
1952, íbrsetakjör ............................. 85 877 58,2
1953, alþingiskosningar........................ 87 601 58,4
1956, alþingiskosningar......................... 91 618 56,8
1959, alþingiskosningar 28. júní............... 95 050 55,3
1959, alþingiskosningar 25. og 26. okt...... 95 637 55,2
1963, alþingiskosningar 9. júní................ 99 798 53,9
1967, alþingiskosningar 11. júni.............. 107 101 53,9
1968, forsetakjör ............................ 112 737 55,9
1971, alþingiskosningar 13. júní............... 118 289 57,6
Helztu ástæður fyrir lækkun kjósendahlutfallsius frá alþingiskosningum 1942
til 1967 voiu þessar: í fyrsta lagi hlutfallslega há fæðingartala síðustu tvo áratugina.
í öðru lagi hafa í siðari kosningum ekki verið með í kjósendatölum dánir og þeir,
sem hafa fengið kosningarrétt eftir kjördag á kosningaárinu. í þriðja lagi hafa lík-
indin til þess, að menn séu á kjörskrá í fleiri en einni kjördeild, faiið stórum minnk-
andi, eftir að farið var að byggja kjörskrár á kjörskrárstofum Þjóðskrárinnar, eða
frá og með 1956. Við forsetakjör 1968 og alþingiskosningar 1971 hækkaði kjósenda-
hlutfallið verulega. Aðalástæðan fyrir þessari hækkun er lækkun kosningaaldurs úr
21 ári í 20 ár (sbr. stjórnskipunarlög, nr. 9/1968, og lög nr. 48/1968), en þessi lækkun
kom fyrst til framkvæmda við forsetakjör 1968. Ástæðan fyrir hækkun kjósenda-
hlutfallsins frá 1968 til 1971 er hins vegar fyrst og fremst sú, að tiltölulega fjöl-
mennÍT árgangar náðu 20 ára aldri á árunum 1968—1971, og enn fremur hafði
fæðingartala farið lækkandi siðustu árin.