Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1968, Side 5
Formáli.
Preface
Skýrslur þær, sem hér hirtast, eru byggðar á upplýsingum þeim um íbúðar-
húsnæði landsmanna, sem aflað var við aðalmanntalið 1960. Töflur þessa heftis
eru að formi til allmikið breyttar frá því, sem var í Húsnæðisskýrslum 1. desember
1950 (hagskýrslunr. II, 15), en upplýsingasvið þeirra er svipað. Þó eru töflur
þessa heftis miklu ýtarlegri, eins og marka má af því, að töfludeild þess tekur
yfir 77 blaðsíður, en töfluhluti Húsnæðisskýrslna 1950 var 34 síður. Munurinn
stafar aðallega af því, að í þessu hefti eru látnar í té sundurgreindar upplýsingar
um íbúðarhúsnæði í hverri kirkjusókn Reykjavíkur fyrir sig, og utan hennar er
einnig um að ræða rniklu fyllri staðarlegar aðgreiningar en voru í Húsnæðisskýrslum
1950.
Því miður hefur orðið mikill dráttur á útkomu þessa rits, og stafar það aðallega
af tvennu. Annars vegar af ofhleðslu starfa í Skýrsluvélum rikisins og Reykja-
víkurborgar, sem leiddi til þess, að nokkurra ára bið varð á því, að forrit til úr-
vinnslu á vélspjöldum húsnæðisupplýsinga fengjust gerð. Hin aðalástæða drátt-
arins var sú, að Hagstofan varð að láta ýmis önnur þýðingarmeiri verkefni ganga
fyrir úrvinnslu húsnæðisskýrslna 1960.
Upplag þessa heftis er 900, og verð 90 kr.
Hagstofa íslands, í apríl 1968.
Klemens Tryggvason