Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Opið: 8 :00-18 :00 mánud . til fim mtud. 8:00-1 7:00 föstud aga Er bílrúðan brotin eða skemmd? Við erum sérfræðingar í bílrúðuskiptum og viðgerðum á minni rúðutjónum. Erum í samvinnu við öll tryggingafélög landsins. Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Það segir meira en mörg orð umstjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð að á rúmlega 50 manna árs- fundi hans um helgina var kosið í 40 sæti í 80 manna stjórn.    Því til viðbótar var kosinnstjórnarformaður og formaður og úthlutað formennsku í þing- flokki.    Björt framtíð leitar skýringa áþví hvers vegna flokkurinn mælist nú með nánast ekkert fylgi í könnunum, en getur ekki verið að skýringin sé einfaldlega sú að flokk- urinn stendur ekki undir nafni?    Getur ekki verið að almenningurhafi áttað sig á að Björt fram- tíð er ekki stjórnmálaflokkur í þeim skilningi að á bak við hina kjörnu fulltrúa sé fjöldi starfandi flokks- manna, grasrót, eins og það er oft kallað?    Ætli það geti ekki hafa runniðupp fyrir fólki að Björt fram- tíð er líkari lítilli klíku sem hrekur formanninn út án kosninga og plott- ar svo nýjan inn, einnig án kosn- inga?    Stjórnmálaflokkur án flokks-manna sem taka þátt í flokks- starfinu er vitaskuld í miklum vanda.    Og vandinn minnkar varla viðþað að gera út um ágreining á sellufundum bak við luktar dyr.    Þess háttar starfsaðferðir erutæpast uppskriftin að bjartri framtíð stjórnmálaflokks. Stjórnmálaflokkur án grasrótar STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.9., kl. 09.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 13 rigning Nuuk 2 þoka Þórshöfn 7 léttskýjað Ósló 10 skúrir Kaupmannahöfn 12 skúrir Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 15 skúrir Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 12 skýjað Dublin 10 léttskýjað Glasgow 3 heiðskírt London 12 skýjað París 13 upplýsingar bárust ek Amsterdam 12 skúrir Hamborg 12 skúrir Berlín 13 skýjað Vín 15 skýjað Moskva 12 skúrir Algarve 17 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 þrumuveður Róm 22 skýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 skýjað Montreal 17 heiðskírt New York 21 léttskýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:25 20:29 ÍSAFJÖRÐUR 6:24 20:39 SIGLUFJÖRÐUR 6:07 20:22 DJÚPIVOGUR 5:53 19:59 Laufey Rún Ketilsdóttir var kjörin formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Elvar Jónsson varaformaður á 43. sambands- þingi félagsins, sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Í stjórnmálaályktun sem SUS sendi til fjölmiðla að þingi loknu er lagt til að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður af, sala áfengis verði gerð frjáls og lögum verði breytt hvar sem þurfa þykir til þess að breyting geti orðið í verslun og við- skiptum samhliða nýjum tækni- lausnum á borð við leigubílavett- vanginn Über, fasteignaleigu- markaðinn Airbnb og fleira. Þá hvetur SUS til þess að frekari skref verði tekin í átt að breytingum sem hjálpa fíklum með því að draga úr refsingum, og með því megi einn- ig draga úr valdi fíkniefnasala. Hvet- ur fundurinn stjórnvöld einnig til þess að endurskoða stefnu varðandi heilbrigðismál með það að leiðarljósi að einstaklingar hafi meira val þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Laufey nýr formaður SUS Laufey Rún Ketilsdóttir „Ég er komin í röðina á Dunkin’ Donuts, aðeins að leyfa mér, og svo er það hamborgari í kvöld,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, tvítug Kópa- vogsmær, en hún var krýnd Ungfrú Ísland um helgina. Arna fer því sem fulltrúi Íslands í Miss World sem haldið verður í Kína á næsta ári. „Titillinn kom mér mjög á óvart, ég var alveg í skýjunum og átti ekki von á þessu. Næsta ár verður undirlagt af skemmtilegum ævintýrum þar sem hápunkturinn verður ferð til Kína og keppnin Miss World þar sem ég verð að minnsta kosti mánuð.“ Arna Ýr segir að hún hafi ákveðið við skráningu að það sem kæmi í kjölfarið á keppninni myndi fara í forgang, mánaðarferð til Kína á næsta ári setur því plön hennar ekki í uppnám. „Ferðalagið að titl- inum var mjög skemmtilegt og fróð- legt. Ég mætti á allar æfingarnar í sumar og það var æðislegt að kynn- ast stelpunum. Það var svolítið stress í síðustu viku en þegar dóm- araviðtölin voru búin náði ég að slaka á.“ Þrátt fyrir sigurinn var Arna far- in heim af galakvöldinu fyrir mið- nætti. „Ég er enginn djammari í mér. Ég er kósítýpan,“ segir hún, en næst á dagskrá hjá Ungfrú Ís- land er ferð til Tenerife með kær- astanum Agli Trausta Ómarssyni. Hamborgarar og kleinuhringir  Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Ungfrú Ísland  Sigurinn kom henni á óvart Morgunblaðið/Eggert Glæsileg Kórónan komin á sinn stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.