Morgunblaðið - 07.09.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ef fram heldur sem horfir gæti
þurft að endurbyggja aðstöðuna við
Jarðböðin við Mývatn vegna mik-
illar aðsóknar.
Fram kom í
Morgunblaðinu
síðastliðinn
laugardag að
mikil uppbygging
ætti sér nú stað í
hótelrekstri í
Mývatnssveit og
má nefna að
framkvæmdir
eru að hefjast við
nýtt 90 herbergja
hótel Fosshótela.
Gunnar Atli Fríðuson, fram-
kvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mý-
vatn, áætlar að um 130 þúsund gest-
ir muni sækja jarðböðin í ár. Það sé
um 20% fjölgun milli ára.
Til samanburðar komu 65 þúsund
gestir í böðin 2008 og 75 þúsund
gestir 2010. Stefnir því í að aðsókn-
in muni tvöfaldast á sjö árum.
Gunnar Atli segir að þrátt fyrir
leiðinlegt veður í Mývatnssveit í
sumar, kalt veður og hvasst, hafi
ferðamenn verið duglegir við að
heimsækja böðin.
„Erlendir ferðamenn gera sínar
ferðaáætlanir, fylgja þeim og mæta.
Fjölgunin er í kringum 20% milli
ára. Hún er fyrst og fremst í kom-
um erlendra ferðamanna.“
Kominn tími á framkvæmdir
Gunnar Atli segir aðspurður að
með sama áframhaldi verði gest-
irnir orðnir 200 þúsund á ári innan
fárra ára. Núverandi húsakostur
anni ekki slíkum mannfjölda.
„Það er ekki ósennilegt að þetta
markmið náist. Það hangir náttúr-
lega margt á spýtunni. Það er að
mörgu að hyggja. Það þarf að
byggja upp vegakerfið og flug-
kerfið. Við erum svolítið bráðlát,
myndi ég segja, við Íslendingar. Við
hlaupum af stað og auglýsum landið
en erum kannski ekki í stakk búin
að taka á móti öllum þessum fjölda
ferðamanna. Nú er kominn tími til
að gera eitthvað og láta hendur
standa fram úr ermum og fram-
kvæma.
Það sama gildir ef við ætlum að
taka á móti 200 þúsund gestum í
jarðböðunum. Þá erum við að horfa
á nýtt húsnæði. Þetta húsnæði mun
í núverandi mynd ekki anna 200
þúsund gestum eins og þeir dreifast
yfir nú árið,“ segir Gunnar Atli.
Hann segir nýtt húsnæði ekki
komið á hönnunarstig. Menn séu að
„kasta á milli sín hugmyndum“.
„Menn eru að horfa til framtíðar og
láta sig dreyma,“ segir hann.
Spurður hversu mikil fyrirmynd
Bláa lónið sé í þessu efni bendir
Gunnar Atli á að Bláa lónið eigi hlut
í Jarðböðunum á Mývatni. Þessir
aðilar eigi í góðu samstarfi.
Stefnir í 130 þúsund gesti í ár
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Jarðböðin Núverandi húsakostur dugar ekki lengur til.
Hraður vöxtur
mun kalla á nýtt
húsnæði fyrir Jarð-
böðin við Mývatn
Útlit er fyrir að
tvöfalt fleiri gestir
komi í ár en komu
árið 2008
Gunnar Atli
Fríðuson
„Framkvæmdir eru á fullu en einmitt
núna erum við að tyrfa áhorfenda-
brekkuna. Framkvæmdirnar fóru
seinna af stað en við ætluðum, en
þetta gengur vel í blíðunni. Nú er
loksins komið sumar á Norðurlandi,“
segir Áskell Heiðar Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Landsmóts hesta-
manna, en mótið verður haldið á Hól-
um í Hjaltadal 27. júní - 3. júlí 2016.
Kostnaður vegna framkvæmda á
svæðinu fyrir Landsmótið er áætl-
aður um 100 milljónir króna. Lagður
verður nýr kynbótavöllur og ný
áhorfendabrekka, kerruplan, plan
undir þjónustu, aðalvöllur lagfærður,
reiðleiðir og upphitunarbrautir lag-
færðar. Auk þess verður ljósleiðari
lagður inn á svæðið, rafmagn tengt
inn á tjaldsvæði og ýmislegt fleira.
Á Hólum er mikill húsakostur.
Brúnastaðir nefnist bygging sem
hýsir hvort tveggja hesthús og reið-
höll, þar eru 189 eins hests stíur og í
suðurenda hennar er 800 fermetra
reiðhöll. Í gamla hesthúsinu er pláss
fyrir 20-30 hross, áföst því hesthúsi er
Skólahöllin, sem er einnig 800 fer-
metra reiðhöll. Þráarhöllin sem er
stærst er um 1.545 fermetrar að
stærð og þar er einnig áhorfenda-
stúka. thorunn@mbl.is
Hólastaður búinn
undir Landsmót hesta-
manna næsta sumar
„Deilan snýst um nokkra tugi millj-
óna. Í heildarsamhenginu er það lág
fjárhæð en ef ekki næst samkomulag
er daglegu lífi fjölda fatlaðs fólks
stefnt í voða. Í raun má segja að allt
að 60 manns verði sviptir frelsinu til
að stjórna lífi sínu,“ segir Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir, formaður vel-
ferðarnefndar Alþingis. Eygló Harð-
ardóttir velferðarráðherra hefur
ekki svarað ítrekuðum beiðnum
Morgunblaðsins um stöðu mála um
notendastýrða persónulega aðstoð,
eða NPA, sem er í uppnámi. Sam-
band íslenskra sveitarfélaga vill að
ríkið borgi 30% í stað 20% eins og áð-
ur var og deilan er í hnút. Fatlaðir
eru uggandi yfir auknum kostnaði
við NPA vegna nýrra kjarasamninga
og segir Ellen Calmon, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, að fatlað fólk sem
nýti sér NPA-þjónustu hafi öðlast
meira sjálfstæði með verkefninu.
„Auk þess eru fjölmargir sem geta
hreinlega ekki lifað af án NPA, fólk
sem þarf sólarhringsþjónustu. Það
sem er mikilvægast í þessari umræðu
er að fólk fái þjónustu við hæfi, ríki og
sveitarfélög verða fyrst og fremst að
standa við þann hluta samkomulags-
ins sem snýr að fólkinu,“ segir hún.
Þverpólitísk sátt hefur verið um
verkefnið og vonar Sigríður að sú
samstaða sé ekki að bresta. „Guð-
mundur Steingrímsson lagði fram til-
lögu um NPA á sínum tíma. Guð-
bjartur Hannesson skipaði verkefnis-
stjórn og gerði Guðmund að
formanni hennar. Þegar Eygló tók
við lyklunum að ráðuneytinu steig
hún það óheillaskref að ýta Guð-
mundi út úr verkefninu og setti þar
með verkefnið í flokkspólitískan bún-
ing..“
„Sviptir frelsinu til
að stjórna lífi sínu“
Deilan um NPA-þjónustuna er í hnút
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Árni Þór Árnason sjósundskappi
lagði af stað frá Dover í Bretlandi
yfir Ermarsundið kl. 23.00 í gær-
kvöldi. Hann kvaðst í samtali við
Morgunblaðið stefna á að klára
sundið á 13-14 klukkustundum,
þannig að hann yrði kominn til
Frakklands um hádegisbil í dag.
Sundið lagðist vel í Árna, en hann
er að eigin sögn í góðu formi.
„Æfingar fyrir sundið hafa verið
stífar, bæði í sjó og sundlaug. Síð-
ustu vikuna hef ég þó verið í svo-
kallaðri „virkri hvíld“ segir Árni og
vísar þá til áreynslulítilla æfinga
sem hvíla líkamann.
Hann segir veðuraðstæður í
sundinu erfiðar og því hafi hann
ákveðið að synda um nóttina, í kol-
niðamyrkri. „Veður versnar sem
líður á vikuna og því notum við
tækifærið,“ útskýrir Árni og bætir
við að sjórinn sé um 16 gráðu heit-
ur. Með honum í för verður vel upp-
lýstur bátur og nokkrir félagar til
aðstoðar.
Árni Þór hefur stundað sjósund
af krafti í um ellefu ár, en hann
reyndi síðast við Ermarsundið árið
2011. Hann þurfti því miður að
hætta sundinu vegna meiðsla en
kemur nú tvíefldur til Dover.
Hægt er að fylgjast með Árna
synda á síðunni www.cspf.co.uk/
tracking
Morgunblaðið/Eggert
Sjósundskappi Árni Þór stefnir á að koma í mark á 13-14 klukkustundum.
Árni Þór lagður af
stað í Ermarsundið
Í góðu formi eftir stífar æfingar