Morgunblaðið - 07.09.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
Alfons Finnsson
alfons@mbl.is
Sú hugmynd að opna gisti-heimili hér í Ólafsvík hefurblundað með okkur lengi,“segja hjónin Rut Einars-
dóttir og Sigurjón Hilmarsson, sem í
ársbyrjun keyptu húsnæði sem áður
hýsti Líkamsræktarstöðina Sólar-
sport. „Þegar við heyrðum að til
stæði að hætta rekstri stöðvarinnar
ákváðum við að slá til, kaupa hús-
næðið og breyta því í gistiheimili.“
Þau fengu húsnæðið afhent 5.
janúar og næstu fjóra mánuði stóðu
þau í ströngu við að breyta húsnæð-
inu; rífa allt niður og endurnýja að
innan. „Verkið tók fjóra mánuði, en
það eina sem við hreyfðum ekki
voru sturturnar,“ segja þau og lýsa
framkvæmdunum nánar: „Við sett-
um upp milliveggi og bjuggum til
herbergi af ýmsum stærðum auk
þess sem við settum upp eldunar-
aðstöðu og borðsal og útbjuggum
aðstöðu fyrir gesti til að þvo óhrein
föt.“
Frábærar móttökur
Í gistiheimilinu Við hafið eru
fimmtán herbergi og 44 rúm. „Við
höfum fengið frábærar móttökur.
Gistinæturnar eru orðnar 3.300 og
er það meira en björtustu vonir okk-
ar stóðu til. Allt var fullbókað í sjö-
tíu nætur og stundum höfum við
þurft að vísa gestum annað því við
höfum ekki getað tekið á móti fleir-
um,“ segir Rut.
Þau hjónin segjast hafa orðið
margs vísari eftir að þau hófu rekst-
ur gistiheimilisins. Sérstaklega
finnst þeim lærdómsríkt að sjá
hvernig erlendir ferðamenn upplifa
Ísland. „Ég hafði gaman af því þeg-
ar ferðamönnum sem voru hér á
Snæfellsnesi var boðið að fara hring
um eina fiskvinnsluna til að skoða
hvað verið væri að gera í svona fyr-
irtæki. Þeir komu síðan alsælir til
baka með fisk með sér sem þau
höfðu fengið og elduðu hann hérna í
eldunaraðstöðunni hjá okkur um
kvöldið. Þetta voru erlendir ferða-
menn sem aldrei höfðu bragðað fisk
öðruvísi en keyptan út úr búð.
Öðrum ferðamönnum sem voru
hérna þótti fiskurinn svo girnilegur
að þeir fóru út í búð og keyptu sér
fisk sem þeir elduðu líka hérna,“
segir Rut.
Henni hefur komið einna mest
Ferðamennirnir
komu með fisk í soðið
Í vor létu hjónin Rut Einarsdóttir og Sigurjón Hilmarsson gamlan draum rætast
og opnuðu gistiheimilið Við hafið í Ólafsvík. Fullbókað hefur verið í sumar og
þau horfa björtum augum til vetrarins. Norðurljósin heilla erlenda ferðamenn.
Setustofan Það væsir ekki um Lilju í bjartri og notalegri setustofunni.
Borðsalurinn Gestir hafa stundum tekið sig til og útbúið gómsætar máltíðir
sem þeir bera fram í borðsalnum fyrir gesti og starfsfólk gistiheimilisins.nu.
Ekkert kynlíf takk, við erum Bretar
og sambönd okkar blómstra alveg
án þess, skrifar The Sunday Times
grínaktugt í lítilli frétt um YouGov--
könnun sem komin er út í skýrslu
með yfirskriftinni The State of the
UK’s Relationships 2015, eða Staða
sambanda í Bretlandi 2015. Í ljós
kom að meira en helmingur fullorð-
inna stundaði ekki kynlíf síðastlið-
inn mánuð. Rúmlega þriðjungur á
aldrinum 25 til 34 ára var sömu-
leiðis skírlífur og sama átti við um
43% para með börn og 26% barn-
lausra para. Þátttakendur voru
6.500 manns.
Í skýrslunni er gefið í skyn að á
sama tíma og á yfirborðinu hverfist
þjóðfélagið æ meira um kynlíf séu
margir hamingjusamir þótt ekki sé
mikið fjör í svefnherbergjum þeirra.
Næstum sjö af tíu töldu líkamlegt
aðdráttarafl og gæði kynlífs ekki
vera meðal þriggja þátta sem væru
mælikvarði á styrk sambandsins.
Heiðarleiki og góð tjáskipti vógu
þyngra. „Á meðan kynlíf getur ver-
ið neistinn sem kveikir bálið, án til-
lits til aldurs, er kynlíf sjaldan
eldsneytið sem viðheldur bálinu,“
segir í skýrslunni.
Könnunin afhjúpaði aukið
framhjáhald en þó sögðu 43% para
samband þeirra vera það besta
sem þau hefðu átt á ævinni. Helm-
ingurinn kvaðst sjaldan eða aldrei
rífast og 87% mátu sambandið
gott.
Alls sögðust 46% gagnkyn-
hneigðra vera ánægð með kynlífið
miðað við 38% lesbía, homma eða
tvíkynhneigðra.
„Niðurstöður okkar munu stappa
stálinu í fólk sem heldur að það sé
að missa af einhverju af því að
kynlíf þeirra er ekki eins og í
Fimmtíu gráum skuggum,“ lét einn
aðstandenda könnunarinnar hafa
eftir sér.
YouGov-könnun á parasamböndum í Bretlandi
Meta heiðarleika meira kynlíf
Losti Dakota Johnson og Jamie Dorn-
an í hlutverkum sínum sem lostafulla
parið í Fimmtíu gráum skuggum.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Jóhannes
S.Kjarval
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna
svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
mánudaginn 7. september
og þriðjudaginn 8. september
uppboðin hefjast kl. 18
Forsýning í Gallerí Fold
mánudag kl. 10–17,
þriðjudag kl. 10–17
(þau verk sem boðin eru upp á þriðjudag)
Margir þeirra sem ég hef að-stoðað í starfi mínu semsálfræðingur hafa leitað
til mín af því að þeim fannst þeir
ekki vera að ná árangri í lífi sínu,
ýmist í einkalífi, starfi eða á öðrum
sviðum. Allir vilja ná árangri en
mörgum finnst þeim ekki vera að
takast það. Ráðleggingar um að-
ferðir til þess að ná betri árangri
berast almenningi úr ýmsum áttum
eins og sjálfshjálparbókum, fyrir-
lestrum, vefsíðum, útvarpi og sjón-
varpi. Staðreyndin er sú að margar
algengustu aðferðirnar sem fólk
notar endurtekið til þess að ná ár-
angri eru ekki studdar af niður-
stöðum rannsókna, standast ekki
skoðun almennrar skynsemi og eru
ýmist gagnslausar eða hamla ár-
angri.
Skýr framtíðarsýn
Reynsla mín og þekking á þessu
sviði segir mér að það sem almennt
heldur mest aftur af árangri fólks
er ekki óheppni, leti, aumingja-
skapur, ónógur viljastyrkur eða
skortur á innri hæfileikum, heldur
það að allt of margir nota óskyn-
samlegar og ógagnlegar aðferðir til
þess að ná árangri. Góðu fréttirnar
eru að til er mikil haldbær þekking
á því hvaða aðferðir skila fólki sem
bestum árangri.
Hér gefst aðeins rými til þess að
skoða einn hinna mikilvægu þátta
sem skilar fólki árangri, en það er
skýr framtíðarsýn. Þeir sem ná
raunverulegum árangri sjá framtíð
sína fyrir sér og skilgreina þá út-
komu sem þeir vilja fá áorkað,
þannig að þeir geti beint kröftum
sínum að þeim markmiðum. Það
einkennir marga sem segjast ekki
vera að ná árangri að þeir hafa
ekki skýra framtíðarsýn um hvað
þeir vilja. Hvernig geturðu ákveðið
hvaða veg þú ferð ef þú veist ekki
hvert þú ert að fara? Hvernig get-
urðu vitað hvort þú hefur komist
þangað sem þú vilt ef þú ákvaðst
aldrei hvert þú ætlaðir að fara?
En hvað er það sem þú raun-
verulega vilt fá áorkað í lífinu?
Mörgum finnst erfitt að svara
þeirri spurningu. Ein megin-
ástæðan er rík tilhneiging fólks til
þess að efast um um að það sem
það virkilega vill og þráir sé mögu-
legt. Þessar efasemdir, ásamt öðr-
um hamlandi þáttum, gera það að
verkum að allt of margir búa sér
aldrei til skýra og háleita fram-
tíðarsýn sem inniheldur það sem
þeir raunverulega þrá og langar
mest í. Ef þú hefur ekki þegar gert
það hvet ég þig til að búa þér til
þína eigin heillandi og háleita fram-
tíðarsýn. Leyfðu þér að dreyma og
sjá hvað það er sem þú þráir í raun
mest í lífinu, jafnvel þótt þú hafir
efasemdir í augnablikinu um að
geta náð þangað. Gerðu þetta í ein-
rúmi, helst þar sem þú hefur gott
næði og frið frá hversdagslegu
áreiti, og leitaðu inn á við. Beindu
athyglinni að þér og þinni persónu-
legu sýn á framtíðina. Þín framtíð-
arsýn á að byggjast á því sem þú
þráir, því sem skiptir þig mestu
máli og þínum gildum, en ekki hug-
myndum þínum um hvað aðrir eða
samfélagið metur sem árangur.
Sjáðu fyrir þér bæði hverju þú hef-
ur áorkað og hver þú ert í framtíð-
arsýninni. Með því hefurðu tekið
mikilvægt skref í áttina að því að
ná þeim árangri sem þú virkilega
vilt í lífinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Af hverju næ ég
ekki árangri í lífinu?
Heilsupistill
Haukur Sigurðsson
sálfræðingur
Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafarþjón-
usta, Skeifunni 11a, Reykjavík.
www.heilsustodin.is
Dagdraumar Leyfðu þér að dreyma og sjá hvað þú þráir mest í lífinu, helst
þar sem þú hefur gott næði og frið frá hversdagslegu áreiti.