Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Flúrað á húð Já, það er svolítið vont að láta húðflúra sig en þó stoppar það ekki þá sem vilja skreyta líkama sinn á þennan varanlega hátt. Um liðna helgi var húðflúrhátíðin Icelandic Tattoo Expo haldin í fjórða sinn á Hótel Sögu og var mikið um dýrðir. 54 húðflúrlistamenn komu hvaðanæva úr veröldinni og flúruðu fólk í Súlnasalnum. Eggert Þegar ráðið er í mikilvæg störf skipta fagmennska og heiðar- leiki mestu máli. Sennilega skipta þessir eiginleikar óvíða meira máli en í störfum sak- sóknara. Ákærendum ber að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Ákæru- vald sem ekki starfar heiðarlega get- ur auðveldlega haldið eftir gögnum sem skipta máli við sönnunarmat, misbeitt þvingunarúrræðum og mis- farið með traust sem það nýtur með- al annars hjá dómstólum. Upplýsingar um hæfi Í svokölluðu Aurum-máli tilkynnti dómsformaður um skipan meðdóm- ara á dómþingi þann 12. apríl 2014. Það er hluti af faglegu starfi lög- manna og ákæruvalds að kanna hæfi meðdómsmanna. Upplýsingar má ýmist finna á Google-leitarvélinni eða einfaldlega með því að ræða við samstarfsmenn, enda nokkurs konar þjóðaríþrótt Íslendinga að vita hverra manna fólk er. Á meðan verj- endur í málinu gengu frá lögmannsskikkjum sínum eftir þinghaldið kannaði einn þeirra bakgrunn meðdómar- ans á leitarvélinni. Á innan við mínútu lá fyrir að meðdómarinn væri bróðir Ólafs Ólafssonar, oft kennds við Samskip. Dómsformaðurinn hefur opinberlega skýrt frá því að daginn eftir hafi Sérstakur saksókn- ari hringt í sig og vakið athygli á bræðratengslum meðdómarans við Ólaf Ólafsson. Dómsformaðurinn greindi frá því að hann hefði svarað því til að ekkert skyggði á hæfi með- dómarans í málinu, sem jafnframt hefði upplýst sig um tengslin. Dóms- formaðurinn segir að símtalinu hafi lokið með því að ákæruvaldið ætlaði ekki að gera athugasemdir við hæfi meðdómsmannsins enda var það ekki gert. Sérstakur saksóknari hef- ur viðurkennt að hann hafi rætt við dómsformanninn þennan dag um hæfi meðdómarans, en það hafi varðað önnur atriði en fjölskyldu- tengsl hans við Ólaf Ólafsson. Vissu- lega standa orð dómarans gegn orð- um saksóknara. Hlutlægt séð verður þó að teljast afar ósennilegt að sak- sóknarinn hafi ekki vitað um þessi tengsl eða neinn úr hans fjölmenna starfsliði eða ráðgjafahópi sem emb- ættið hefur aðgang að. Þessar upp- lýsingar var auk þess hægt að finna með einfaldri leit á vefnum og urðu ákæruvaldinu ljós strax eftir að dómur féll ákæruvaldinu í óhag. Framlagning gagna Í Aurum-málinu er deilt um til- tekna lánveitingu. Í málinu er lagt fram ótrúlegt magn skjala sem mörg hver skipta litlu máli um sakarefnið. Réttmæti lánveitingarinnar ræðst fyrst og fremst af því hvert hafi verið markaðsverðmæti Aurum þeg- ar lánið var veitt. Ákæruvaldið hafði upplýsingar um verðmat sem bank- inn sem lánaði hafði útbúið fyrir lán- veitinguna, verðmat sem kaupand- inn lét gera eftir að hafa lýst sig fúsan til kaupanna og margt bendir til þess að ákæruvaldinu hafi einnig verið kunnugt um þriðja verðmatið sem unnið var á vegum annars banka sem hafði haft milligöngu um sölu félagsins. Ekkert þessara sam- tímaverðmata var lagt fyrir dóminn heldur lagði saksóknarinn fram verðmöt sem voru unnin eftir fall bankanna og gátu undir engum kringumstæðum verið mælikvarði á markaðsverð fyrirtækisins á þeim tíma sem lánveitingin átti sér stað. Af þeim mátti ætla að verðmæti fé- lagsins hefði verið annað og miklu minna en fram kom í samtímaverð- mötum. Tilviljanir urðu til þess að verjendur komust á snoðir um tilvist þeirra og hið sanna kom í ljós. Af- leiðingin var sú að sakborningar voru sýknaðir. Mannréttindi Mannréttindi eru algild. Í því felst að engu máli skiptir hver á í hlut. Allir eiga rétt á því að mannréttindi séu virt. Þegar þjóðir verða fyrir áfalli þarf að finna sökudólga. Þrátt fyrir aðvörunarorð var ákveðið að setja á laggirnar sérstakt embætti til þess að saksækja þá sem fyrir fram var búið að ákveða að væru sekir. Markmiðið var, eins og segir orðrétt í frumvarpinu, að „sefa reiði“ og draga menn til ábyrgðar „ef minnsti grunur leikur á því að fram- in hafi verið lögbrot“. Afleiðingin varð sú að tæplega 400 manns fengu réttarstöðu grunaðs manns. Á sama tíma og skrifaðir eru leiðarar yfir því að einstaklingar hafi verið skráðir á málaskrá lögreglunnar þykir það engin sérstök frétt að einstaklingar séu svo árum skiptir með réttar- stöðu sakbornings með tilheyrandi óþægindum og jafnvel atvinnumissi. Fróðlegt er að velta því fyrir sér hver umræðan væri ef saksóknari væri uppvís að því að synja fyrir efni samtals við dómara, neitaði að hafa aflað sér upplýsinga sem væru auð- fengnar og hluti af starfsskyldum hans, og héldi eftir gögnum sem hefðu verulega þýðingu í máli sem varðaði aðra en starfsmenn hinna föllnu fjármálafyrirtækja. Í því til- viki slyppi saksóknarinn sennilega vel með því að láta nægja að segja starfi sínu lausu. Eftir Helga Sigurðsson » Þrátt fyrir aðvör- unarorð var ákveðið að setja á laggirnar sér- stakt embætti til þess að saksækja þá sem fyrir fram var búið að ákveða að væru sekir. Helgi Sigurðsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Um fagmennsku og heiðarleika sérstaks saksóknara Sigurður G. Guð- jónsson hrl. skrifar at- hyglisverða grein á Pressuna 4. septem- ber. Það segir hann meðal annars frá því að héraðsdómari við Hér- aðsdóm Reykjaness hafi hinn 11. maí 2010, á undraskömmum tíma, kveðið upp tvo úrskurði um gagna- öflun og símhlustun hjá skjólstæðingi Sigurðar án þess að krefjast upplýsinga sem nauðsyn- legar hafi verið til að taka afstöðu til krafna sérstaks saksóknara um þess- ar rannsóknaraðgerðir. Telur Sig- urður að saksóknarinn hafi gengið erinda slitastjórnar Glitnis banka hf. með því að afla þessara úrskurða. Dómarinn hafi með öðrum orðum veitt heimildirnar án nokkurrar við- hlítandi athugunar á grundvelli beiðnanna. Þetta minnir á annað mál sem upp kom fyrir rúmlega ári þegar Frétta- blaðið með forsíðufrétt 16. júní 2014 skýrði frá því að héraðsdómari við Héraðsdóm Vesturlands hefði í maí 2010 kveðið upp úrskurð um sím- hlustun hjá fyrrverandi forstjóra Kaupþings banka hf. í eins konar sjálfsafgreiðslu á heimili sínu í Reykjavík og fært rangt til bókar um gjörninginn. Mér þóttu þetta alvar- leg tíðindi ef rétt væri frá skýrt og skoraði í smágrein í Morgunblaðinu á þennan dómara að svara nokkrum spurningum um málið, þó að ekki væri til annars en að upplýsa al- menning um meðferð hans á dóms- valdinu. Væri ekki síst þörf á þessu vegna þess að dómarinn sem í hlut átti hafði síðar verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Dómarinn svaraði engu. Mér er nær að halda að skoða megi þá þögn sem samþykki við ásökunum forstjórans fyrr- verandi. Á fræðafundi hjá lögfræðingum vorið 2014 komu fram upplýsingar um að á árunum 2008 til 2012 hefðu borist 875 beiðnir rannsóknaraðila til dómstóla um símhleranir. Orðið hefði verið við nær öllum eða 869 beiðnum, það er að segja 99,3% af öllum beiðn- um. Þetta er með hreinum ólík- indum. Svona tölur sjást ekki nokk- urs staðar í ríkjum sem telja má til réttarríkja. Menn skulu hafa í huga að sérlega rík skylda hvílir á dómara að kanna grundvöll beiðni um sím- hlustun, þar sem sá sem beiðnin beinist að getur eðli málsins samkvæmt ekki gætt hagsmuna sinna sjálfur. Í tilvikinu sem Fréttablaðið tók til frá- sagnar í fyrra stóð svo á að verið væri að sleppa manninum úr gæslu- varðhaldi, þar sem rannsakendur höfðu auðvitað yfirheyrt hann um hvað eina sem þeir vildu og tengdist rann- sókn þeirra. Við þær yf- irheyrslur hafði hann getað notfært sér réttinn til að svara ekki spurningum. Ég tel hæpið, svo ekki sé meira sagt, að heimila megi símhlustun hjá manni sem verið er að sleppa úr gæsluvarðhaldi. Það er eins og þá sé verið að njósna um manninn til athugunar á því hvort hann ræði við aðra einhver málefni sem hann hafði ekki viljað gefa upp- lýsingar um við yfirheyrslur. Sím- hlustun getur ekki verið ætlað að leyfa svona njósnir um menn. Þeir sem rannsaka sakamál og vilja beita svona vinnubrögðum eru líklega sátt- ir við að njóta svo gott sem sjálfs- afgreiðslu hjá mönnum sem fara með dómsvald og spyrja engra spurninga um tilefni og grundvöll rannsóknar- beiðni. Það er vitaskuld þýðingarmikið að þeir sem kunna að hafa brotið af sér með refsiverðum hætti í aðdraganda bankahrunsins verði látnir sæta ábyrgð fyrir. En þegar þeir eru sóttir til þeirrar ábyrgðar er jafnvel enn þýðingarmeira að þeir fái að njóta alls þess réttar sem sakaðir menn eiga að njóta samkvæmt lögum. Sé sá réttur hafður af þeim verða dóm- arnir yfir þeim afskræming á lögum og rétti. Ekkert minna. Aftur og aft- ur sjást þess dæmi að íslenskir dóm- stólar hafi ekki staðið sig í þessu heldur látið undan einhverjum ímynduðum tíðaranda. Ég held að ekkert okkar vilji í raun og veru þess háttar vinnubrögð hjá þessum þýðingarmiklu stofnunum. Sjálfsafgreiðsla? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson »Það er vitaskuld þýð- ingarmikið að þeir sem kunna að hafa brotið af sér með refsiverðum hætti í aðdraganda bankahrunsins verði látnir sæta ábyrgð fyrir. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.