Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Markmiðið er að verða gamall maður og þá er um að gera aðbúa í haginn fyrir framtíðina, þótt ungur sé. Að taka þátt ífélagsmálum er kjörin leið til þess og starf með Öldungaráði Hafnarfjarðarbæjar hefur verið virkilega skemmtilegt en þar leitum við leiða og komum með hugmyndir að því hvernig líf eldra fólks hér í bænum getur orðið enn betra,“ segir Guðmundur Fylkisson sem er fimmtugur í dag. Ísfirðingurinn Guðmundur var tvítugur að aldri þegar hann var ráðinn í lögregluna vestra. Þar stóð hann vaktina í ellefu ár. Seinna lá leiðin suður og síðasta árið hefur Guðmundur starfað hjá Lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann hefur þann starfa að leita að ungmennum sem ekki skila sér til síns heima enda þá hugsanlega illa á vegi stödd. „Þetta eru um tuttugu krakkar í hverjum mánuði sem ég grennslast fyrir um eða kem til aðstoðar með einhverju móti. Starfið er lærdómsríkt og gefandi og krakkarnir og foreldrarnir oft mjög þakklátir fyrir hjálpina,“ segir Guðmundur. Afmælisdagsins kveðst Guðmundur ætla að njóta í botn. Í gær- kvöldi bauð hann börnum sínum, bróður og móður í kvöldmat hvar ís- lenskt lambalæri var á borðum. „Þetta var íslensk framsóknarveisla,“ segir afmælisbarnið og hlær. Og lífið brosir líka við okkar manni, sem í dag ætlar að bregða undir sig betri fætinum og fara á flakk. Óráðið er hvert leiðin liggur – en á fallegum haustdegi eru allir vegir færir. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hafnfirðingur Guðmundur og Katrín Tekla dóttir hans við Lækinn. Í öldungarráði en er þó ungur enn Guðmundur Fylkisson er 50 ára í dag N orma Elísabet Ritchie Samúelsdóttir fædd- ist í Glasgow í Skot- landi 7.9. 1945. „Eftir seinni heimsstyrjöld- ina, árið 1946, bauð móðurafi minn, Valdimar Björn Valdimarsson, mömmu að koma til Íslands og hitta ættingjana. Þá var ég átta mánaða og bróðir minn James Valdimar fjögurra ára. Pabbi var þá að ganga frá því að sækja um íbúð í Glasgow fyrir fjölskylduna, en þar sem hann gat ekki sýnt eiginkonuna og börn- in sem voru á leið í þetta frí fékk hann ekki íbúðina. Ílentist Ritchie- fjölskyldan því í Vesturbæ Reykja- víkur hjá afa, sem var um þær mundir að kaupa íbúð, og bjuggum við öll saman næstu áratugina. Afi Valdimar Björn var ættfræð- ingur og vörubílstjóri. Hann gaf út stærsta ættfræðirit sem þá hafði verið tekið saman, fjögurra binda rit um Arnardalsætt og Eyr- ardalsætt. Verk þetta vann hann í áratug, prýtt myndum sem safnað var saman. Þetta starf hans var þrekvirki, sem hann stundaði ásamt vörubílakeyrslu hjá Þrótti á dag- inn.“ Norma fór eitt ár í verslunarskól- ann Skerrýs í Glasgow 1962-63. Hún vann á skrifstofum, m.a. hjá Skeljungi, Orku, Agnari Norðfjörð & co, vann í fiskvinnslu og eitt ár sem au pair í París. Ritstörf Útgefnar bækur Normu eru: Næstsíðasti dagur ársins (undir- titill dagbók húsmóður í Breiðholt- inu), 1978, Tréð fyrir utan gluggann minn, ljóð, 1982, báðar gefnar út af Máli og menningu. Marblettir í regnbogans litum, ljóð, 1987, Gang- an langa, ljóð, 1990, og Fundinn lykill, smásögur 1991, útgefandi bókaútgáfan Hildur, Óþol, 1991, Konufjallið og sumarblómin smáu, saga, 1997, Mömmublús, minninga- ljóð, 1999, Stálfljótið og fjögurra Norma E. Samúelsdóttir, rithöfundur og myndlistarmaður - 70 ára Stórfjölskyldan Norma ásamt börnum og barnabörnum að gera sér glaðan dag í Grasagarðinum. Stolt af sínum skosku og írsku rótum Rithöfundarnir Norma Samúels- dóttir og Þorsteinn Antonsson. Sólveigarstaðir Jakob Henrik Lopatka fæddist 10. janúar 2015 kl. 15.07 á sjúkra- húsinu á Selfossi. Hann vó 3.520 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Aleks- andra Mróz og Pawel Adam Lopatka. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.