Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 07.09.2015, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki að þú þurfir að gera allt sjálf/ur og megir ekki þiggja aðstoð. Ef þú efast, skaltu fá aðra til þess að sannfæra þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Það gæti komið upp óánægja innan heimilisins eða fjölskyldunnar í dag. Dag- urinn hentar vel til að ræða málin við þá minnstu í fjölskyldunni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini. Oftar en ekki er nauð- synlegt að ræða út um hlutina svo allir séu sáttir. Reyndu málamiðlanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gerðu eitthvað sem eykur álit ann- arra á þér í dag. Yndisleg manneskja gæti komið í heimsókn í eftirmiðdaginn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er komið að því að þið reynið eitthvað sem þið hafið aldrei upplifað áður, t.d. fjallgöngu. Reynið að gera öllum eitt- hvað til góða en munið að þið getið ekki bjargað öllum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allt er breytingum háð og því skaltu ekki blekkja sjálfa/n þig með því að þú sért búin/n að skipa málum til eilífðar. Börnin eru ljúf sem lömb þessa dagana. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hefur tekist vel upp við end- urskipulagningu starfs þíns. Kannski ert þú of fljótfær og gerir eitthvað vanhugsað í erfiðri stöðu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt þú getir verið sveigj- anleg/ur þýðir það ekki að þú eigir að láta stjórnast af tilfinningum annarra. Hafðu þetta hugfast þegar þú ráðstafar tíma þín- um. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er eins og þú sért að spóla áfram með fjarstýringu lífsins. Gerðu þér far um að hitta aðra og þiggðu heim- boð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Dómgreind þín er ekki með besta móti þessa dagana, fyrir það fyrsta. Í öðru lagi freista dýrir hlutir þín. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú byrjar alltaf á því að vera al- mennileg/ur, því það virkar oftast vel fyrir þig – en ekki alltaf. Sýndu úr hverju þú ert búin/n til. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur ekki breytt öðru fólki, bara viðbrögðum þínum við þeim. Allt sem þú gerir venjulega höfðar ekki til þín leng- ur því þú þarfnast meiri spennu í líf þitt. Nú er landsleiknum lokið meðsigri Íslendinga. Vísnasmiðir láta ekki sitt eftir liggja til að fagna honum.Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: 13 hrs Vaskir menn á vígaslóð vængjum flugu þöndum. Þráin reyndist þrautagóð þarna í Niðurlöndum. Golli, Kjartan Þorbjörnsson, yrk- ir að leik loknum: Áætlunin eftir gekk, áræði og kraftur. Íslenskt lið og Lagerbäck lögðu Holland aftur. Áður en leikurinn hófst skrifaði Ólafur Stefánsson; „Fátt er í frétt- um þessa dagana nema hörmungar innan lands og utan. Því er lítið ort á Leirnum enda á hann frekar að vera í léttari kantinum og enginn gantast með þessi alvarlegu mál. Ég nota orðið „vakurt“ til heiðurs mínum gamla lærisveini, P. Ims- land. Hann ku vera hestamaður. Vísnaleirinn vakurt enn vil ég gjarna styrkja, en hvorki flóð né flóttamenn fá mig til að yrkja. Fía á Sandi leit þannig á: Víða er núna vandi stór, voða fátt sem gleður menn. En ef að flóðin yrðu að bjór öll þau mundu hverfa senn. Páll Imsland heilsaði leirliði „undir bragandi norðurljósum“: Haraldur Hrólfsson og kó höndluðu’ í Mosó, og þó, því hugur var ætíð á handfæraskaktíð og mestmegnis Suðurmeðsjó. Á Boðnarmiði hefur Helgi Ing- ólfsson orð á því, að skrýtið sé hvernig maður vakni stundum með kviðling í kolli: Fyrrum þá mér fannst ég vera ………………………….í flestu bestur. Lítill var þó lestrarhestur, loðmæltur og heldur blestur. Jósefína Dietrich segir mann- fólkið merkilegt og mesta furða hversu mikill orðaflaumur standi upp úr því sem stríður straumur: Talmál flestum tekst að læra á tveimur árum en furðulegt er frá að segja hvað fáir geta lært að þegja. Helgi Ingolfsson gerði þessa at- hugasemd: Byrjendur þó bíða gjarna bætur litlar. Oft mér finnst sá ami mestur hve erfitt er að kenna lestur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af landsleiknum og lestrarkunnáttu Í klípu „VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA NEITT. HVERS VEGNA GETUM VIÐ EKKI FENGIÐ FARSÍMA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HEMMI, VILTU AÐ ÉG BÚI TIL LÍTIÐ GAT OG GEFI ÞÉR NOKKUR VÍNBER?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... langar vetrarnætur saman. HVERNIG GENGUR? HRÆÐILEGA! ÉG ER MEÐ DÚNDRANDI HAUSVERK! HÉRNA, ÞÁ... ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ LESA SÉRRÉTTI KVÖLDSINS Að hafa áhuga á umhverfi sínu erVíkverja eðlislægt, enda er hann sjaldan í rónni heldur á sífelld- um þeytingi til að skoða umhverfi sitt og hitta fólk að máli. Helgarnar, stundum lengdar í annan endann, nýtast vel til ferðalaga út á land en stakir frídagar í miðri viku og falleg sumarkvöld hafa nýst vel til ferða- laga í nágrenni Reykjavíkur. x x x Úr höfuðborginni er ekki nema umhálftímaferð að Hvítanesi við Hvalfjörð. Þar standa enn nokkuð heillegar rústir af flotastöð þeirri sem Bandamenn starfræktu á tím- um síðari heimsstyrjaldar. Veggir nokkurra bygginga og hafnarmann- virki standa enn, svo auðvelt er að framkalla í huganum myndir úr þeirri veröld sem þarna var þegar dátar sprönguðu um hlöðin. x x x Þormóðsdalur er við Hafravatn,rétt ofan við bæinn. Þetta er fal- legur staður með skemmtilegum gönguleiðum um söguslóðir. Á þess- um slóðum sjást enn menjar um leit í grjótinu að gullinu sem þarna á að leynast. Ekki langt frá eru fallegir staðir eins og Silungatjörn og Sel- vatn og við Lynghólsveg fangar járnsleginn stórfugl eftir Guðmund frá Miðdal auga vegfarenda. x x x Heiðmörkin er heill ævintýra-heimur. Í rjóðrum eru faldar byggingar og reitir þar sem einstaka félög settu sprota í mold og vitna um fallega ræktarsemi. Og í Hjalladal, sunnarlega í Heiðmörk, erum við ut- an geisla farsímakerfsins og komin í friðsæld. x x x Skemmtilegasta ferðalag Víkverjaþetta sumarið var sennilega að fara suður á Reykjanesskaga og suður á Krýsuvíkurbjarg; sem er himinhátt með fuglum á hverri syllu og fyrir neðan svarrar aldan og lem- ur á köldum fjörusteinum. Og fyrir utan sigldu fraktarar íslensku skipa- félaganna sem voru á stími inn til Reykjavíkur, „færandi varninginn heim“ eins og skáldið orti forðum. víkverji@mbl.is Víkverji En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur. (1. Kor. 13.13) Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.