Morgunblaðið - 07.09.2015, Qupperneq 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2015
Leikaranum Tom Hardy þótti það
lítið mál að leika bæði gagnkyn-
hneigðan og samkynhneigðan
mann í kvikmyndinni Legend. Sjálf-
ur segist hann vera fyrir bæði karl-
menn og konur og finnst því lítið
mál að leika bæði gagnkynhneigð-
an mann og samkynhneigðan.
„Ég hugsaði ekki mikið út í þetta.
Þú leikur ekki kynhneigð. Um leið
og þú ferð að leika eitthvað er
hætta á því að þú skiljir ekki hvað
þú ert að gera,“ sagði Hardy í við-
tali við fjölmiðla.
Í Legend leikur hann tvíbura og
er annar þeirra gagnkynhneigður
en hinn samkynhneigður. Um það
segir Hardy að í raun og veru komi
hvergi fram að mennirnir séu ekki
fyrir bæði kyn. Það gæti því allt
eins verið.
Kynhneigðir þvælast
ekki fyrir Hardy
Reffilegur Tom Hardy á frumsýn-
ingu Legend 3. september sl.
AFP
þegar hafður er í huga sá fjöldi sem
getur tekið þátt í einu spili. Þannig
er fjárfestingin ekki slík að fólk telji
sig þurfa að verja hana sérstaklega.
Komi fyrir að fólki finnist spil ekki
skemmtilegt er kostnaðurinn ekki
mikill. Það er því enginn skaði skeð-
ur þótt spilið sé bara spilað einu
sinni.“
Spilamenning er nokkuð ung á Ís-
landi og þó að til séu hópar sem hitt-
ast reglulega til að spila og hafa gert
það í mörg ár er það nýtilkomið að
spilið sé að verða hluti af almennu
félagslífi fólks.
„Mér finnst vera vakning hjá al-
menningi um gæði og skemmtun
borðspila. Úrvalið er orðið meira og
spilin sem við seljum eru ekki bara
stór og flókin borðspil. Í Þýskalandi
eru spil gjarnan hluti af matarboði.
Þá er keypt spil fyrir kvöldið og fólk
kemur saman til að borða góðan mat
og spila. Þannig er spilið hluti af
kostnaði kvöldsins. Þetta er hefð
sem Íslendingar mættu taka sér til
fyrirmyndar en hafa verður þó í
huga að Þjóðverjar framleiða reynd-
ar mikið af spilum og þau eru ódýr-
ari en hér á Íslandi. Engu að síður
eru spil ekki svo dýr hér miðað við
marga aðra afþreyingu.“
Íslensk spil og sögur
Spil eru án nokkurs vafa hluti af
skapandi greinum enda fer hönnun,
handverk, hugverk og hæfileikar í
þróun og framleiðslu spila, líkt og
Gísli hefur bent á. Það er því ekki
hjá því komist að spyrja Gísla hvort
þessi aukni áhugi hafi ýtt undir
framleiðslu og þróun spila á Íslandi
og hvort Nexus taki þátt í þróun
spila og þannig þeim vaxandi geira
sem skapandi greinar eru?
„Öll góð spil og allar góðar bækur
og kvikmyndir eiga erindi í búiðna
hjá okkur. Hér höfum við þá ástríðu
að bjóða viðskiptavinum okkar upp á
það besta.Við spyrjum því ekki hvar
eða hver framleiðir vöruna heldur
hvort hún uppfylli þá gæðastaðla
sem við setjum. Þrátt fyrir það reyn-
um við að sjálfsögðu að hjálpa ís-
lenskum spila- og leikjaframleið-
endum,“ segir Gísli, en þegar
hönnuðir spila leita til Nexus veitir
búðin þá hjálp sem hún getur.
„Við komum ekkert að framleiðslu
spila sjálfir, enda er það ekki hluti af
starfsemi okkar. Hins vegar reynum
við eftir mesta megni að aðstoða
hönnuði spila, t.d. við að safna í hópa
til að prófa spilin.“
Sökum smæðar íslenska
markaðarins hafa fá íslensk spil
komið út en Gísli telur að Íslend-
ingar eigi engu að síður að geta
skapað skemmtilega söguheima og
spil. Allar forsendur séu fyrir fleiri
íslenskum spilum á næstu árum.
„Vinsældir fantasíubókmennta og
kvikmynda í dag eru að skila mörg-
um í nám í spila- og leikjahönnun.
Við eigum örugglega eftir að sjá ís-
lenskum spilum fjölga, eða í það
minnsta spilum frá Íslandi. Mér
finnst þó líklegra að spilin verði gef-
in út á ensku enda íslenski
markaðurinn ekki nægilega stór.“
Allir eru jafnir í Nexus
Gísli segir mikilvægt að gera ekki
upp á milli listforma, ævintýraheima
eða framleiðslufyrirtækja fyrir
verslun af þessu tagi á Íslandi.
Markaðurinn er hreinlega ekki nógu
stór og mikilvægt að sinna öllum
hópum. Þannig má finna allt frá Star
Trek yfir í Star Wars og Marvel til
DC Comics.
„Hvoru tveggja reynum við að
anna þeirri eftirspurn sem er hverju
sinni en einnig að selja bækur og spil
sem við höfum sjálfir gaman af. Ís-
land er bara ekki nægilega stórt til
að sérhæfa sig á einu sviði eins og
víða gerist erlendis.“
Öll listform ævintýraheima koma
því saman í Nexus og skiptir formið
ekki máli. Mestu skiptir að sögn
Gísla að fólk fái tækifæri til að nálg-
ast uppáhalds fantasíuheima sína í
búiðinni.
„Auðvitað laumum við alltaf ein-
hverju nýju inn á sama tíma og við
erum að svara þörf viðskiptavina
okkar. Meginreglan hjá okkur er
einfaldlega sú að í Nexus eru allir
jafnir. Við tökum ekki eitt listform
fram yfir annað og þá gerum við
heldur ekki upp á milli ólíkra æv-
intýraheima eða vísindaskáldsagna,
hvort heldur sem er Star Trek eða
Star Wars, DC Comics eða Marvel.“
Nexus
Morgunblaðið/Styrmir Kári
» Í Þýskalandi eru spilgjarnan hluti af
matarboði. Þá er keypt
spil fyrir kvöldið og fólk
kemur saman til að
borða góðan mat og
spila. Þannig er spilið
hluti af kostnaði kvölds-
ins. Þetta er hefð sem
Íslendingar mættu taka
sér til fyrirmyndar.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 12/9 kl. 19:00 Sun 20/9 kl. 19:00 Sun 27/9 kl. 19:00
Sun 13/9 kl. 19:00 Fim 24/9 kl. 19:00
Fös 18/9 kl. 19:00 Fös 25/9 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 10/9 kl. 20:00 aukas. Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00
Fös 11/9 kl. 20:00 aukas. Mið 23/9 kl. 20:00
Aukasýningar í september
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 20/9 kl. 13:00 Sun 4/10 kl. 13:00 Sun 11/10 kl. 13:00
Sun 27/9 kl. 13:00 Lau 10/10 kl. 13:00
Haustsýningar komnar í sölu
Hystory (Litla sviðið)
Lau 12/9 kl. 20:00 Sun 20/9 kl. 20:00 Sun 27/9 kl. 20:00
Fös 18/9 kl. 20:00 Fös 25/9 kl. 20:00
Aðeins þessar sýningar!
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Þri 8/9 kl. 19:30 fors. Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn
Mið 9/9 kl. 19:30 fors. Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn
Fim 10/9 kl. 19:30 fors. Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn
Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn
Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn
Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Fim 10/9 kl. 19:30 Frums. Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn
DAVID FARR
HARÐINDIN