Morgunblaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Forboðin ást í fangabúðum …
2. Ísland á EM í fyrsta sinn
3. Allt tryllt á Ungfrú Ísland
4. Ferðamaður féll til bana
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fyrsta hefðbundna listmunaupp-
boð vetrarins í Gallerí Fold fer fram í
dag og á morgun. Meðal verka sem
boðin verða upp er „Sólblóm“ eftir
Gunnlaug Blöndal, málverk sem er
115x90 cm að stærð, merkt af höf-
undi og metið á 2,8-3,2 milljónir
króna. Verkið komst í fréttir árið
1990 þegar það var boðið upp hjá
Klausturhólum og segir í tilkynningu
frá galleríinu að módelmyndir Gunn-
laugs séu afar eftirsóttar. Af öðrum
verkum sem boðin verða upp má
nefna „Kærleik“ eftir Jóhannes S.
Kjarval, málverk metið á 2-2,5 millj-
ónir króna, og „Birtuskil“, annað
Kjarvalsverk. Þá verður boðið upp
verk eftir Kristínu Jónsdóttur, „Upp-
stilling með blárri könnu“, sem sést á
myndinni. Verk eftir Kristínu eru afar
eftirsótt og ekki mörg á markaði.
Kannan á mynd Kristínar er enn til og
fylgir verkinu.
Kannan á málverki
Kristínar fylgir með
Nína Magnúsdóttir, sýningarstjóri
íslenska skálans á Feneyjatvíær-
ingnum, mun leiða umræður um
framlag Íslands til tvíæringsins,
Moskuna – fyrstu moskuna í Fen-
eyjum, í fyrirlestrasal myndlistar-
deildar Listaháskóla Íslands, að
Laugarnesvegi 91, í
dag kl. 12.30. Verkið
var unnið að frum-
kvæði listamanns-
ins Cristoph Büchel
í samstarfi við félög
múslima í Feneyjum
og á Íslandi.
Borgaryfirvöld í
Feneyjum létu loka
moskunni 22. maí
sl.
Leiðir umræður um
Mosku Büchels
Á þriðjudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning um landið S- og V-
vert en hægari og þurrt NA-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.
Á miðvikudag Sunnan hvassviðri um morguninn en dregur úr
vindi þegar líður á daginn. Rigning S- og V-lands. Hiti 10 til 16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Strekkings sunnanátt og rigning með köfl-
um V-til en áfram dálítil súld S-lands, annars léttskýjað.
VEÐUR
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik, sem tekur í
fyrsta sinn þátt í lokakeppni
EM í körfuknattleik, tapaði
fyrstu tveimur leikjum sín-
um á mótinu í Berlín. Búast
hefði mátt við að liðið
myndi tapa stórt enda leikið
við Þýskaland og Ítalíu, en
íslenska liðið sýndi úr
hverju það er gert þrátt
fyrir að leikmenn þess séu
höfðinu lægri en leikmenn
hinna þjóðanna. »2 og 4
Naumt tap í körf-
unni í Berlín
Júlían J. K. Jóhannsson, lyftinga-
kappi úr Ármanni, varð um helgina
heimsmeistari unglinga í kraftlyft-
ingum í +120 kg flokki þegar hann
lyfti rúmlega einu tonni á HM í Prag.
Júlían hafði áður orðið heimsmeistari
unglinga í einni grein kraftlyftinga,
réttstöðulyftu, árið 2012. Sigur hans
í Tékklandi um helgina var nokkuð
öruggur. » 1
Júlían heimsmeistari
í kraftlyftingum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Íslenska U21 árs landsliðið vann
frækinn sigur á Frökkum í undan-
keppni EM á laugardag. Strákarnir
eru með fullt hús stiga í riðlinum en
þrátt fyrir gleðina var einbeitingin til
staðar og ljóst er að
bjartsýni ríkir um
næstu kynslóð okkar
bestu knattspyrnu-
manna. »8
Næsta kynslóð slökkti í
frönsku stjörnunum
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi útgerðarmaður,
fagnar 100 ára afmælinu sínu í dag, en þrátt
fyrir háan aldur keyrir Bjarni enn og var að
endurnýja ökuskírteinið sitt. Bjarni ætlar að
hafa kaffi á könnunni og jafnvel eitthvert með-
læti á stóra daginn en ekkert formlegt.
„Það verður lítið gert í tilefni dagsins, ætli
það verði ekki eitthvað smá í boði hér en ekk-
ert skipulagt. Ég kann ágætlega við mig bak
við stýrið. Ég á Chevrolet Corsica núna, lang-
besti bíll sem ég hef átt,“ segir Bjarni, en hann
hefur átt nokkra bíla í gegnum árin. „Ég hef
átt marga góða bíla, flestir voru þeir ágætir
nema einn. Sá var breskur, hann var ekki góð-
ur. Þó að Corsican sé gamall bíll er það besti
bíllinn.“
Alltaf unnið mikið
Ýmislegt hefur breyst á ævi Bjarna og ýmis-
legt gerst. Hann hefur haldið heilsu og alltaf
unnið mikið. „Ég var alltaf viðloðandi útgerð-
ina hjá pabba þegar ég var krakki en tók svo
við bátnum þegar hann hætti. Í ástandinu fór-
um við með bátinn til Ameríkananna í tvö ár.
Það var ágætt. Vorum með bátinn í Sandgerði
en ég var þó alltaf í landi. Svo fór ég á sjóinn
þegar ég tók við bátnum og varð vélamaðurinn,
bróðir minn Jóhannes sem nú er dáinn var
skipstjóri.“
Bjarni býr enn heima en dvelst þessa stund-
ina á Hrafnistu. Hann svaf þó í sínu rúmi í
nótt. „Hrafnista er frábær staður til að vera
á,“ segir Bjarni léttur.
Morgunblaðið/Eggert
Bjarni við Corsicuna Bjarni sem hefur lifað í heila öld býr heima og keyrir enn, en hann hefur nýlega endurnýjað ökuskírteinið sitt.
Hefur átt marga bíla og kann
ágætlega við sig bak við stýrið
Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi útgerðarmaður, fagnar 100 ára afmæli í dag