Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 2

Morgunblaðið - 24.09.2015, Side 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Elkem á Grundartanga leitast við að endurvinna orku. 10 24.09.2015 Útgefandi Árvakur Umsjón Sigurður Nordal sn@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Auglýsingar Auglýsingadeild Morgunblaðsins augl@mbl.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Mynd á blaðsíðu 2 af Dettifossi tók Brynjar Gauti Prentun Landsprent ehf. Umhverfisvæn vistun tölvungagna er möguleg. 6 Mikilvægt er að tryggja öryggi í iðn- og orkufyrirtækjum. 14 Markmið Auðlindagarðsins er "samfélag án sóunar". 12 Bretar eru jákvæðir í garð samtengingar raforkukerfa. 16 Frá örófi alda hafa Íslendingar byggt lífsafkomu sína á auðlindum lands og sjávar. Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað mikil uppbygging í tengslum við nýtingu á orkuauðlindum landsins og ný tækifæri hafa orðið til við að skapa úr þeim verðmæti fyrir þjóðarbúið. Slík verðmætasköpun getur tekið á sig ýmsar myndir eins og skýrt má sjá í þessu aukablaði Morgunblaðsins sem helgað er orkumálum. Lífshættir nútímans krefjast mikillar og vaxandi orkunotkunar. Hér á landi búum við svo vel að orkulindir landsins eru ríkulegar og á ýmsu formi, þar á meðal vatnsafli, jarðgufu, vindum og jafnvel þörungum, eins og greint er frá í viðtali hér í blaðinu. Með framþróun í vísindum og tækni skap- ast ný tækifæri til þess að nýta auðlindir landsins með hagkvæmum og sjálfbærum hætti. Í tengslum við raforkuframleiðslu og orkutengdan iðnað spretta nýjar hugmyndir sem stuðla að grósku í atvinnulífi og fjölbreyttara mannlífi. Í þessu blaði er brugðið ljósi á þá áhugaverðu þróun sem nú á sér stað í tengslum við orkuiðn- aðinn og rætt við fólk sem með einum eða öðrum hætti hefur séð ný tækifæri á þessu sviði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ný tækifæri á grunni orkuauðlinda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.