Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 13

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ | 13 Landsnet // Gylfaflöt 9 // 112 Reykjavík // Sími 563 9300 // landsnet@landsnet.is // landsnet.is // @Landsnethf Í nútímaþjóðfélagi þurfa allir að hafa aðgang að rafmagni AT H YG LI -0 6 -2 0 15 Við flytjum rafmagn arðar, þannig að verðmætasköpun aukist hraðar en tekjur. Fjórða hvert starf tengt garðinum Hjá fyrirtækjum Auðlindagarðsins starfa yfir 500 manns og eru afleidd störf metin um 600. Í fyrrnefndri skýrslu GAMMA kemur fram að ætla megi að frá árinu 2011 hafi eitt af hverjum fjórum nýjum störfum á Suðurnesjum tengist garðinum með einum eða öðrum hætti. Um 73% heildarmannaflans starfa við þjónustu og framleiðslu en helstu afurðir fyrirtækjanna í garðinum eru hótelrekstur, fiskþurrkun, fram- leiðsla afurðar úr fiskslógi, eldi hlý- sjávarflatfisks, hefðbundin og heilsu- tengd ferðaþjónusta, náttúruleg meðferð húðsjúkra, ræktun þörunga, vistvænar snyrtivörur með virk efni úr náttúru svæðisins, metanól úr jarðhitagasi, heitt og kalt grunnvatn, jarðhitavökvi, volgur hreinn sjór o.fl. Markmiðið að nýta alla strauma „Okkar markmið er að nýta það sem auðlindin gefur af sér til fullnustu,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðsins. „Okkur hefur verið treyst til að nýta þessar auðlind og okkur ber að gera það eins vel og kostur er, á sem ábyrgastan hátt. Hugmyndafræðin gengur út á að koma sem flestum auðlindastraumum í nýtingu sem hráefni fyrir fjölþætta starfsemi í ná- munda við jarðhitanýtinguna,“ út- skýrir hún. Aðspurð um framtíðarsýn garðs- ins, svara Kristín Vala því til að áætl- að sé að garðurinn verði bæði stærri og fjölbreyttari. ,,Við viljum fá inn fleiri fyrirtæki sem geta nýtt það sem við nýtum ekki í dag. Það gildir til dæmis um kolsýru og kísilinn úti á Reykjanesi. Svo eru ákveðnir málmar sem falla til í útfellingum á Reykja- nesi, svo sem gull og silfur. Svo vill til að íslenskur doktorsnemi í Cornell háskóla vinnur að því að einangra líþíum úr jarðhitavökvanum, sem er afar verðmætur málmur vegna raf- væðingarinnar.“ Hún segir talsvert gull og silfur vera að finna í útfellingum. ,,Hins vegar skortir okkur ennþá þekkingu til að vinna þessa málma úr útfelling- unum. Í raun er þetta vettvangur til nýsköpunar.“ Áhugasamir um að komast inn í Auðlindagarðinn geti haft samband við Kistínu Völu. Fyrirliggjandi er að fyrirtækj- unum í garðinum muni fjölgi á næstu mánuðum þar sem von er á fiskeld- isfyrirtæki í Grindavík sem nýtir varma úr affalli frá Svartsengi. Þá segir Kristín Vala að þessa dagana sé unnið að því að kom á fót hreinsun á kolsýru fyrir iðnaðinn og útfellingu kísils á Reykjanesi. brynja@mbl.is háverðsafurðum Ljósmynd/www.audlindagardur.is Jarðvarmi Fyrirtækin í garðinum samnýta jarðvarma frá HS Orku með mismunandi hætti. Fyrirliggjandi er að þeim verði fjölgað um eitt á næstu mánuðum og önnur áhugasöm fyrirtæki geta haft samband. ,,Við viljum fá inn fleiri fyr- irtæki sem geta nýtt það sem við nýtum ekki í dag.“ Ljósmynd/Bláa lónið Hrein ræktun Mikið er lagt upp úr því að þörungarnir séu hreinir í Bláa lóninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.